Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 09:32 Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er einn af því sem hefur komið því í tísku að spila með litlar legghlífar. Getty/Visionhaus Það er skylda í fótbolta að spila með legghlífar en nýjasta æðið er að nota pínulitlar legghlífar til að fylgja þessari reglu. Norska knattspyrnusambandið ætlar að skera upp herör gegn slíku. Það leynir sér ekki að þessar litlu barnalegghlífar eru ekki mikil vörn gegn hörðum tæklingum andstæðinganna og því fylgir því aukin meiðslahætta að spila með slíkar skeljar. Það er hins vegar á ábyrgð leikmanna að mæta til leiks í réttum keppnisbúningi og svo gæti farið að dómarar neiti leikmönnum að fara inn á völlinn nema að þeir spili með legghlífar í fullri stærð. Norska ríkisútvarpið fjallar um þessa nýju herferð norska sambandsins. Fyrirsögnin á greininni hjá NRK:Skjámynd/NRK „Þessar eru mjög þægilegar og þessa vegna nota ég þær,“ sagði Joakim Nundal, leikmaður Sogndal, við NRK en hann er einn af þessum sem nota þessar barnalegghlífar. Hann er langt frá því að vera sá eini enda er þetta í tísku þökk sé leikmönnum eins og Jack Grealish hjá Manchester City og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Nundal er ekki í vafa að leikmenn horfa þangað. „Stóru stjörnurnar í boltanum eru að nota svona hlífar,“ sagði Nundal. „Þetta er ekki nægileg vörn. Sumir dómarar hafa sagt frá því að þeir hafi séð leikmenn með samanbrotin dagblöð inn á sokkunum í stað legghlífa. Þetta er vaxandi vandamál,“ sagði Jan Olav Knutsen hjá norska knattspyrnusambandinu. Leikmenn þrettán til sextán ára mega nota minnstu stærð af legghlífum, leikmenn sextán til nítján ára mega nota legghlífar sem eru frá miðstæð til fullorðinstærðar en leikmenn eldri en nítján ára eiga síðan að nota legghlífar í fullri stærð. Norska sambandið telur aukna meiðslahættu fylgja þessu og þá sé hætt við því að leikmenn verði af tryggingargreiðslum verði uppvísir að nota ekki fulla vörn. „Við reiknum með því að þeir leikmenn sem taka ekki legghlífar sínar alvarlega séu í meiri hættu á að meiðast heldur en þeir sem nota fulla vörn,“ sagði Knutsen. „Ég er ekki að plana það að skipta yfir í stærri legghlífar. Þeir hafa ekki verið svo harðir á þessun hingað til þannig að svo framarlega sem ég kemst upp með þetta þá er í fínu lagi að nota þessar litlu legghlífar,“ sagði Nundal. Fótbolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Það leynir sér ekki að þessar litlu barnalegghlífar eru ekki mikil vörn gegn hörðum tæklingum andstæðinganna og því fylgir því aukin meiðslahætta að spila með slíkar skeljar. Það er hins vegar á ábyrgð leikmanna að mæta til leiks í réttum keppnisbúningi og svo gæti farið að dómarar neiti leikmönnum að fara inn á völlinn nema að þeir spili með legghlífar í fullri stærð. Norska ríkisútvarpið fjallar um þessa nýju herferð norska sambandsins. Fyrirsögnin á greininni hjá NRK:Skjámynd/NRK „Þessar eru mjög þægilegar og þessa vegna nota ég þær,“ sagði Joakim Nundal, leikmaður Sogndal, við NRK en hann er einn af þessum sem nota þessar barnalegghlífar. Hann er langt frá því að vera sá eini enda er þetta í tísku þökk sé leikmönnum eins og Jack Grealish hjá Manchester City og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Nundal er ekki í vafa að leikmenn horfa þangað. „Stóru stjörnurnar í boltanum eru að nota svona hlífar,“ sagði Nundal. „Þetta er ekki nægileg vörn. Sumir dómarar hafa sagt frá því að þeir hafi séð leikmenn með samanbrotin dagblöð inn á sokkunum í stað legghlífa. Þetta er vaxandi vandamál,“ sagði Jan Olav Knutsen hjá norska knattspyrnusambandinu. Leikmenn þrettán til sextán ára mega nota minnstu stærð af legghlífum, leikmenn sextán til nítján ára mega nota legghlífar sem eru frá miðstæð til fullorðinstærðar en leikmenn eldri en nítján ára eiga síðan að nota legghlífar í fullri stærð. Norska sambandið telur aukna meiðslahættu fylgja þessu og þá sé hætt við því að leikmenn verði af tryggingargreiðslum verði uppvísir að nota ekki fulla vörn. „Við reiknum með því að þeir leikmenn sem taka ekki legghlífar sínar alvarlega séu í meiri hættu á að meiðast heldur en þeir sem nota fulla vörn,“ sagði Knutsen. „Ég er ekki að plana það að skipta yfir í stærri legghlífar. Þeir hafa ekki verið svo harðir á þessun hingað til þannig að svo framarlega sem ég kemst upp með þetta þá er í fínu lagi að nota þessar litlu legghlífar,“ sagði Nundal.
Fótbolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira