Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir og Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifa 16. febrúar 2025 07:01 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands hefur verið undirstaða æðri menntunar og rannsókna frá stofnun og enn í dag er hann meðal grundvallarstofnana samfélagsins. Ásamt öðrum háskólum sér hann samfélaginu fyrir umhverfi til vísindarannsókna og nýsköpunar, þjálfunar fólks til sérhæfðra starfa og menntun nýrra kynslóða, hann sinnir eflingu og viðgangi menningar, ræktar gagnrýna hugsun og lýðræðisleg gildi. Hann er því undirstaða þess þekkingarsamfélags sem við búum við í dag. En rektorskosningarnar sem framundan eru í Háskóla Íslands fara fram á viðsjálum tímum fyrir háskóla og vísindastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á viðvarandi undirfjármögnun skólans. Markmiði um að fjármögnun til háskólastigsins verði í samræmi við meðaltal OECD ríkjanna er ekki náð og enn lengra í að meðalatal Norðurlandanna verði náð. Á sama tíma og hert er að háskólum er aukin krafa um samfélagslega gagnsemi og þjónustu við samfélagið. Allt þetta hefur ýtt undir versnandi vinnuaðstæður og nægir þar nefna vísbendingar um aukið álag starfsfólks, versnandi heilsu og ráðningabann sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir nýliðun og þekkingarþróun. Þennan vanda hefur að hluta verið reynt að leysa með framlagi stundakennara sem búa við óviðunandi kjör og vinnuskilyrði. Þá fara nemendur ekki varhluta af þrengingum skólans. Til að tala máli Háskólans við þessar aðstæður þarf einstakling með reynslu, þekkingu, hugsjónir og baráttuþrek til að freista þess að snúa þessari þróun við. Silja Bára Ómarsdóttir þekkir flestar hliðar háskólastarfs, innanlands og alþjóðlega. Hún hefur sinnt stundakennslu, verið í ótryggri aðjúnktsstöðu og getur því sett sig í spor þeirra sem sérstaklega hallar á í háskólasamfélaginu. Silja Bára hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði þar sem hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti. Hún er afar farsæll kennari og hefur lagt sig fram um að greiða götu nemenda í viðkvæmri stöðu. Silja Bára er öflugur rannsakandi og þekkingarmiðlari og sinnir af elju hlutverki sínu sem háskólaborgari. Við undirritaðar þekkjum Silju Báru Ómarsdóttur, verk hennar og framlag til Háskóla Íslands og íslensks samfélags og treystum henni til að leiða Háskóla Íslands inn á farsælar brautir í hlutverki rektors. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands hefur verið undirstaða æðri menntunar og rannsókna frá stofnun og enn í dag er hann meðal grundvallarstofnana samfélagsins. Ásamt öðrum háskólum sér hann samfélaginu fyrir umhverfi til vísindarannsókna og nýsköpunar, þjálfunar fólks til sérhæfðra starfa og menntun nýrra kynslóða, hann sinnir eflingu og viðgangi menningar, ræktar gagnrýna hugsun og lýðræðisleg gildi. Hann er því undirstaða þess þekkingarsamfélags sem við búum við í dag. En rektorskosningarnar sem framundan eru í Háskóla Íslands fara fram á viðsjálum tímum fyrir háskóla og vísindastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á viðvarandi undirfjármögnun skólans. Markmiði um að fjármögnun til háskólastigsins verði í samræmi við meðaltal OECD ríkjanna er ekki náð og enn lengra í að meðalatal Norðurlandanna verði náð. Á sama tíma og hert er að háskólum er aukin krafa um samfélagslega gagnsemi og þjónustu við samfélagið. Allt þetta hefur ýtt undir versnandi vinnuaðstæður og nægir þar nefna vísbendingar um aukið álag starfsfólks, versnandi heilsu og ráðningabann sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir nýliðun og þekkingarþróun. Þennan vanda hefur að hluta verið reynt að leysa með framlagi stundakennara sem búa við óviðunandi kjör og vinnuskilyrði. Þá fara nemendur ekki varhluta af þrengingum skólans. Til að tala máli Háskólans við þessar aðstæður þarf einstakling með reynslu, þekkingu, hugsjónir og baráttuþrek til að freista þess að snúa þessari þróun við. Silja Bára Ómarsdóttir þekkir flestar hliðar háskólastarfs, innanlands og alþjóðlega. Hún hefur sinnt stundakennslu, verið í ótryggri aðjúnktsstöðu og getur því sett sig í spor þeirra sem sérstaklega hallar á í háskólasamfélaginu. Silja Bára hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði þar sem hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti. Hún er afar farsæll kennari og hefur lagt sig fram um að greiða götu nemenda í viðkvæmri stöðu. Silja Bára er öflugur rannsakandi og þekkingarmiðlari og sinnir af elju hlutverki sínu sem háskólaborgari. Við undirritaðar þekkjum Silju Báru Ómarsdóttur, verk hennar og framlag til Háskóla Íslands og íslensks samfélags og treystum henni til að leiða Háskóla Íslands inn á farsælar brautir í hlutverki rektors. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar