Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar 17. febrúar 2025 15:03 Ég sit við tölvuna mína og skrifa. Ég er reið, ég er sár, mér er óglatt. Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Það er árið 2025 og kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Ég skrifa um reiði kvenna, ég skrifa um ofbeldi í garð kvenna, en tölvan reynir samt að leiðrétta „Þær“ í „Þeir“. Minn líkami, en ekki mitt val. Ég má ekki hafa hátt, þá er ég á túr, en ef hann hefur hátt þá er hann fyrirmynd. Umræðan um manninn eða björninn situr fast í mér. Ég mun alltaf kjósa björninn, því hann lætur mig allavega vera þegar ég er orðin að ösku. En það skiptir ekki máli hvort ég kýs björninn eða manninn, því maðurinn fær að heyra mig öskra sama hvað og þá fær hann það sem hann vill. Ég fæ hvort sem er ekki að kjósa. En fyrir ofan Marilyn Monroe liggur maður, með andlitið niður svo hann geti horft á hana að eilífu. Hún fær aldrei frið. Enga ró. Því karlmaður keypti bilið fyrir ofan hana, því hún er ekkert nema fallegur hlutur til að horfa á. Þegar minn tími kemur, viltu brenna mig? Dreifa öskunni minni í vindinn, engan legstein og enga gröf. Því ég vil vera frjáls. Ég vil draga minn síðasta andardrátt og vera loksins frjáls og mín eigin. Þú segir ekki allir karlmenn, en það eru allar konur. Allar konur sem þú þekkir, og munt einhvern tímann kynnast, hafa verið beittar ofbeldi, rétt sloppið við ofbeldi, eða haldið í hendina á konu sem hefur verið beitt ofbeldi. Konur eru ekki skrifaðar í blindraletri, þú þarft ekki að koma við þær. Þú segir ekki allir karlmenn beita ofbeldi, en ekki allir snákar eru eitraðir og ekki allar byssur drepa. En myndi þér samt ekki finnast óþægilegt ef einhver miðaði byssu á þig? Myndiru ekki vera með lyklana á milli hnúana á meðan þú labbar heim á kvöldin, bara til öryggis? Hann segir að hann myndi aldrei skaða neinn, og að hann fordæmi ofbeldi, en sami maður hlær að vini sínum sem reynir við 16 ára stelpur. Sami maður hvetur vin sinn til að kaupa fleiri skot handa stelpunni á djamminu, því kannski breytist svarið hennar með hækkandi áfengismagni í blóði. Sami maður ver vin sinn og segir „hann var líka fullur“ og „hún var að reyna við hann líka“ og „afhverju klæddi hún sig þá svona?“. Sami maður segir „saklaus uns sekt er sönnuð“ og stendur frekar með fræga karlmanninum en konunum, sama hversu margar þær eru. Allt sem karlmenn þurfa að gera er ekki neitt, og ef allir karlmenn gera ekki neitt þá sigra þeir. Líkurnar á að vera bitin af hákarli er einn á móti 3,7 milljónum. Líkurnar á að mér verði nauðgað er einn á móti sex, en ég má vera hrædd við hákarla en ekki við karlmenn? Þú ert hræddur um að vera ranglega ásakaður, en ég er hrædd um að vera myrt á fyrsta stefnumótinu, eða á tónleikum, eða bara þegar ég labba heim á kvöldin. Karlmaður er 230 sinnum líklegri til að vera nauðgað en að vera ranglega ásakaður um nauðgun. Þú segir ekki allir karlmenn, og það er alveg satt, en allar konur. Allar konur eru hræddar. Við vitum ekki hvaða karlmenn, því þessir menn eru vinir okkar, þeir eru bræður og feður og frændur og kennarar og prestar og og og og og. Mér var aldrei kennt að deila staðsetningunni í símanum mínum með vinkonum mínum þegar ég fer út. Mér var aldrei kennt að þykjast vera í símanum þegar ég mæti mönnum. Þetta er innbyggt í okkur. Mér var hins vegar kennt að öskra ELDUR en ekki HJÁLP ef ég er áreitt því fleiri bregðast við eldsvoða en ofbeldi. Mér var kennt að segja þeim að ég eigi kærasta frekar en að ég hafi ekki áhuga, því þeir virða aðra karlmenn frekar en mitt svar. Í of mörgum löndum mega konur ekki kjósa. Þær mega ekki fara í skóla. Þær mega jafnvel ekki einu sinni tala. En ég má tala, og ég má öskra, og ég mun öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ég mun taka pláss, ég skal taka pláss. Ég er frek og stjórnsöm og reið. Því hversu margar Einstein hafa eytt ævinni í eldhúsinu en ekki í skóla? Hversu margar Mozart og Beethoven hafa eytt ævinni með saumavélinni en ekki hljóðfærum? Bara afþví að þær gerðu þau mistök að fæðast ekki karlmenn? Hversu margar í viðbót? Hvenær er nóg komið? Konur hafa staðið í stríði frá upphafi alda, hversu margar hafa verið myrtar í þessu stríði? Lengsta stríðið í mannkynssögunni, sem konur hafa mörgum sinnum unnið en aldrei nóg. Það er alltaf einhver þarna sem vill taka af okkur réttindin og taka af okkur lífið. Við eigum bara að vera í eldhúsinu og vera heima og þrífa og halda kjafti. Við getum ekki bara setið á okkur, við getum ekki horft upp á þetta stríð og ekki tekið þátt í því. Við megum ekki vera blinduð af okkar forréttindum, við þurfum að standa upp og sýna heiminum hvernig þetta á að vera. Konur eiga rétt á að vera til, þær eiga rétt á að taka pláss og hafa hátt. Þegar ein kona verður fyrir árás, þá verða allar konur fyrir árás. Við stöndum saman í þessu. Nú er nóg komið. Höfundur er kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ég sit við tölvuna mína og skrifa. Ég er reið, ég er sár, mér er óglatt. Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Það er árið 2025 og kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Ég skrifa um reiði kvenna, ég skrifa um ofbeldi í garð kvenna, en tölvan reynir samt að leiðrétta „Þær“ í „Þeir“. Minn líkami, en ekki mitt val. Ég má ekki hafa hátt, þá er ég á túr, en ef hann hefur hátt þá er hann fyrirmynd. Umræðan um manninn eða björninn situr fast í mér. Ég mun alltaf kjósa björninn, því hann lætur mig allavega vera þegar ég er orðin að ösku. En það skiptir ekki máli hvort ég kýs björninn eða manninn, því maðurinn fær að heyra mig öskra sama hvað og þá fær hann það sem hann vill. Ég fæ hvort sem er ekki að kjósa. En fyrir ofan Marilyn Monroe liggur maður, með andlitið niður svo hann geti horft á hana að eilífu. Hún fær aldrei frið. Enga ró. Því karlmaður keypti bilið fyrir ofan hana, því hún er ekkert nema fallegur hlutur til að horfa á. Þegar minn tími kemur, viltu brenna mig? Dreifa öskunni minni í vindinn, engan legstein og enga gröf. Því ég vil vera frjáls. Ég vil draga minn síðasta andardrátt og vera loksins frjáls og mín eigin. Þú segir ekki allir karlmenn, en það eru allar konur. Allar konur sem þú þekkir, og munt einhvern tímann kynnast, hafa verið beittar ofbeldi, rétt sloppið við ofbeldi, eða haldið í hendina á konu sem hefur verið beitt ofbeldi. Konur eru ekki skrifaðar í blindraletri, þú þarft ekki að koma við þær. Þú segir ekki allir karlmenn beita ofbeldi, en ekki allir snákar eru eitraðir og ekki allar byssur drepa. En myndi þér samt ekki finnast óþægilegt ef einhver miðaði byssu á þig? Myndiru ekki vera með lyklana á milli hnúana á meðan þú labbar heim á kvöldin, bara til öryggis? Hann segir að hann myndi aldrei skaða neinn, og að hann fordæmi ofbeldi, en sami maður hlær að vini sínum sem reynir við 16 ára stelpur. Sami maður hvetur vin sinn til að kaupa fleiri skot handa stelpunni á djamminu, því kannski breytist svarið hennar með hækkandi áfengismagni í blóði. Sami maður ver vin sinn og segir „hann var líka fullur“ og „hún var að reyna við hann líka“ og „afhverju klæddi hún sig þá svona?“. Sami maður segir „saklaus uns sekt er sönnuð“ og stendur frekar með fræga karlmanninum en konunum, sama hversu margar þær eru. Allt sem karlmenn þurfa að gera er ekki neitt, og ef allir karlmenn gera ekki neitt þá sigra þeir. Líkurnar á að vera bitin af hákarli er einn á móti 3,7 milljónum. Líkurnar á að mér verði nauðgað er einn á móti sex, en ég má vera hrædd við hákarla en ekki við karlmenn? Þú ert hræddur um að vera ranglega ásakaður, en ég er hrædd um að vera myrt á fyrsta stefnumótinu, eða á tónleikum, eða bara þegar ég labba heim á kvöldin. Karlmaður er 230 sinnum líklegri til að vera nauðgað en að vera ranglega ásakaður um nauðgun. Þú segir ekki allir karlmenn, og það er alveg satt, en allar konur. Allar konur eru hræddar. Við vitum ekki hvaða karlmenn, því þessir menn eru vinir okkar, þeir eru bræður og feður og frændur og kennarar og prestar og og og og og. Mér var aldrei kennt að deila staðsetningunni í símanum mínum með vinkonum mínum þegar ég fer út. Mér var aldrei kennt að þykjast vera í símanum þegar ég mæti mönnum. Þetta er innbyggt í okkur. Mér var hins vegar kennt að öskra ELDUR en ekki HJÁLP ef ég er áreitt því fleiri bregðast við eldsvoða en ofbeldi. Mér var kennt að segja þeim að ég eigi kærasta frekar en að ég hafi ekki áhuga, því þeir virða aðra karlmenn frekar en mitt svar. Í of mörgum löndum mega konur ekki kjósa. Þær mega ekki fara í skóla. Þær mega jafnvel ekki einu sinni tala. En ég má tala, og ég má öskra, og ég mun öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ég mun taka pláss, ég skal taka pláss. Ég er frek og stjórnsöm og reið. Því hversu margar Einstein hafa eytt ævinni í eldhúsinu en ekki í skóla? Hversu margar Mozart og Beethoven hafa eytt ævinni með saumavélinni en ekki hljóðfærum? Bara afþví að þær gerðu þau mistök að fæðast ekki karlmenn? Hversu margar í viðbót? Hvenær er nóg komið? Konur hafa staðið í stríði frá upphafi alda, hversu margar hafa verið myrtar í þessu stríði? Lengsta stríðið í mannkynssögunni, sem konur hafa mörgum sinnum unnið en aldrei nóg. Það er alltaf einhver þarna sem vill taka af okkur réttindin og taka af okkur lífið. Við eigum bara að vera í eldhúsinu og vera heima og þrífa og halda kjafti. Við getum ekki bara setið á okkur, við getum ekki horft upp á þetta stríð og ekki tekið þátt í því. Við megum ekki vera blinduð af okkar forréttindum, við þurfum að standa upp og sýna heiminum hvernig þetta á að vera. Konur eiga rétt á að vera til, þær eiga rétt á að taka pláss og hafa hátt. Þegar ein kona verður fyrir árás, þá verða allar konur fyrir árás. Við stöndum saman í þessu. Nú er nóg komið. Höfundur er kona.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun