Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 11:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir aðstæður kennara hafa verið sérstakar. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir ekki óvanalegt að kennarar hafi fengið launahækkanir umfram það sem samið var um á almennum markaði síðasta vor. Um sérstaka stöðu hafi verið að ræða eins og áður hafi komið upp hjá ræstingafólki og fiskvinnslufólks. „Ríkið og hið opinbera virðir áfram merki markaðarins og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, það skiptir líka gríðarlegu máli að fólk átti sig á því að það þarf að virða almennt þetta merki. Í tilviki kennara vitum við að um sérstaka stöðu var að ræða,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ á föstudaginn. „Það var að fara af stað virðismatsvegferð þar sem að átti sérstaklega að meta virði starfa kennara, sérstaklega leik- og grunnskólakennara. Þær umframhækkanir umfram merkið eru fyrst og fremst innspýting inn í þetta virðismat.“ Kristrún hefur boðað til fundar í þjóðhagsráði strax í byrjun vikunnar til að fara yfir stöðuna með aðilum vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir en bein fjármögnun Ekki sé til umræðu í ríkisstjórn, eins og sveitarfélög hafa kallað eftir, að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun launahækkana leik- og grunnskólakennara. Samkomulag hafi hins vegar verið gert um aðkomu ríkisins að öðrum þáttum, svo sem að styrkja málefni barna með fjölþættan vanda, sem gæti skapað svigrúm. „Ríkið kemur auðvitað ekki með beinum hætti að samningum við leik- og grunnskólakennara. Ríkið auðvitað tók þátt í heildarsamningarviðræðum því það var samflot milli allra aðila kennarasambandsins,“ sagði Kristrún. „Við erum hins vegar meðvituð um stöðu sveitarfélaganna og vitum hver fjárhagsstaðan er. Hún hefur víða verið þröng og við höfum þess vegna átt samtöl við sveitarfélögin, áður en þessir kjarasamningar komu til umræðu, um að styrkja ákveðin úrræði, til að mynda þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda, þegar kemur að öryggisvistun og varðandi hjúkrunarheimilin.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Ríkið og hið opinbera virðir áfram merki markaðarins og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, það skiptir líka gríðarlegu máli að fólk átti sig á því að það þarf að virða almennt þetta merki. Í tilviki kennara vitum við að um sérstaka stöðu var að ræða,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ á föstudaginn. „Það var að fara af stað virðismatsvegferð þar sem að átti sérstaklega að meta virði starfa kennara, sérstaklega leik- og grunnskólakennara. Þær umframhækkanir umfram merkið eru fyrst og fremst innspýting inn í þetta virðismat.“ Kristrún hefur boðað til fundar í þjóðhagsráði strax í byrjun vikunnar til að fara yfir stöðuna með aðilum vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir en bein fjármögnun Ekki sé til umræðu í ríkisstjórn, eins og sveitarfélög hafa kallað eftir, að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun launahækkana leik- og grunnskólakennara. Samkomulag hafi hins vegar verið gert um aðkomu ríkisins að öðrum þáttum, svo sem að styrkja málefni barna með fjölþættan vanda, sem gæti skapað svigrúm. „Ríkið kemur auðvitað ekki með beinum hætti að samningum við leik- og grunnskólakennara. Ríkið auðvitað tók þátt í heildarsamningarviðræðum því það var samflot milli allra aðila kennarasambandsins,“ sagði Kristrún. „Við erum hins vegar meðvituð um stöðu sveitarfélaganna og vitum hver fjárhagsstaðan er. Hún hefur víða verið þröng og við höfum þess vegna átt samtöl við sveitarfélögin, áður en þessir kjarasamningar komu til umræðu, um að styrkja ákveðin úrræði, til að mynda þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda, þegar kemur að öryggisvistun og varðandi hjúkrunarheimilin.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07
Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48
Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02