Víkingar kæmust í 960 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 12:31 Víkingar fögnuðu fræknum og sögulegum sigri gegn Panathinaikos fyrir viku. Hvað gerist í kvöld? Getty/Ville Vuorinen Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA. Umtalsverður kostnaður hefur fylgt þátttöku Víkinga í Evrópuævintýri þeirra en leikurinn í kvöld verður fjórtándi leikur þeirra í Sambandsdeildinni, eftir að ferðalagið hófst með tveimur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í júlí í fyrra. Við þetta bætist svo mikill kostnaður við að halda heimaleik erlendis, gegn Panathinaikos í Helsinki í síðustu viku, og dvölina í Aþenu síðan þá, þó að mögulegt sé að Víkingum verði bættur upp sá kostnaður vegna þess aðstöðuleysis sem er hér á landi. Burtséð frá því er alveg ljóst að Víkingar hafa tryggt sér hærri tekjur frá UEFA en nokkurt íslenskt félag hefur áður séð. Jafnvel þó að Víkingur félli úr keppni í kvöld þá hefur félagið þegar tryggt sér rúmar 840 milljónir króna. Gætu bætt við hátt í 120 milljónum í dag Mestu munar um að hafa komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en því fylgdu 3.170.000 evrur, eða jafnvirði hátt í hálfs milljarðs króna. Víkingar fengu svo til að mynda meira en eina milljón evra fyrir að ná tveimur sigrum og tveimur jafnteflum í deildarkeppninni, og 583.081 evrur fyrir að enda þar í 19. sæti. Fyrir að slá út Panathinaikos og komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fást 800.000 evrur, sem í dag jafngildir um 117 milljónum króna. Sigurliðið í einvíginu mun svo spila við Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem þó er meiddur, eða Rapid Vín í 16-liða úrslitunum. Víkingar þyrftu þá væntanlega aftur að leita út fyrir landsteinana til að geta spilað heimaleik sinn, með tilheyrandi kostnaði. Næstu bikarmeistarar njóta góðs af Engin peningaverðlaun fengust fyrir 2-1 sigur Víkinga í síðustu viku en hann hjálpaði hins vegar við að koma Íslandi enn hærra á styrkleikalista UEFA sem ræður því hvaða Evrópusæti hver þjóð hlýtur. Magnaður árangur Víkinga hefur fært Ísland upp fyrir ákveðið strik, í 33. sæti, og það þýðir að næstu bikarmeistarar munu að öllum líkindum fara í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar. 🇮🇪 Republic of Ireland have mathematically secured the Top 33 place and spot in the Europa League - QR1!🇮🇸 Iceland favoured to finish Top 33!🇧🇦 Bosnia and Herzegovina can still move up to 33rd and secure spot in the Europa League - QR1*.*34th enough with Russia suspended. pic.twitter.com/BFBt0YT0ue— Football Rankings (@FootRankings) February 14, 2025 Það eina sem gæti breytt því er ef að friður kæmist á í Úkraínu og Rússar yrðu boðnir velkomnir aftur af UEFA, og Borac Banja Luka tækist að slá út Olimpija Ljubljana í kvöld og gera góða hluti í 16-liða úrslitunum því það gæti skilað Bosníu upp fyrir Ísland. Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur á Vodafone Sport og Viaplay en útsending hefst klukkan 19:45. Vísir fjallar ítarlega um leikinn í dag og í kvöld. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Umtalsverður kostnaður hefur fylgt þátttöku Víkinga í Evrópuævintýri þeirra en leikurinn í kvöld verður fjórtándi leikur þeirra í Sambandsdeildinni, eftir að ferðalagið hófst með tveimur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í júlí í fyrra. Við þetta bætist svo mikill kostnaður við að halda heimaleik erlendis, gegn Panathinaikos í Helsinki í síðustu viku, og dvölina í Aþenu síðan þá, þó að mögulegt sé að Víkingum verði bættur upp sá kostnaður vegna þess aðstöðuleysis sem er hér á landi. Burtséð frá því er alveg ljóst að Víkingar hafa tryggt sér hærri tekjur frá UEFA en nokkurt íslenskt félag hefur áður séð. Jafnvel þó að Víkingur félli úr keppni í kvöld þá hefur félagið þegar tryggt sér rúmar 840 milljónir króna. Gætu bætt við hátt í 120 milljónum í dag Mestu munar um að hafa komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en því fylgdu 3.170.000 evrur, eða jafnvirði hátt í hálfs milljarðs króna. Víkingar fengu svo til að mynda meira en eina milljón evra fyrir að ná tveimur sigrum og tveimur jafnteflum í deildarkeppninni, og 583.081 evrur fyrir að enda þar í 19. sæti. Fyrir að slá út Panathinaikos og komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fást 800.000 evrur, sem í dag jafngildir um 117 milljónum króna. Sigurliðið í einvíginu mun svo spila við Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem þó er meiddur, eða Rapid Vín í 16-liða úrslitunum. Víkingar þyrftu þá væntanlega aftur að leita út fyrir landsteinana til að geta spilað heimaleik sinn, með tilheyrandi kostnaði. Næstu bikarmeistarar njóta góðs af Engin peningaverðlaun fengust fyrir 2-1 sigur Víkinga í síðustu viku en hann hjálpaði hins vegar við að koma Íslandi enn hærra á styrkleikalista UEFA sem ræður því hvaða Evrópusæti hver þjóð hlýtur. Magnaður árangur Víkinga hefur fært Ísland upp fyrir ákveðið strik, í 33. sæti, og það þýðir að næstu bikarmeistarar munu að öllum líkindum fara í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar. 🇮🇪 Republic of Ireland have mathematically secured the Top 33 place and spot in the Europa League - QR1!🇮🇸 Iceland favoured to finish Top 33!🇧🇦 Bosnia and Herzegovina can still move up to 33rd and secure spot in the Europa League - QR1*.*34th enough with Russia suspended. pic.twitter.com/BFBt0YT0ue— Football Rankings (@FootRankings) February 14, 2025 Það eina sem gæti breytt því er ef að friður kæmist á í Úkraínu og Rússar yrðu boðnir velkomnir aftur af UEFA, og Borac Banja Luka tækist að slá út Olimpija Ljubljana í kvöld og gera góða hluti í 16-liða úrslitunum því það gæti skilað Bosníu upp fyrir Ísland. Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur á Vodafone Sport og Viaplay en útsending hefst klukkan 19:45. Vísir fjallar ítarlega um leikinn í dag og í kvöld.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira