Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. mars 2025 12:33 Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda. Við vorum nokkrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem kvöddum okkur hljóðs og lýstum yfir stuðningi okkar við málaflokkinn og ánægju með aðkomu ríkisvaldsins að honum. Enda þótt ekki sé um stóran hóp barna að ræða sem glímir við fjölþættan vanda, þarfnast hann víðtækra úrræða bæði til lengri og skemmri tíma. Það hefur reynst sveitarfélögum erfitt að þjóna þessum hópi svo vel sé. Mörg barnanna þarfnast þriðja stigs þjónustu. Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Barn með fjölþættan vanda kann að hafa þörf fyrir viðamikið úrræði s.s. vistun utan heimilis tímabundið og því flókið fyrir sveitarfélög að setja á fót úrræði fyrir svo umfangsmikla þjónustu tímabundið og hvað þá að halda úti slíku úrræði í lengri tíma. Það er ákveðinn hluti foreldra sem getur ekki verið með börn sín heima sem glíma við svo flókinn vanda þrátt fyrir ríkan vilja. Vísað er í tiltölulega nýlega í skýrslu stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Í henni eru að finna tillögur um úrræðin, fyrirkomulag þjónustunnar og tillögur um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Í dag er til talsvert af skammtímaúrræðum sem börn með fjölþættan vanda hafa farið í gegnum en þar sem vandinn er viðvarandi er kannski viðbúið að slík skammtímaúrræði skili ekki tilætluðum árangri. Því ber að fagna að ríkisstjórnin undirbúi nú breytingar og aðgerðir í þessum málum. Þegar ábyrgð og framkvæmd þjónustunnar verður kominn á einn aðila aukast möguleikarnir á að ná fram skynsamlegri nýtingu á störfum sérfræðinga og fjármuna fyrir svo viðkvæman hóp barna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Börn og uppeldi Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda. Við vorum nokkrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem kvöddum okkur hljóðs og lýstum yfir stuðningi okkar við málaflokkinn og ánægju með aðkomu ríkisvaldsins að honum. Enda þótt ekki sé um stóran hóp barna að ræða sem glímir við fjölþættan vanda, þarfnast hann víðtækra úrræða bæði til lengri og skemmri tíma. Það hefur reynst sveitarfélögum erfitt að þjóna þessum hópi svo vel sé. Mörg barnanna þarfnast þriðja stigs þjónustu. Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Barn með fjölþættan vanda kann að hafa þörf fyrir viðamikið úrræði s.s. vistun utan heimilis tímabundið og því flókið fyrir sveitarfélög að setja á fót úrræði fyrir svo umfangsmikla þjónustu tímabundið og hvað þá að halda úti slíku úrræði í lengri tíma. Það er ákveðinn hluti foreldra sem getur ekki verið með börn sín heima sem glíma við svo flókinn vanda þrátt fyrir ríkan vilja. Vísað er í tiltölulega nýlega í skýrslu stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Í henni eru að finna tillögur um úrræðin, fyrirkomulag þjónustunnar og tillögur um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Í dag er til talsvert af skammtímaúrræðum sem börn með fjölþættan vanda hafa farið í gegnum en þar sem vandinn er viðvarandi er kannski viðbúið að slík skammtímaúrræði skili ekki tilætluðum árangri. Því ber að fagna að ríkisstjórnin undirbúi nú breytingar og aðgerðir í þessum málum. Þegar ábyrgð og framkvæmd þjónustunnar verður kominn á einn aðila aukast möguleikarnir á að ná fram skynsamlegri nýtingu á störfum sérfræðinga og fjármuna fyrir svo viðkvæman hóp barna. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar