Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar 4. mars 2025 09:47 Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins. Fyrir nemendur skiptir miklu máli að stúdentum standi til boða bæði gott nám og raunverulegur stuðningur og aðstaða til að helga sig námi sínu. Ég heiti því að standa vörð um og tryggja þessi sjálfsögðu réttindi. Því miður hafa stjórnvöld hvorki fjárfest í háskólum né háskólanámi með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar. Við sem brennum fyrir starfi háskóla og háskólanámi verðum því að berjast ótrauð fyrir því að það breytist. Íslenskir háskólar fá þriðjungi minna fjármagn til að mennta hvern háskólanema en aðrir háskólar á Norðurlöndunum. Það munar um minna. Við verðum að velta upp þeirri spurningu hvers vegna svo sé. Á Norðurlöndunum setja stjórnvöld að auki fjármagn í nám háskólastúdenta með öflugu styrkja- og lánakerfi. Þetta er gert vegna þess að háskólanám er mikilvægur drifkraftur breytinga og vegna þess að nám er full vinna. Þessar þjóðir vilja þannig tryggja að háskólanemar fái stuðning og aðstöðu til þess að geta helgað sig háskólanámi af fullum krafti og efli þannig samfélög sín til framtíðar. Nemendur og kennarar þurfa að standa saman og krefjast betri fjármögnunar háskóla og háskólanáms á Íslandi. Það er fjárfesting til framtíðar og fjárfesting í ykkar framtíð. Háskóli Íslands hefur alla burði til að vaxa og dafna á næstu árum ef betri fjármögnun verður tryggð. Háskólanám stendur á styrkum stoðum en mikilvægt er að bæta aðstöðu og inniviði og einnig að tryggja að þið getið helgað ykkur náminu með öflugu styrkja- og námslánakerfi. Tryggar samgöngur skipta nemendur líka máli. Mikilvægt er að huga að þeim með sannfærandi hætti. Við sem kennum við Háskóla Íslands þurfum að leggja okkur fram um að efla gæði kennslunnar enn frekar. Við þurfum að hlusta á nemendur en þeir eru best til þess fallnir að meta gæði kennslunnar. Ég kalla því eftir rödd nemenda, vil hlusta á hugmyndir ykkar sem og gagnrýni og veita henni fulla athygli. Nái ég kjöri sem rektor verð ég málsvari háskóla og háskólanáms, nemenda jafnt sem kennara, og heiti því að berjast af fullu afli fyrir Háskóla Íslands, sameiginlegu hagsmunamáli okkar. Þið getið treyst því. Ég bið því um ykkar stuðning í rektorskjöri Háskólans! Höfundur er prófessor við Læknadeild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Karl Magnússon Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins. Fyrir nemendur skiptir miklu máli að stúdentum standi til boða bæði gott nám og raunverulegur stuðningur og aðstaða til að helga sig námi sínu. Ég heiti því að standa vörð um og tryggja þessi sjálfsögðu réttindi. Því miður hafa stjórnvöld hvorki fjárfest í háskólum né háskólanámi með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar. Við sem brennum fyrir starfi háskóla og háskólanámi verðum því að berjast ótrauð fyrir því að það breytist. Íslenskir háskólar fá þriðjungi minna fjármagn til að mennta hvern háskólanema en aðrir háskólar á Norðurlöndunum. Það munar um minna. Við verðum að velta upp þeirri spurningu hvers vegna svo sé. Á Norðurlöndunum setja stjórnvöld að auki fjármagn í nám háskólastúdenta með öflugu styrkja- og lánakerfi. Þetta er gert vegna þess að háskólanám er mikilvægur drifkraftur breytinga og vegna þess að nám er full vinna. Þessar þjóðir vilja þannig tryggja að háskólanemar fái stuðning og aðstöðu til þess að geta helgað sig háskólanámi af fullum krafti og efli þannig samfélög sín til framtíðar. Nemendur og kennarar þurfa að standa saman og krefjast betri fjármögnunar háskóla og háskólanáms á Íslandi. Það er fjárfesting til framtíðar og fjárfesting í ykkar framtíð. Háskóli Íslands hefur alla burði til að vaxa og dafna á næstu árum ef betri fjármögnun verður tryggð. Háskólanám stendur á styrkum stoðum en mikilvægt er að bæta aðstöðu og inniviði og einnig að tryggja að þið getið helgað ykkur náminu með öflugu styrkja- og námslánakerfi. Tryggar samgöngur skipta nemendur líka máli. Mikilvægt er að huga að þeim með sannfærandi hætti. Við sem kennum við Háskóla Íslands þurfum að leggja okkur fram um að efla gæði kennslunnar enn frekar. Við þurfum að hlusta á nemendur en þeir eru best til þess fallnir að meta gæði kennslunnar. Ég kalla því eftir rödd nemenda, vil hlusta á hugmyndir ykkar sem og gagnrýni og veita henni fulla athygli. Nái ég kjöri sem rektor verð ég málsvari háskóla og háskólanáms, nemenda jafnt sem kennara, og heiti því að berjast af fullu afli fyrir Háskóla Íslands, sameiginlegu hagsmunamáli okkar. Þið getið treyst því. Ég bið því um ykkar stuðning í rektorskjöri Háskólans! Höfundur er prófessor við Læknadeild.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun