Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2025 21:46 Björgvin Víkingsson er framkvæmdastjóri Bónuss. Vísir/Ívar Fannar Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. Búðarhnupl hefur verið vandamál nánast frá því að verslun hófst. Fólk freistast til þess að smella einum hlut í vasann, eða skipuleggur aðgerðina vandlega, og gengur út með heilmikil verðmæti án þess að borga. Í fyrra varð mikil aukning í búðarhnupli á Íslandi. Frá 2015 til 2024 var fjöldi þjófnaða nokkuð stöðugur, tæplega fjögur þúsund tilvik á ári. Fjöldi tilkynninga um búðarhnupl hefur einnig verið á svipuðu róli, að jafnaði rúmlega 900 tilvik á ári. Í fyrra rauk sú tala hins vegar upp og tilkynnt var um búðarhnupl tæplega 1.500 sinnum. Sjötíu prósent aukning á einu ári. Hlutfall búðarhnupls af þjófnaðarmálum fór úr 23 prósentum í 38 prósent. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segist hafa tekið eftir aukningunni. Brugðist sé stanslaust við þessari þróun. „Við verðum að gera það. Það væri ekki gott mót hjá okkur ef við myndum ekki reyna að bregðast við þessu,“ segir Björgvin. Og þjófarnir þeir gera kannski slíkt hið sama, þeir reyna alltaf nýjar aðferðir? „Það er allt reynt. Það er ótrúlegt. Við vitum um tug aðferða sem eru notaðar til að reyna að stela. Við kennum okkar starfsfólki að sjá í gegnum það, því þetta er oft sama hegðunin.“ Hann telur sjálfsafgreiðslunýjungar í verslunum ekki skýra aukinn þjófnað. „Þau bara komið til að hjálpa okkur. Sjálfsafgreiðslukerfið getur myndgreint vörurnar sem eru á kassanum. Það er líka hægt með gripið og greitt, það er alltaf hægt að sjá gögnin. Þetta hjálpar okkur,“ segir Björgvin. Þjófarnir stefni oftast á dýrustu vörurnar, það er kjöt og snyrtivörur. „Þetta er mjög mikið skipulagt. Það er það sem við erum helst að reyna að berjast við. Það er að sjá hegðunina í kringum þessi brot og þannig kenna okkar fólki og nýtt kerfin til þess að taka á móti þessu,“ segir Björgvin. Neytendur Verslun Lögreglumál Hagar Matvöruverslun Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Búðarhnupl hefur verið vandamál nánast frá því að verslun hófst. Fólk freistast til þess að smella einum hlut í vasann, eða skipuleggur aðgerðina vandlega, og gengur út með heilmikil verðmæti án þess að borga. Í fyrra varð mikil aukning í búðarhnupli á Íslandi. Frá 2015 til 2024 var fjöldi þjófnaða nokkuð stöðugur, tæplega fjögur þúsund tilvik á ári. Fjöldi tilkynninga um búðarhnupl hefur einnig verið á svipuðu róli, að jafnaði rúmlega 900 tilvik á ári. Í fyrra rauk sú tala hins vegar upp og tilkynnt var um búðarhnupl tæplega 1.500 sinnum. Sjötíu prósent aukning á einu ári. Hlutfall búðarhnupls af þjófnaðarmálum fór úr 23 prósentum í 38 prósent. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segist hafa tekið eftir aukningunni. Brugðist sé stanslaust við þessari þróun. „Við verðum að gera það. Það væri ekki gott mót hjá okkur ef við myndum ekki reyna að bregðast við þessu,“ segir Björgvin. Og þjófarnir þeir gera kannski slíkt hið sama, þeir reyna alltaf nýjar aðferðir? „Það er allt reynt. Það er ótrúlegt. Við vitum um tug aðferða sem eru notaðar til að reyna að stela. Við kennum okkar starfsfólki að sjá í gegnum það, því þetta er oft sama hegðunin.“ Hann telur sjálfsafgreiðslunýjungar í verslunum ekki skýra aukinn þjófnað. „Þau bara komið til að hjálpa okkur. Sjálfsafgreiðslukerfið getur myndgreint vörurnar sem eru á kassanum. Það er líka hægt með gripið og greitt, það er alltaf hægt að sjá gögnin. Þetta hjálpar okkur,“ segir Björgvin. Þjófarnir stefni oftast á dýrustu vörurnar, það er kjöt og snyrtivörur. „Þetta er mjög mikið skipulagt. Það er það sem við erum helst að reyna að berjast við. Það er að sjá hegðunina í kringum þessi brot og þannig kenna okkar fólki og nýtt kerfin til þess að taka á móti þessu,“ segir Björgvin.
Neytendur Verslun Lögreglumál Hagar Matvöruverslun Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira