Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar 5. mars 2025 13:31 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi. Dagurinn á rætur að rekja til baráttu verkakvenna fyrir bættum kjörum í byrjun síðustu aldar. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar var mikill samtakamáttur meðal kvenna gegn stríði og fasisma. Á Íslandi voru stofnuð kvennasamtök, MFÍK, sem höfðu að markmiði að stuðla að alheimsfriði og afvopnun. “Aldrei aftur”skyldi hryllingurinn endurtaka sig. Um allan heim hafa konur verið leiðandi í friðarbaráttunni, líklega vegna þess að við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Nú um stundir geysa hræðileg stríð með öllu sem því tilheyrir, fólk missir líf og ættingja, hrekst frá heimkynnum sínum og upplifir ofbeldi og hungursneyðir. Nýlendustefnan sem við lásum um í sögubókum er því miður enn í tísku hjá helstu bandamönnum Íslands. Löndin sem við erum í hvað mestu samstarfi við hamast við að réttlæta glæpi gegn mannkyni og jafnvel styðja með vopnasendingum sbr. árásirnar á Gaza. En Íslendingar eru friðelskandi þjóð. Við höfum aldrei rekið her og ekki hernumið önnur lönd. Við höfum hins vegar verið hersett og erlendi herinn í landinu hefur aldrei farið algjörlega. Um þessar mundir á sér stað á Íslandi mikil hernaðarleg uppbygging sem gerir æ fleiri erlendum hermönnum kleift að dvelja á landinu. Drápstól eru prófuð og notkun þeirra æfð víða um land og kringum landið sveima kjarnorkuknúnir bátar. Í bakgrunni hótar heimsveldið sem hefur bækistöðvar hér, að gera okkar næsta nágranna að nýlendu til að hirða auðlindir landsins af fólkinu sem þar býr. Og ekki nóg með það að landið okkar sé lagt undir hermenn og heræfingar þá eru vopn fjármögnuð af ríkisstjórn Íslands og send á vígvöllinn í Úkraínu í óþökk þjóðarinnar. Ákall til kvenna við völd Konur eru leiðandi í friðarbaráttunni og oft er bent á að það séu karlmenn sem efna til stríða en stríð hafi ekki síst áhrif á konur og börn. Aldrei áður hafa jafn margar konur verið við völd á Íslandi og því kjörið tækifæri til að setja friðarmál á dagskrá! Sérstaklega er mér hugsað til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta, en það eru margar fleiri konur í valdastöðum sem hafa tækifæri til að beita rödd sinni fyrir friði og réttlæti. Ekki láta ákvarðanir ykkar stjórnast af hagsmunum hergagnaframleiðenda. Finnið hugrekki til að stuðla að heimi þar sem raunverulegt öryggi ríkir! Við krefjumst þess að ráðamenn þessa lands (sem upp til hópa eru konur) beiti sér fyrir alheimsfriði og afvopnun. Því svo lengi sem konur heimsins búa við örbirgð og ofbeldi, verðum við ekki öruggar. Fjölmennum á baráttufund gegn hernaði og nýlenduhyggju í Iðnó þann 8. mars! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Jafnréttismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi. Dagurinn á rætur að rekja til baráttu verkakvenna fyrir bættum kjörum í byrjun síðustu aldar. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar var mikill samtakamáttur meðal kvenna gegn stríði og fasisma. Á Íslandi voru stofnuð kvennasamtök, MFÍK, sem höfðu að markmiði að stuðla að alheimsfriði og afvopnun. “Aldrei aftur”skyldi hryllingurinn endurtaka sig. Um allan heim hafa konur verið leiðandi í friðarbaráttunni, líklega vegna þess að við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Nú um stundir geysa hræðileg stríð með öllu sem því tilheyrir, fólk missir líf og ættingja, hrekst frá heimkynnum sínum og upplifir ofbeldi og hungursneyðir. Nýlendustefnan sem við lásum um í sögubókum er því miður enn í tísku hjá helstu bandamönnum Íslands. Löndin sem við erum í hvað mestu samstarfi við hamast við að réttlæta glæpi gegn mannkyni og jafnvel styðja með vopnasendingum sbr. árásirnar á Gaza. En Íslendingar eru friðelskandi þjóð. Við höfum aldrei rekið her og ekki hernumið önnur lönd. Við höfum hins vegar verið hersett og erlendi herinn í landinu hefur aldrei farið algjörlega. Um þessar mundir á sér stað á Íslandi mikil hernaðarleg uppbygging sem gerir æ fleiri erlendum hermönnum kleift að dvelja á landinu. Drápstól eru prófuð og notkun þeirra æfð víða um land og kringum landið sveima kjarnorkuknúnir bátar. Í bakgrunni hótar heimsveldið sem hefur bækistöðvar hér, að gera okkar næsta nágranna að nýlendu til að hirða auðlindir landsins af fólkinu sem þar býr. Og ekki nóg með það að landið okkar sé lagt undir hermenn og heræfingar þá eru vopn fjármögnuð af ríkisstjórn Íslands og send á vígvöllinn í Úkraínu í óþökk þjóðarinnar. Ákall til kvenna við völd Konur eru leiðandi í friðarbaráttunni og oft er bent á að það séu karlmenn sem efna til stríða en stríð hafi ekki síst áhrif á konur og börn. Aldrei áður hafa jafn margar konur verið við völd á Íslandi og því kjörið tækifæri til að setja friðarmál á dagskrá! Sérstaklega er mér hugsað til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta, en það eru margar fleiri konur í valdastöðum sem hafa tækifæri til að beita rödd sinni fyrir friði og réttlæti. Ekki láta ákvarðanir ykkar stjórnast af hagsmunum hergagnaframleiðenda. Finnið hugrekki til að stuðla að heimi þar sem raunverulegt öryggi ríkir! Við krefjumst þess að ráðamenn þessa lands (sem upp til hópa eru konur) beiti sér fyrir alheimsfriði og afvopnun. Því svo lengi sem konur heimsins búa við örbirgð og ofbeldi, verðum við ekki öruggar. Fjölmennum á baráttufund gegn hernaði og nýlenduhyggju í Iðnó þann 8. mars! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun