Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir og Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifa 16. febrúar 2025 07:01 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands hefur verið undirstaða æðri menntunar og rannsókna frá stofnun og enn í dag er hann meðal grundvallarstofnana samfélagsins. Ásamt öðrum háskólum sér hann samfélaginu fyrir umhverfi til vísindarannsókna og nýsköpunar, þjálfunar fólks til sérhæfðra starfa og menntun nýrra kynslóða, hann sinnir eflingu og viðgangi menningar, ræktar gagnrýna hugsun og lýðræðisleg gildi. Hann er því undirstaða þess þekkingarsamfélags sem við búum við í dag. En rektorskosningarnar sem framundan eru í Háskóla Íslands fara fram á viðsjálum tímum fyrir háskóla og vísindastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á viðvarandi undirfjármögnun skólans. Markmiði um að fjármögnun til háskólastigsins verði í samræmi við meðaltal OECD ríkjanna er ekki náð og enn lengra í að meðalatal Norðurlandanna verði náð. Á sama tíma og hert er að háskólum er aukin krafa um samfélagslega gagnsemi og þjónustu við samfélagið. Allt þetta hefur ýtt undir versnandi vinnuaðstæður og nægir þar nefna vísbendingar um aukið álag starfsfólks, versnandi heilsu og ráðningabann sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir nýliðun og þekkingarþróun. Þennan vanda hefur að hluta verið reynt að leysa með framlagi stundakennara sem búa við óviðunandi kjör og vinnuskilyrði. Þá fara nemendur ekki varhluta af þrengingum skólans. Til að tala máli Háskólans við þessar aðstæður þarf einstakling með reynslu, þekkingu, hugsjónir og baráttuþrek til að freista þess að snúa þessari þróun við. Silja Bára Ómarsdóttir þekkir flestar hliðar háskólastarfs, innanlands og alþjóðlega. Hún hefur sinnt stundakennslu, verið í ótryggri aðjúnktsstöðu og getur því sett sig í spor þeirra sem sérstaklega hallar á í háskólasamfélaginu. Silja Bára hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði þar sem hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti. Hún er afar farsæll kennari og hefur lagt sig fram um að greiða götu nemenda í viðkvæmri stöðu. Silja Bára er öflugur rannsakandi og þekkingarmiðlari og sinnir af elju hlutverki sínu sem háskólaborgari. Við undirritaðar þekkjum Silju Báru Ómarsdóttur, verk hennar og framlag til Háskóla Íslands og íslensks samfélags og treystum henni til að leiða Háskóla Íslands inn á farsælar brautir í hlutverki rektors. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands hefur verið undirstaða æðri menntunar og rannsókna frá stofnun og enn í dag er hann meðal grundvallarstofnana samfélagsins. Ásamt öðrum háskólum sér hann samfélaginu fyrir umhverfi til vísindarannsókna og nýsköpunar, þjálfunar fólks til sérhæfðra starfa og menntun nýrra kynslóða, hann sinnir eflingu og viðgangi menningar, ræktar gagnrýna hugsun og lýðræðisleg gildi. Hann er því undirstaða þess þekkingarsamfélags sem við búum við í dag. En rektorskosningarnar sem framundan eru í Háskóla Íslands fara fram á viðsjálum tímum fyrir háskóla og vísindastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á viðvarandi undirfjármögnun skólans. Markmiði um að fjármögnun til háskólastigsins verði í samræmi við meðaltal OECD ríkjanna er ekki náð og enn lengra í að meðalatal Norðurlandanna verði náð. Á sama tíma og hert er að háskólum er aukin krafa um samfélagslega gagnsemi og þjónustu við samfélagið. Allt þetta hefur ýtt undir versnandi vinnuaðstæður og nægir þar nefna vísbendingar um aukið álag starfsfólks, versnandi heilsu og ráðningabann sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir nýliðun og þekkingarþróun. Þennan vanda hefur að hluta verið reynt að leysa með framlagi stundakennara sem búa við óviðunandi kjör og vinnuskilyrði. Þá fara nemendur ekki varhluta af þrengingum skólans. Til að tala máli Háskólans við þessar aðstæður þarf einstakling með reynslu, þekkingu, hugsjónir og baráttuþrek til að freista þess að snúa þessari þróun við. Silja Bára Ómarsdóttir þekkir flestar hliðar háskólastarfs, innanlands og alþjóðlega. Hún hefur sinnt stundakennslu, verið í ótryggri aðjúnktsstöðu og getur því sett sig í spor þeirra sem sérstaklega hallar á í háskólasamfélaginu. Silja Bára hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði þar sem hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti. Hún er afar farsæll kennari og hefur lagt sig fram um að greiða götu nemenda í viðkvæmri stöðu. Silja Bára er öflugur rannsakandi og þekkingarmiðlari og sinnir af elju hlutverki sínu sem háskólaborgari. Við undirritaðar þekkjum Silju Báru Ómarsdóttur, verk hennar og framlag til Háskóla Íslands og íslensks samfélags og treystum henni til að leiða Háskóla Íslands inn á farsælar brautir í hlutverki rektors. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun