Þetta kemur fram í dagbók lögreglu höfuðborgarsvæðsins um verkefni lögreglunnar fyrri part dags.
Báðir mennirnir voru kærðir fyrir brot á vopnalögum. Mennirnir voru stoppaðir á umráðasvæði lögreglustöðvar 3 sem nær yfir Kópavog og Breiðholt en mbl fullyrðir að þeir hafi verið stöðvaðir í Breiðholtinu.
Einnig barst lögreglu tilkynning um „víðáttuölvaðan“ mann sem var til ama í miðborginni. Var viðkomandi fluttur á lögreglustöð og kom þá í ljós að hann var eftirlýstur vegna líkamsárásar. Maðurinn var vistaður þangað til það rynni af honum svo hægt væri að taka af honum skýrslu.
Þá barst lögreglu tilkynning þess efnis að tvö ungmenni hefðu kastað grjóti í húsnæði með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Drengirnir hlupu strax af vettvangi. Einnig barst lögreglu tilkynning um eignarspjöll á bíl þar sem rúður höfðu verið brotnar.
Í umdæmi lögreglustöðvar 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning frá starfsfmönnum matvöruverslunar þar sem öryggisverðir lentu í átökum við meintan þjóf. Hinn meinti þjófur komst undan áður en lögregla kom á vettvang.