Endurgreiðslur til LÍN notaðar til að fjármagna Menntasjóðinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2025 10:15 Logi Einarsson háskólaráðherra vissi ekki af þrjátíu milljörðum, sem safnast hafa upp á reikningum Menntasjóðs námsmanna, þegar fréttastofa innti hann eftir upplýsingum í síðustu viku. Fjallað er um fjármagnið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar. Vorið 2019 samþykkti Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna, MSNM, sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn hætti þá að veita lán en er enn til, þar sem mikill fjöldi fólks sem fékk lán hjá LÍN á sínum tíma er enn að greiða þau til baka. Samkvæmt lögum er Menntasjóði eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gegnum endurgreiðslur námslána, ríkisframlag og lánsfé, en komið hefur í ljós að útlánin hafi meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé LÍN. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjörutíu milljarðar króna, endurgreiðslur lána, farið af reikningum LÍN í útlán MSNM. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði safnast upp á reikiningum MSNM, þar sem nú má finna um þrjátíu milljarða króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftirspurn eftir námslánum minnkað Fjallað er um það í Morgunblaðinu í morgun að þrjátíu milljarðar króna, í eigu ríkisins, liggi á bankabókum MSNM hjá viðskptabönkunum og á sama tíma nemi óhagstæð lán ríkisins í formi útistandandi ríkisvíxla um 200 milljörðum. Fjallað er um málið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru á þriðjudag. Þar eru lagðar til breytingar á lausafjárstýringu hjá ríkinu. „Ríkissjóður á töuvert mikið af inneignum í viðskiptabönkum á sama tíma og hann fjármagnar sig á lánum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur náð fram mikillli hagræðingu með breyttu verklagi í samvinnu Fjársýslu ríkisins og Seðlabanka Íslands. Sérstaklega þarf að skoða lausafé Menntasjóðs námsmanna,“ segir í glærupakka starfshópsins. Haft er eftir Birni Inga Victorssyni í umfjöllun Morgunblaðsins að innistæðurnar séu tilkomnar vegna offjármögnunar Lánasjóðs íslenskra námsmanna en eftirspurn eftir námslánum hafi minnkað töluvert síðustu ár. „Ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ Fréttastofu hafði borist málið til eyrna í síðustu viku og að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fram fór í Reykjanesbæ, var Logi Einarsson, háskólaráðherra, inntur eftir svörum um málið. Logi hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt, um breytingar á lögum um Menntasjóðinn og kemur fram í umsögn um breytingarnar: „...frá gildistöku laganna hafa útlán sjóðsins meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé eldra lánasafns sjóðsins, þ.e. Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).“ „Það er skýrt í lögum að það á að fjármagna nýja sjóðinn, sem var settur á stofn fyrir nokkrum árum, með endurláni úr ríkissjóði. Síðan hafa verið að safnast upp peningar því fólk hefur verið að greiða til baka inn í gamla sjóðinn, gömul námslán. Sá aur á með réttu að fara til ríkissjóðs, þetta eru um 30 milljarðar króna og svo kannski fimm milljarðar á næstu árum,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu og skýrði að lán til þeirra sem fái lán hjá MSNM eigi þannig að vera fjármögnuð beint úr ríkissjóði. Hafa þá fjármunir verið að safnast upp hjá sjóðnum, sem hefðu átt að fara í útlán? „Nei, öfugt. Það eru í raun endurgreiðslur í gamla kerfið, sem hefðu átt að fara í ríkissjóð og munu fara þangað og nýi menntasjóðurinn á að fjármagna sig með framlögum úr ríkissjóði. Þetta er tæknilegt atriði.“ Fjármunir eru þá ekki að safnast einhvers staðar upp? „Nei, nei ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ sagði Logi. Eins og ég heyrði þetta var verið að fjármagna útlán hjá Menntasjóðnum með endurgreiðslunum en á sama tíma hefði verið að koma fjármagn frá ríkissjóði sem hefði verið að safnast upp inni á reikningum Menntasjóðsins. „Ég held ekki.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Vorið 2019 samþykkti Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna, MSNM, sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn hætti þá að veita lán en er enn til, þar sem mikill fjöldi fólks sem fékk lán hjá LÍN á sínum tíma er enn að greiða þau til baka. Samkvæmt lögum er Menntasjóði eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gegnum endurgreiðslur námslána, ríkisframlag og lánsfé, en komið hefur í ljós að útlánin hafi meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé LÍN. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjörutíu milljarðar króna, endurgreiðslur lána, farið af reikningum LÍN í útlán MSNM. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði safnast upp á reikiningum MSNM, þar sem nú má finna um þrjátíu milljarða króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftirspurn eftir námslánum minnkað Fjallað er um það í Morgunblaðinu í morgun að þrjátíu milljarðar króna, í eigu ríkisins, liggi á bankabókum MSNM hjá viðskptabönkunum og á sama tíma nemi óhagstæð lán ríkisins í formi útistandandi ríkisvíxla um 200 milljörðum. Fjallað er um málið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru á þriðjudag. Þar eru lagðar til breytingar á lausafjárstýringu hjá ríkinu. „Ríkissjóður á töuvert mikið af inneignum í viðskiptabönkum á sama tíma og hann fjármagnar sig á lánum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur náð fram mikillli hagræðingu með breyttu verklagi í samvinnu Fjársýslu ríkisins og Seðlabanka Íslands. Sérstaklega þarf að skoða lausafé Menntasjóðs námsmanna,“ segir í glærupakka starfshópsins. Haft er eftir Birni Inga Victorssyni í umfjöllun Morgunblaðsins að innistæðurnar séu tilkomnar vegna offjármögnunar Lánasjóðs íslenskra námsmanna en eftirspurn eftir námslánum hafi minnkað töluvert síðustu ár. „Ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ Fréttastofu hafði borist málið til eyrna í síðustu viku og að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fram fór í Reykjanesbæ, var Logi Einarsson, háskólaráðherra, inntur eftir svörum um málið. Logi hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt, um breytingar á lögum um Menntasjóðinn og kemur fram í umsögn um breytingarnar: „...frá gildistöku laganna hafa útlán sjóðsins meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé eldra lánasafns sjóðsins, þ.e. Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).“ „Það er skýrt í lögum að það á að fjármagna nýja sjóðinn, sem var settur á stofn fyrir nokkrum árum, með endurláni úr ríkissjóði. Síðan hafa verið að safnast upp peningar því fólk hefur verið að greiða til baka inn í gamla sjóðinn, gömul námslán. Sá aur á með réttu að fara til ríkissjóðs, þetta eru um 30 milljarðar króna og svo kannski fimm milljarðar á næstu árum,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu og skýrði að lán til þeirra sem fái lán hjá MSNM eigi þannig að vera fjármögnuð beint úr ríkissjóði. Hafa þá fjármunir verið að safnast upp hjá sjóðnum, sem hefðu átt að fara í útlán? „Nei, öfugt. Það eru í raun endurgreiðslur í gamla kerfið, sem hefðu átt að fara í ríkissjóð og munu fara þangað og nýi menntasjóðurinn á að fjármagna sig með framlögum úr ríkissjóði. Þetta er tæknilegt atriði.“ Fjármunir eru þá ekki að safnast einhvers staðar upp? „Nei, nei ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ sagði Logi. Eins og ég heyrði þetta var verið að fjármagna útlán hjá Menntasjóðnum með endurgreiðslunum en á sama tíma hefði verið að koma fjármagn frá ríkissjóði sem hefði verið að safnast upp inni á reikningum Menntasjóðsins. „Ég held ekki.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“