Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar 27. febrúar 2025 16:31 Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu. Í framboði til formanns eru tvær öflugar konur og er það mikið lán fyrir stjórnmálaflokk að svo sterkir einstaklingar vilja leiða hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að til forystu verði sá einstaklingur valinn sem líklegur er til að sameina, styrkja og stækka Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn, heldur einnig mikilvægt fyrir íslenska þjóð sem á allt sitt undir því að auka verðmætasköpun til að standa undir þeirri velferð sem við viljum búa við í okkar ágæta samfélagi. Á þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir mikinn skilning enda hefur reynsla hennar úr atvinnulífinu mótað hennar sýn á hversu mikilvægt er að efla og styrkja verðmætasköpun íslensks atvinnulífs til að standa undir þeim velferðarkerfum sem við njótum hér. Við Guðrún áttum um langt árabil frábært samstarf innan Samtaka atvinnulífisins og sátum saman í stjórn og framkvæmdastjórn. Einnig áttum við samstarf innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil áður en hún lagði af stað í stjórnmálin. Með reynslu sína frá vettvangi atvinnulífsins og lífeyrismála hefur hún sýnt í störfum sínum sem alþingismaður og ráðherra, að þar fer fram einn öflugasti stjórnmálamaður landsins dag. Hún er heilsteypt, ábyggileg og traust, er fæddur leiðtogi sem býr yfir sameinandi afli í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin og lætur verkin tala og hrífur samstarfsmenn með sér eins og góðum leiðtoga sæmir. Hún er mikill mannasættir og það hefur berlega komið í ljós að undanförnu að hún nær til fólks, sama á hvað aldri það er. Hún er traustur vinur sem ég teysti fullkomlega í þetta verkefni. Nú þegar sjálfstæðismenn standa á tímamótum og velta fyrir sér framtíðinni, þá er svarið augljóst í mínum huga – Guðrún Hafsteinsdóttir ! Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu. Í framboði til formanns eru tvær öflugar konur og er það mikið lán fyrir stjórnmálaflokk að svo sterkir einstaklingar vilja leiða hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að til forystu verði sá einstaklingur valinn sem líklegur er til að sameina, styrkja og stækka Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn, heldur einnig mikilvægt fyrir íslenska þjóð sem á allt sitt undir því að auka verðmætasköpun til að standa undir þeirri velferð sem við viljum búa við í okkar ágæta samfélagi. Á þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir mikinn skilning enda hefur reynsla hennar úr atvinnulífinu mótað hennar sýn á hversu mikilvægt er að efla og styrkja verðmætasköpun íslensks atvinnulífs til að standa undir þeim velferðarkerfum sem við njótum hér. Við Guðrún áttum um langt árabil frábært samstarf innan Samtaka atvinnulífisins og sátum saman í stjórn og framkvæmdastjórn. Einnig áttum við samstarf innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil áður en hún lagði af stað í stjórnmálin. Með reynslu sína frá vettvangi atvinnulífsins og lífeyrismála hefur hún sýnt í störfum sínum sem alþingismaður og ráðherra, að þar fer fram einn öflugasti stjórnmálamaður landsins dag. Hún er heilsteypt, ábyggileg og traust, er fæddur leiðtogi sem býr yfir sameinandi afli í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin og lætur verkin tala og hrífur samstarfsmenn með sér eins og góðum leiðtoga sæmir. Hún er mikill mannasættir og það hefur berlega komið í ljós að undanförnu að hún nær til fólks, sama á hvað aldri það er. Hún er traustur vinur sem ég teysti fullkomlega í þetta verkefni. Nú þegar sjálfstæðismenn standa á tímamótum og velta fyrir sér framtíðinni, þá er svarið augljóst í mínum huga – Guðrún Hafsteinsdóttir ! Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun