Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 21. febrúar 2025 07:32 Kjalarnes er einhver fallegasti staður á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar njóta mikils útsýnis yfir til höfuðborgarsvæðisins, nálægðar við gullfallega nátturu þar sem létt gola leikur alla jafnan við íbúana. Á Kjalarnesi er stundaður landbúnaður, þó flestir íbúar sem búa þar starfi annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega auglýsti Reykjavíkurborg úthlutun á fjórum einbýlishúsalóðum á Kjalarnesi. Það er vel og að mínu mati má byggja miklu meira á Kjalarnesi en þessi fjögur einbýlishús og þar með fjölga íbúum og auka framboð af íbúðum. Á Kjalarnesi búa í dag um 530 manns en árið 2007 bjuggu þar yfir 1.000 manns. Það hefur orðið helmingsfækkun á síðustu 17 árum. Í þéttbýliskjarnanum á Kjalarnesi, Grundarhverfi, eru góðir innviðir eins og leikskóli, grunnskóli, íþróttahús og sundlaug auk mótttökustöð hjá Sorpu. Þaðmá byggja miklu meira á Kjalarnesi og fleiri fjölbýlishús. Svæðið getur vel verið íbúasvæði fyrir 2.500 íbúa sem er hæfilegt svæði fyrir góða nærþjónustu eins og verslun, um leið og hægt væri að auka þjónustu við íbúa sem búa þar, t.d. með góðum íbúakjarna fyrir 65 ára og eldri sem væri samtengdur hjúkrunarheimili. Með fleiri íbúum skapast enn betri grundvöllur fyrir bættar almenningssamgöngur milli Kjalarness og annara staða á höfuðborgarsvæðinu. Ein aðgerð styrkir frekari byggð á Kjalarnesi og það er sú staðreynd að ríkisstjórnin ætlar að klára Sundabraut sem er mögulega 6-8 ára framkvæmd. Með Sundabraut snarbatna samgöngur á milli Grundahverfisins og miðsvæðis Reykjavíkur sem gerir Kjalarnesið enn fýsilegri kost. Ég skora á nýjan meirihluta félagshyggjuflokka í Reykjavík að bretta upp ermar og stórauka byggð á Kjalarnesi. Höfundur er Kjalnesingur í hjarta sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Kjalarnes er einhver fallegasti staður á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar njóta mikils útsýnis yfir til höfuðborgarsvæðisins, nálægðar við gullfallega nátturu þar sem létt gola leikur alla jafnan við íbúana. Á Kjalarnesi er stundaður landbúnaður, þó flestir íbúar sem búa þar starfi annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega auglýsti Reykjavíkurborg úthlutun á fjórum einbýlishúsalóðum á Kjalarnesi. Það er vel og að mínu mati má byggja miklu meira á Kjalarnesi en þessi fjögur einbýlishús og þar með fjölga íbúum og auka framboð af íbúðum. Á Kjalarnesi búa í dag um 530 manns en árið 2007 bjuggu þar yfir 1.000 manns. Það hefur orðið helmingsfækkun á síðustu 17 árum. Í þéttbýliskjarnanum á Kjalarnesi, Grundarhverfi, eru góðir innviðir eins og leikskóli, grunnskóli, íþróttahús og sundlaug auk mótttökustöð hjá Sorpu. Þaðmá byggja miklu meira á Kjalarnesi og fleiri fjölbýlishús. Svæðið getur vel verið íbúasvæði fyrir 2.500 íbúa sem er hæfilegt svæði fyrir góða nærþjónustu eins og verslun, um leið og hægt væri að auka þjónustu við íbúa sem búa þar, t.d. með góðum íbúakjarna fyrir 65 ára og eldri sem væri samtengdur hjúkrunarheimili. Með fleiri íbúum skapast enn betri grundvöllur fyrir bættar almenningssamgöngur milli Kjalarness og annara staða á höfuðborgarsvæðinu. Ein aðgerð styrkir frekari byggð á Kjalarnesi og það er sú staðreynd að ríkisstjórnin ætlar að klára Sundabraut sem er mögulega 6-8 ára framkvæmd. Með Sundabraut snarbatna samgöngur á milli Grundahverfisins og miðsvæðis Reykjavíkur sem gerir Kjalarnesið enn fýsilegri kost. Ég skora á nýjan meirihluta félagshyggjuflokka í Reykjavík að bretta upp ermar og stórauka byggð á Kjalarnesi. Höfundur er Kjalnesingur í hjarta sínu.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun