Þjóðverjar ganga að kjörborðinu í dag. Kristilegir demókratar mælast stærstir en öfga hægriflokkurinn AfD mælist með um tuttugu prósenta fylgi.
Nokkur skriður er kominn á óformlegar sameiningarviðræður þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum, og næst á dagskrá að kanna grundvöll fyrir formlegum viðræðum. Rætt verður við sveitarstjóra Voga í hádegisfréttum.
Það er æsispennandi leikur framundan hjá karlalandsliðinu í körfubolta, sem mætir Tyrkjum í Laugardalshöll í kvöld. Það er uppselt á leikinn en Ísland gæti með sigri tryggt sig inn á Eurobasket. Við heyrum í Kára Jónssyni landsliðsmann í fréttatímanum.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.