Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2025 10:24 Ráðleggingar um ósannreyndar meðferðir eins og hnykkingar og liðlosun geta seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð við algengum einkennum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára. Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem IFOMPT, heimssamtök sérfræðinga í greiningu og meðferði stoðkerfis, og IOPTP, heimssamtök barnasjúkraþjálfara, standa að. Mælt er gegn allri notkun liðlosunar og hnykkmeðferða við meðhöndlun ungbarna, allt að tveggja ára, óháð því hvort hún tengist stoðkerfiseinkennum eða ekki. Fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára almennt telja sjúkraþjálfarar liðlosun og hnykkingar ekki viðeigandi meðferð við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi. Nefna þeir þar meðal annars ungbarnakveisu, vandamál tengd brjóstagjöf, eyrnabólgu, ADHD, astma og einhverfutengd einkenni svo eitthvað sé nefnt. Dæmi eru um að íslensk fyrirtæki auglýsi hnykkingar á börnum til þess að bæta svefn, styrkja ónæmiskerfi, minnka kveisu og bæta brjóstagjöf. Rannsóknir sýna ekki fram á gagnsemi þessara meðferða. Þvert á móti sýna rannsóknirnar að það sé beinlínis ekki gagn í þeim við tilteknum einkennum, samkvæmt ráðleggingum Félags sjúkraþjálfara. Þá sé áhætta fólgin í meðferðunum. Tilgátur um gagnsemi meðferðanna við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi séu ekki studdar rannsóknum. Félagið telur mikilvægt að líta til aldurs og einkenna þeirra sem fara í hnykk- eða liðlosunarmeðferð við stoðkerfiseinkennum. Það mælir gegn notkun þeirra meðferða í mjóbaki og hálsi barna á aldrinum tveggja til tólf ára. Meðhönldun barna og unglinga þurfi að byggja á rökstuddu klínísku mati heilbrigðisstarfsfólks. Aðeins viðurkennt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið menntun, klíníska þjálfun og tilskilin réttindi ætti að beita liðlosun og hnykkmeðferð að mati Félags sjúkraþjálfara. Getur seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð Bein alvarleg skaðleg áhrif liðlosunar og hnykkmeferða eru sögð sjaldgæf en vægari áhrif algengari. Hins vegar segir sjúkraþjálfarafélagið að huga þurfi að mögulegum óbeinum skaðlegum áhrifum þess að veita eða ráðleggja meðferð sem byggist ekki á bestu þekkingu og rannsóknum á hverjum tíma. Þau geti einkum falist í seinkun á réttri greiningu og meðferð. Þannig nefnir félagið að fjöldi ungbarna fái ekki viðeigandi meðferð og greiningu við algengum einkennum eins og ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu á Íslandi. Af um 400 börnum fái að minnsta kosti tíu til fimmtán prósent ekki fullnægjandi ráðleggingar eða rétta meðferð á réttum tíma. Hefjist viðeigandi meðferð of seint sé hún tímafrekari og líkurnar á fullum bata minnki auk þess sem líkur á kostnaðarsamara inngripi aukist. Fái ungbörn viðeigandi meðferð og foreldrar fræðslu á fyrstu þremur til fjórum mánuðum í lífi barnanna nái langstærsti hluti þeirra fullum bara án umfangsmikillar meðferðar. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem IFOMPT, heimssamtök sérfræðinga í greiningu og meðferði stoðkerfis, og IOPTP, heimssamtök barnasjúkraþjálfara, standa að. Mælt er gegn allri notkun liðlosunar og hnykkmeðferða við meðhöndlun ungbarna, allt að tveggja ára, óháð því hvort hún tengist stoðkerfiseinkennum eða ekki. Fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára almennt telja sjúkraþjálfarar liðlosun og hnykkingar ekki viðeigandi meðferð við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi. Nefna þeir þar meðal annars ungbarnakveisu, vandamál tengd brjóstagjöf, eyrnabólgu, ADHD, astma og einhverfutengd einkenni svo eitthvað sé nefnt. Dæmi eru um að íslensk fyrirtæki auglýsi hnykkingar á börnum til þess að bæta svefn, styrkja ónæmiskerfi, minnka kveisu og bæta brjóstagjöf. Rannsóknir sýna ekki fram á gagnsemi þessara meðferða. Þvert á móti sýna rannsóknirnar að það sé beinlínis ekki gagn í þeim við tilteknum einkennum, samkvæmt ráðleggingum Félags sjúkraþjálfara. Þá sé áhætta fólgin í meðferðunum. Tilgátur um gagnsemi meðferðanna við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi séu ekki studdar rannsóknum. Félagið telur mikilvægt að líta til aldurs og einkenna þeirra sem fara í hnykk- eða liðlosunarmeðferð við stoðkerfiseinkennum. Það mælir gegn notkun þeirra meðferða í mjóbaki og hálsi barna á aldrinum tveggja til tólf ára. Meðhönldun barna og unglinga þurfi að byggja á rökstuddu klínísku mati heilbrigðisstarfsfólks. Aðeins viðurkennt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið menntun, klíníska þjálfun og tilskilin réttindi ætti að beita liðlosun og hnykkmeðferð að mati Félags sjúkraþjálfara. Getur seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð Bein alvarleg skaðleg áhrif liðlosunar og hnykkmeferða eru sögð sjaldgæf en vægari áhrif algengari. Hins vegar segir sjúkraþjálfarafélagið að huga þurfi að mögulegum óbeinum skaðlegum áhrifum þess að veita eða ráðleggja meðferð sem byggist ekki á bestu þekkingu og rannsóknum á hverjum tíma. Þau geti einkum falist í seinkun á réttri greiningu og meðferð. Þannig nefnir félagið að fjöldi ungbarna fái ekki viðeigandi meðferð og greiningu við algengum einkennum eins og ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu á Íslandi. Af um 400 börnum fái að minnsta kosti tíu til fimmtán prósent ekki fullnægjandi ráðleggingar eða rétta meðferð á réttum tíma. Hefjist viðeigandi meðferð of seint sé hún tímafrekari og líkurnar á fullum bata minnki auk þess sem líkur á kostnaðarsamara inngripi aukist. Fái ungbörn viðeigandi meðferð og foreldrar fræðslu á fyrstu þremur til fjórum mánuðum í lífi barnanna nái langstærsti hluti þeirra fullum bara án umfangsmikillar meðferðar.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira