Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. mars 2025 09:33 Elizabeth G. Oyer segist hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson sem hann missti eftir að hafa verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi. Degi síðar hafi hún misst vinnuna. DOJ/Getty Náðunarfulltrúi dómsmálaráðuneytisins var rekinn degi eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson, yfirlýsts stuðningsmanns Donalds Trump, en hann var sviptur því árið 2011 vegna heimilisofbeldisdóms. Ráðuneytið segir brottrekstur fulltrúans ekki tengjast Gibson. Náðunarfulltrúi (e. pardon attorney) er ópólitískt embætti sem fer með stjórn mála sem tengjast náðunum forsetans og hefur Elizabeth G. Oyer setið í embættinu frá því Joe Biden skipaði hana árið 2022. Oyer sagðist í samtali við New York Times hafa verið að vinna að því í síðustu viku að veita fólki aftur skotvopnaleyfi sem það hafði misst eftir að hafa verið sakfellt fyrir glæpi. Lögum samkvæmt mega dæmdir glæpamenn ekki kaupa eða eiga byssur en ráðuneytið hefur völd til þess að yfirstíga þá hindrun. Starfshópur á skrifstofu Oyer hafi upphaflega búið til lista með 95 einstaklingum sem áttu að fá skotvopnaleyfið sitt aftur. Þar hafi aðallega verið einstaklingar með áratugagamla dóma sem hafi óskað eftir því að fá leyfi sitt að nýju og voru taldir ólíklegir til að brjóta aftur af sér. Todd Blanche var verjandi Trump þegar hann var sakaður um að hafa falsað viðskiptaskjöl til að fela greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels. Blanche var skipaður aðstoðardómsmálaráðherra í síðustu viku.AP/Dave Sanders Sá listi var sendur á skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra, Todd Blanche, sem fækkaði nöfnunum úr 95 niður í níu. Oyer segist síðan hafa verið beðin um að gera minnisblað þar sem mælt væri með að þessir níu einstaklingar fengju vopnaleyfi að nýju. Hún hafi gert það fimmtudaginn 6. mars og skömmu síðar fengið aðra beiðni um að bæta einu nafni á listann, Mel Gibson. Persónulegt samband við Trump væri nægur grundvöllur Með beiðninni um viðbót Gibson segir Oyer að hafi fylgt bréf frá lögfræðingi leikarans sem hann hafði sent á tvo háttsetta embættismenn innan ráðuneytisins, James R. McHenry III og Emil Bove III, í janúar. Lögfræðingurinn talaði fyrir því í bréfinu að Gibson fengi aftur skotvopnaleyfið, hann hefði verið skipaður í Hollywood-sendinefnd af Trump og hefði gert fjölda stórra vinsælla mynda. Þann 16. janúar, fjórum dögum áður en Trump tók við forsetaembættinu, skipaði hann Gibson, Sylvester Stallone og Jon Voight sem „sérstaka sendiherra að hinum mikla en bágstadda stað, Hollywood í Kaliforníu.“ Stallone, Voight og Gibson voru allir skipaðir í sérstaka Hoolywood-nefnd Trump.Getty Oyer sagði það að gefa fólki byssur sem hefði gerst sekt um heimilisofbeldi ekki vera eitthvað sem hún gæti auðveldlega mælt með. Því gætu fylgdu raunverulegar afleiðingar þegar fólk með sögu af heimilisofbeldi hefði umráð yfir byssum. Hún hafi því lýst andstöðu sinni við að bæta nafni Gibson á listann. Fulltrúi af skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra hafi þá spurt hana hvort hún væri „sveigjanleg“. Þegar hún sagðist ekki vera það hafi fulltrúinn skipt um gír úr vinalegum í yfirlætislegan og loks yfirgangssaman. Hann hafi síðan útskýrt fyrir henni að Mel Gibson ætti persónulegt samband við Trump sem ætti að vera nægilegur grundvöllur fyrir því að hún mælti fyrir endurnýjun leyfisins og það væri best fyrir hana að gera það. Ákvörðunin hafi gert út um hana Oyer lýsir því hvernig hún hafi ekki getað sofið eftir samtalið meðvituð um að hún þyrfti annað hvort að gefa eftir og fara gegn eigin siðferði eða missa vinnuna. Á föstudeginum í síðustu viku, degi eftir ákvörðun hennar, var hún síðan rekin ásamt einum öðrum háttsettum embætti ráðuneytisins. The Times segir tvo nafnlausa heimildarmenn hafa staðfest frásögn Oyer af atburðunum. Kash Patel og Mel Gibson saman að horfa á UFC-bardaga. „Ég trúi þessu ekki en ég held í alvörunni að Mel Gibson muni verða mér til falls,“ segir Times að Oyer hafi sagt við kollega sinn. Hún telur að ráðuneytið muni á næstunni tilkynna hverjir fá endurnýjað skotvopnaleyfi en sú tilkynning hefur ekki enn borist. Á laugardaginn sást til Gibson á bardaga UFC í Las Vegas með Kash Patel, nýskipuðum forstjóra FBI. Dana White, forseti UFC, lýsti því yfir á viðburðinum að Patel væri „dauðans alvara“ um að fá starfsfólk UFC til að þjálfa starfsmenn Alríkislögreglunnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Náðunarfulltrúi (e. pardon attorney) er ópólitískt embætti sem fer með stjórn mála sem tengjast náðunum forsetans og hefur Elizabeth G. Oyer setið í embættinu frá því Joe Biden skipaði hana árið 2022. Oyer sagðist í samtali við New York Times hafa verið að vinna að því í síðustu viku að veita fólki aftur skotvopnaleyfi sem það hafði misst eftir að hafa verið sakfellt fyrir glæpi. Lögum samkvæmt mega dæmdir glæpamenn ekki kaupa eða eiga byssur en ráðuneytið hefur völd til þess að yfirstíga þá hindrun. Starfshópur á skrifstofu Oyer hafi upphaflega búið til lista með 95 einstaklingum sem áttu að fá skotvopnaleyfið sitt aftur. Þar hafi aðallega verið einstaklingar með áratugagamla dóma sem hafi óskað eftir því að fá leyfi sitt að nýju og voru taldir ólíklegir til að brjóta aftur af sér. Todd Blanche var verjandi Trump þegar hann var sakaður um að hafa falsað viðskiptaskjöl til að fela greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels. Blanche var skipaður aðstoðardómsmálaráðherra í síðustu viku.AP/Dave Sanders Sá listi var sendur á skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra, Todd Blanche, sem fækkaði nöfnunum úr 95 niður í níu. Oyer segist síðan hafa verið beðin um að gera minnisblað þar sem mælt væri með að þessir níu einstaklingar fengju vopnaleyfi að nýju. Hún hafi gert það fimmtudaginn 6. mars og skömmu síðar fengið aðra beiðni um að bæta einu nafni á listann, Mel Gibson. Persónulegt samband við Trump væri nægur grundvöllur Með beiðninni um viðbót Gibson segir Oyer að hafi fylgt bréf frá lögfræðingi leikarans sem hann hafði sent á tvo háttsetta embættismenn innan ráðuneytisins, James R. McHenry III og Emil Bove III, í janúar. Lögfræðingurinn talaði fyrir því í bréfinu að Gibson fengi aftur skotvopnaleyfið, hann hefði verið skipaður í Hollywood-sendinefnd af Trump og hefði gert fjölda stórra vinsælla mynda. Þann 16. janúar, fjórum dögum áður en Trump tók við forsetaembættinu, skipaði hann Gibson, Sylvester Stallone og Jon Voight sem „sérstaka sendiherra að hinum mikla en bágstadda stað, Hollywood í Kaliforníu.“ Stallone, Voight og Gibson voru allir skipaðir í sérstaka Hoolywood-nefnd Trump.Getty Oyer sagði það að gefa fólki byssur sem hefði gerst sekt um heimilisofbeldi ekki vera eitthvað sem hún gæti auðveldlega mælt með. Því gætu fylgdu raunverulegar afleiðingar þegar fólk með sögu af heimilisofbeldi hefði umráð yfir byssum. Hún hafi því lýst andstöðu sinni við að bæta nafni Gibson á listann. Fulltrúi af skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra hafi þá spurt hana hvort hún væri „sveigjanleg“. Þegar hún sagðist ekki vera það hafi fulltrúinn skipt um gír úr vinalegum í yfirlætislegan og loks yfirgangssaman. Hann hafi síðan útskýrt fyrir henni að Mel Gibson ætti persónulegt samband við Trump sem ætti að vera nægilegur grundvöllur fyrir því að hún mælti fyrir endurnýjun leyfisins og það væri best fyrir hana að gera það. Ákvörðunin hafi gert út um hana Oyer lýsir því hvernig hún hafi ekki getað sofið eftir samtalið meðvituð um að hún þyrfti annað hvort að gefa eftir og fara gegn eigin siðferði eða missa vinnuna. Á föstudeginum í síðustu viku, degi eftir ákvörðun hennar, var hún síðan rekin ásamt einum öðrum háttsettum embætti ráðuneytisins. The Times segir tvo nafnlausa heimildarmenn hafa staðfest frásögn Oyer af atburðunum. Kash Patel og Mel Gibson saman að horfa á UFC-bardaga. „Ég trúi þessu ekki en ég held í alvörunni að Mel Gibson muni verða mér til falls,“ segir Times að Oyer hafi sagt við kollega sinn. Hún telur að ráðuneytið muni á næstunni tilkynna hverjir fá endurnýjað skotvopnaleyfi en sú tilkynning hefur ekki enn borist. Á laugardaginn sást til Gibson á bardaga UFC í Las Vegas með Kash Patel, nýskipuðum forstjóra FBI. Dana White, forseti UFC, lýsti því yfir á viðburðinum að Patel væri „dauðans alvara“ um að fá starfsfólk UFC til að þjálfa starfsmenn Alríkislögreglunnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira