Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir, Rósa Líf Darradóttir, Aldís Amah Hamilton, Ragnheiður Gröndal, Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Klara Ósk Elíasdóttir skrifa 2. mars 2025 10:02 Nýleg umfjöllun Vísis undir yfirskriftinni „Hann kann að dansa, maður minn!“ og „Höfrungar og háhyrningar að leik á Tenerife“ gefur tilefni til að minna fólk á dapurlegu tilveru þessa stórbrotnu dýra sem haldið er föngnum við óboðlegar aðstæður í dýragarðinum Loro Parque á Tenerife. Það sem íslenskir fjölmiðlar fjalla hinsvegar ekki um er, að í nóvember síðastliðinum dó háhyrningurinn Keto í Loro Parque og hann var fjórði háhyrningurinn sem deyr í garðinum á stuttum tíma, en dýravelferðarsamtök um allan heim hafa lengi gagnrýnt aðstæður dýranna í garðinum og biðlað til þeirra að gera betur eða sleppa dýrunum. Afkomandi íslenskra háhyrninga á Tenerife Íslendingar bera að miklum hluta ábyrgð á örlögum háhyrninga sem seldir eru til sædýragarða. Margir þeirra voru fangaðir við Íslandsstrendur á áttunda og níunda áratugnum, eins og td. móðir hans Keto, hún Kalina (f. 1985) afkomandi Katinu háhyrnings sem fönguð var við Ísland árið 1978. Keto sem fæddur var 1995 í Sea World í Flórída hafði verið látinn skemmta fólki í öllum sædýragörðum keðjunnar í Bandaríkjunum og var svo loks seldur til Loro Parque árið 2006. En Keto komst í heimsfréttirnar árið 2009 þegar hann drap þjálfara sinn. Hann hafði lifað alla sína ævi í sundlaugum sædýragarða og látinn gera kúnstir fyrir mat. Það er nefnilega ekki svo að háhyrningar hafi gaman af því að gera kúnstir eins og mörg halda, þeir eru sveltir þar til þeir hlýða og fá ekki að borða nema sýna kúnstir sínar fyrst. Það er ekki að undra að fréttamaður hafi hrifist af persónuleika, færni og fimi dýranna. Háhyrningar eru afar greind dýr sem mynda sterk fjölskyldu- og vinatengsl. Þeir tjá sig með háþróuðu tungumáli. Í náttúrunni lifa þeir í hópum sem fylgjast að ævilangt og ferðast langar vegalengdir saman. Hóparnir eru leiddir af elstu kvendýrunum þar sem að mömmur og ömmur miðla þekkingu um fæðuöflun, ferðaleiðir og helstu hættur til þeirra yngri. Háhyrningar búa yfir djúpri tilfinningagreind en þekkt er að þeir syrgja afkvæmi sín svo vikum skiptir. Hver fjölskylda hefur sína eigin menningu og sitt eigið tungumál sem ganga á milli kynslóða. Afkvæmum eru kenndar sérstakar veiðiaðferðir sem hver hópur hefur tileinkað sér. Þessir stórkostlegu eiginleikar ættu að fá hvern sem er til að hugsa sig tvisvar um hvort þeim þyki réttlætanlegt að halda þeim föngnum sem sýningardýr í vatns-sirkusi. Lærðum við ekki af örlögum Keikó? Ætla mætti að íslendingar myndu forðast sædýragarða eftir að hafa kynnst Keikó og hans sorglegu sögu. Keikó vann huga og hjörtu þjóðarinnar á tíunda áratugnum þegar ákveðið var að „fá hann aftur heim” og reyna að kenna honum að bjarga sér sjálfum í sjónum. Keikó var með boginn ugga sem er algengt hjá háhyrningum sem dvelja við ónáttúrulegar aðstæður og var það eitt af hans kennimerkjum. Keikó fæddist við Íslandsstrendur og var fangaður hér árið 1978. Hann sló í gegn í kvikmyndinni Free Willy (1993) og lék einnig í framhaldsmyndunum. Árið 1998 var Keikó fluttur aftur til Íslands til að bæta lífsgæði hans og undirbúa hann fyrir frelsi. Þjálfunin fór fram við Vestmannaeyjar og fylgdi honum hópur aðstoðarfólks. Í júlí 2002 töldu þjálfarar að hann væri tilbúinn fyrir frelsið. Í september 2002 var hann kominn til Noregs þar sem einmanna háhyrningurinn reyndi að hafa samskipti við íbúa og sýna þeim kúnstir. Háhyrningar eru hópdýr og þeir una sér ekki vel einir. Almenningi í Noregi var bannað að hafa samskipti við hann en íslenskur þjálfari hans, Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir líffræðingur fór út til Noregs til að sinna honum. Hún sagði frá kynnum sínum af Keikó og hans örlagaríku sögu í útvarpsþættinum „Í göngutúr með Keikó” í Lestinni síðastliðið haust, en Keikó greindist með lungnasjúkdóm 10. desember 2003 og lést tveimur dögum síðar. Heimildamyndin Blackfish Ekki er svo langt síðan að heimildarmyndin Blackfish olli miklu fjaðrafoki en fjallaði hún einmitt um háhyrninga í sædýragörðum. Þ.á.m. örlögum Tilikum sem einnig var fangaður við Íslandsstrendur, árið 1983, hafður í Sædýrasafninu í Hafnafirði í nokkur ár og svo seldur til Sea Land og loks Sea World. Tilikum náði á sinni 36 ára ævi að drepa þrjá af þjálfurum sínum, árin 1991, 1998 og 2010. Heimildarmyndin Blackfish hafði mikil áhrif á aðsókn að sædýragörðum eins og t.d. Sea World í Bandaríkjunum, sem breytti um stefnu eftir mikinn þrýsting og hætti að kaupa og þjálfa nýja háhyrninga til skemmtunar. Loro Parque á Tenerife Sædýragarðurinn Loro Parque hefur margoft verið gagnrýndur fyrir slæma meðferð á háhyrningum. Myndskeið hafa sýnt að þjálfarar beita hörku og notast við ofbeldisfullar aðferðir til að stjórna dýrunum. Háhyrningar hafa dáið langt fyrir aldur fram þar sem að umhverfi þeirra í haldi manna hefur haft verulega slæm áhrif á heilsu þeirra, en náttúrulegur lífaldur háhyrninga er 60-70 ár en í sædýragörðum lifa þeir sjaldnast lengur en 30 ár. Dýrin sýna merki um streitu og sjálfskaðandi hegðun enda getur lítið manngert sundlaugarfangelsi með engu móti uppfyllt þeirra eðlislægu þarfir og er órafjarri þeirra náttúrulega heimkynnum. Keto hafði td. nagað steypta veggi sundlauganna og sargað niður tennur sínar á þeim og sást oft fljóta um án tilgangs—sennilega vegna leiða og þjáningar. Ekki er óalgengt að sjá háhyrning í örvæntingu sinni synda endurtekið í tilgangslausa hringi og berja höfði sínu í bakka sundlaugar. Hegðun sem ekki þekkist í náttúrunni. Það er sorglegt að horfa upp á það að Íslendingar flykkjast í Loro Parque á Tenerife til að dást að dýrum sem pínd eru til að gera kúnstir og haldið föngnum við óviðunandi aðstæður sem leiða til dauða þeirra langt fyrir aldur fram. Sú hrifining sem Magnús Hlynur fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis, lýsir í umfjöllun um garðinn er byggður á blekkingum. Við hvetjum samlanda okkar til að njóta sín í sólarfríi á ábyrgan máta og forðast sædýragarða. Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina. Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Aldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona. Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur. Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýragarðar Dýr Kanaríeyjar Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nýleg umfjöllun Vísis undir yfirskriftinni „Hann kann að dansa, maður minn!“ og „Höfrungar og háhyrningar að leik á Tenerife“ gefur tilefni til að minna fólk á dapurlegu tilveru þessa stórbrotnu dýra sem haldið er föngnum við óboðlegar aðstæður í dýragarðinum Loro Parque á Tenerife. Það sem íslenskir fjölmiðlar fjalla hinsvegar ekki um er, að í nóvember síðastliðinum dó háhyrningurinn Keto í Loro Parque og hann var fjórði háhyrningurinn sem deyr í garðinum á stuttum tíma, en dýravelferðarsamtök um allan heim hafa lengi gagnrýnt aðstæður dýranna í garðinum og biðlað til þeirra að gera betur eða sleppa dýrunum. Afkomandi íslenskra háhyrninga á Tenerife Íslendingar bera að miklum hluta ábyrgð á örlögum háhyrninga sem seldir eru til sædýragarða. Margir þeirra voru fangaðir við Íslandsstrendur á áttunda og níunda áratugnum, eins og td. móðir hans Keto, hún Kalina (f. 1985) afkomandi Katinu háhyrnings sem fönguð var við Ísland árið 1978. Keto sem fæddur var 1995 í Sea World í Flórída hafði verið látinn skemmta fólki í öllum sædýragörðum keðjunnar í Bandaríkjunum og var svo loks seldur til Loro Parque árið 2006. En Keto komst í heimsfréttirnar árið 2009 þegar hann drap þjálfara sinn. Hann hafði lifað alla sína ævi í sundlaugum sædýragarða og látinn gera kúnstir fyrir mat. Það er nefnilega ekki svo að háhyrningar hafi gaman af því að gera kúnstir eins og mörg halda, þeir eru sveltir þar til þeir hlýða og fá ekki að borða nema sýna kúnstir sínar fyrst. Það er ekki að undra að fréttamaður hafi hrifist af persónuleika, færni og fimi dýranna. Háhyrningar eru afar greind dýr sem mynda sterk fjölskyldu- og vinatengsl. Þeir tjá sig með háþróuðu tungumáli. Í náttúrunni lifa þeir í hópum sem fylgjast að ævilangt og ferðast langar vegalengdir saman. Hóparnir eru leiddir af elstu kvendýrunum þar sem að mömmur og ömmur miðla þekkingu um fæðuöflun, ferðaleiðir og helstu hættur til þeirra yngri. Háhyrningar búa yfir djúpri tilfinningagreind en þekkt er að þeir syrgja afkvæmi sín svo vikum skiptir. Hver fjölskylda hefur sína eigin menningu og sitt eigið tungumál sem ganga á milli kynslóða. Afkvæmum eru kenndar sérstakar veiðiaðferðir sem hver hópur hefur tileinkað sér. Þessir stórkostlegu eiginleikar ættu að fá hvern sem er til að hugsa sig tvisvar um hvort þeim þyki réttlætanlegt að halda þeim föngnum sem sýningardýr í vatns-sirkusi. Lærðum við ekki af örlögum Keikó? Ætla mætti að íslendingar myndu forðast sædýragarða eftir að hafa kynnst Keikó og hans sorglegu sögu. Keikó vann huga og hjörtu þjóðarinnar á tíunda áratugnum þegar ákveðið var að „fá hann aftur heim” og reyna að kenna honum að bjarga sér sjálfum í sjónum. Keikó var með boginn ugga sem er algengt hjá háhyrningum sem dvelja við ónáttúrulegar aðstæður og var það eitt af hans kennimerkjum. Keikó fæddist við Íslandsstrendur og var fangaður hér árið 1978. Hann sló í gegn í kvikmyndinni Free Willy (1993) og lék einnig í framhaldsmyndunum. Árið 1998 var Keikó fluttur aftur til Íslands til að bæta lífsgæði hans og undirbúa hann fyrir frelsi. Þjálfunin fór fram við Vestmannaeyjar og fylgdi honum hópur aðstoðarfólks. Í júlí 2002 töldu þjálfarar að hann væri tilbúinn fyrir frelsið. Í september 2002 var hann kominn til Noregs þar sem einmanna háhyrningurinn reyndi að hafa samskipti við íbúa og sýna þeim kúnstir. Háhyrningar eru hópdýr og þeir una sér ekki vel einir. Almenningi í Noregi var bannað að hafa samskipti við hann en íslenskur þjálfari hans, Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir líffræðingur fór út til Noregs til að sinna honum. Hún sagði frá kynnum sínum af Keikó og hans örlagaríku sögu í útvarpsþættinum „Í göngutúr með Keikó” í Lestinni síðastliðið haust, en Keikó greindist með lungnasjúkdóm 10. desember 2003 og lést tveimur dögum síðar. Heimildamyndin Blackfish Ekki er svo langt síðan að heimildarmyndin Blackfish olli miklu fjaðrafoki en fjallaði hún einmitt um háhyrninga í sædýragörðum. Þ.á.m. örlögum Tilikum sem einnig var fangaður við Íslandsstrendur, árið 1983, hafður í Sædýrasafninu í Hafnafirði í nokkur ár og svo seldur til Sea Land og loks Sea World. Tilikum náði á sinni 36 ára ævi að drepa þrjá af þjálfurum sínum, árin 1991, 1998 og 2010. Heimildarmyndin Blackfish hafði mikil áhrif á aðsókn að sædýragörðum eins og t.d. Sea World í Bandaríkjunum, sem breytti um stefnu eftir mikinn þrýsting og hætti að kaupa og þjálfa nýja háhyrninga til skemmtunar. Loro Parque á Tenerife Sædýragarðurinn Loro Parque hefur margoft verið gagnrýndur fyrir slæma meðferð á háhyrningum. Myndskeið hafa sýnt að þjálfarar beita hörku og notast við ofbeldisfullar aðferðir til að stjórna dýrunum. Háhyrningar hafa dáið langt fyrir aldur fram þar sem að umhverfi þeirra í haldi manna hefur haft verulega slæm áhrif á heilsu þeirra, en náttúrulegur lífaldur háhyrninga er 60-70 ár en í sædýragörðum lifa þeir sjaldnast lengur en 30 ár. Dýrin sýna merki um streitu og sjálfskaðandi hegðun enda getur lítið manngert sundlaugarfangelsi með engu móti uppfyllt þeirra eðlislægu þarfir og er órafjarri þeirra náttúrulega heimkynnum. Keto hafði td. nagað steypta veggi sundlauganna og sargað niður tennur sínar á þeim og sást oft fljóta um án tilgangs—sennilega vegna leiða og þjáningar. Ekki er óalgengt að sjá háhyrning í örvæntingu sinni synda endurtekið í tilgangslausa hringi og berja höfði sínu í bakka sundlaugar. Hegðun sem ekki þekkist í náttúrunni. Það er sorglegt að horfa upp á það að Íslendingar flykkjast í Loro Parque á Tenerife til að dást að dýrum sem pínd eru til að gera kúnstir og haldið föngnum við óviðunandi aðstæður sem leiða til dauða þeirra langt fyrir aldur fram. Sú hrifining sem Magnús Hlynur fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis, lýsir í umfjöllun um garðinn er byggður á blekkingum. Við hvetjum samlanda okkar til að njóta sín í sólarfríi á ábyrgan máta og forðast sædýragarða. Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina. Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Aldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona. Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur. Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun