Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:57 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að hún muni sækja verulega fram fyrir sitt fólk. Stöð 2/Arnar Formaður Eflingar kveðst hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara og segir augljóst að verka- og láglaunakonur sé hópurinn sem þurfi að virðismeta. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar er hugsi yfir þeim launahækkunum sem skrifað var undir í gærkvöldi í ljósi þess að verka- og láglaunafólk hafi þurft að sýna ábyrgð þegar skrifað var undir kjarasamninga í fyrra til að halda vöxtum og verðbólgu í skefjum. Kjarasamningurinn hljóðar upp á um 24% launahækkun á fjögurra ára tímabili. „Við þurfum að skoða nákvæmlega hvað þetta þýðir og hvaða hækkanir er þarna um að ræða en það er ljóst að þarna hefur verið samið um verulega mikið meira en við höfum samið um, Efling, SGS og aðrir innan Alþýðusambandsins bæði á almenna og opinbera markaðnum og eflaust mun þetta hafa töluvert mikil áhrif.“ Samningarnir í gærkvöldi muni breyta nálgun samninganefndar Eflingar þegar kemur að næstu kjarasamningum. „Þarna til dæmis erum við í Eflingu með stóran hóp kvenna sem starfa inn á leikskólunum. Þær voru fyrir undirritun þessara samninga sem hér um ræðir með verulega lægri laun. Þarna er ég að tala um til dæmis deildarstjórana sem eru í Eflingu en sinna nákvæmlega sömu störfum og leikskólamenntaðir deildarstjórar og nú er launamunurinn væntanlega orðinn mjög mikill. Og auðvitað þýðir þetta það að við munum koma í næstu samningum og sækja fram fyrir okkar fólk, fyrir okkar konur.“ Þá segir hún að á þessum tímapunkti sé nauðsynlegt að Alþýðusambandið, Efling og Starfsgreinasambandið að rýna í það sem felst í virðismatsvegferðinni. „Það er auðvitað skrítið að sjá að það er verka- og láglaunafólk sem var tilbúið til að axla þessa miklu ábyrgð, semja með þessum hætti en aðrir hafa ekki verið tilbúnir til þess að feta í þau fótspor. Það er undarlegt að horfa upp á það.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21 Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar er hugsi yfir þeim launahækkunum sem skrifað var undir í gærkvöldi í ljósi þess að verka- og láglaunafólk hafi þurft að sýna ábyrgð þegar skrifað var undir kjarasamninga í fyrra til að halda vöxtum og verðbólgu í skefjum. Kjarasamningurinn hljóðar upp á um 24% launahækkun á fjögurra ára tímabili. „Við þurfum að skoða nákvæmlega hvað þetta þýðir og hvaða hækkanir er þarna um að ræða en það er ljóst að þarna hefur verið samið um verulega mikið meira en við höfum samið um, Efling, SGS og aðrir innan Alþýðusambandsins bæði á almenna og opinbera markaðnum og eflaust mun þetta hafa töluvert mikil áhrif.“ Samningarnir í gærkvöldi muni breyta nálgun samninganefndar Eflingar þegar kemur að næstu kjarasamningum. „Þarna til dæmis erum við í Eflingu með stóran hóp kvenna sem starfa inn á leikskólunum. Þær voru fyrir undirritun þessara samninga sem hér um ræðir með verulega lægri laun. Þarna er ég að tala um til dæmis deildarstjórana sem eru í Eflingu en sinna nákvæmlega sömu störfum og leikskólamenntaðir deildarstjórar og nú er launamunurinn væntanlega orðinn mjög mikill. Og auðvitað þýðir þetta það að við munum koma í næstu samningum og sækja fram fyrir okkar fólk, fyrir okkar konur.“ Þá segir hún að á þessum tímapunkti sé nauðsynlegt að Alþýðusambandið, Efling og Starfsgreinasambandið að rýna í það sem felst í virðismatsvegferðinni. „Það er auðvitað skrítið að sjá að það er verka- og láglaunafólk sem var tilbúið til að axla þessa miklu ábyrgð, semja með þessum hætti en aðrir hafa ekki verið tilbúnir til þess að feta í þau fótspor. Það er undarlegt að horfa upp á það.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21 Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07
Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21
Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09