Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson og Þórhallur Ingi Halldórsson skrifa 14. mars 2025 18:32 Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskóla Íslands býðst nú til þess að verða rektor. Við viljum skýra hvers vegna við teljum atkvæðum til stuðnings Ingibjörgu best varið. Ingibjörg Gunnarsdóttir tók þátt í uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands bæði sem nemandi og síðar einnig sem kennari og vísindamaður. Ingibjörg tilheyrir hópi þeirra fyrstu sem vörðu doktorsritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands en hún stundaði nám bæði hér heima og erlendis. Tengsl snemma á ferlinum og hæfni til teymisvinnu hafa komið henni að miklu gagni við alþjóðlegt samstarf síðar. Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda styrkja til mikilvægra rannsókna þar á meðal styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Ingibjörg hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014 og var valinn heiðursvísindamaður Landspítala 2023 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Ingibjörg Gunnarsdóttirhefur einnig mikinn metnað þegar kemur að störfum og skyldum Háskóla Íslands fyrir samfélagið. Hún hefur í samstarfi við fjölda fólks unnið að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á heilsueflingu, forvörnum og meðferð við sjúkdómum með áherslu á næringu og heilsu þungaðra kvenna, barna, næringarástand fólks, og tengsl við sjúkdóma. Ingibjörg hefur öðlast mikla stjórnendareynslu í gegnum störf sín sem forstöðumaður næringarstofu Landspítala háskólasjúkrahúss, með setu sinni í Háskólaráði og sem aðstoðarrektor. Í því starfi hefur hún tekist á við fjölda krefjandi verkefna sem hafa verið skólanum erfið og leyst farsællega í samstarfi við samstarfsfólk þvert á deildir. Í stuttu máli þá er Ingibjörg einn öflugasti frambjóðandinn þegar kemur að bæði rannsóknavirkni (þ.e. birtingar alþjóðlegra vísindagreina í ritrýndum tímaritum) og hvað varðar stjórnendareynslu. Til að Háskóli þrífist og dafni þarf einnig einstakling sem hefur skilning á starfsemi mismunandi fræðasviða sem getur stuðlað að því að stærri og minni deildir og námslínur geti þróast og tekið breytingum til að geta þjónað þörfum samfélagsins. Þetta hefur Ingibjörg sýnt í verki bæði í rannsóknum og innan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þannig mun hún styðja nám og kennslu, rannsóknir, og þá ekki bara rannsóknastofuvinnu heldur einnig rannsóknir innan hug-, mennta- og félagsvísinda, auk samvinnu og þeirra nýjunga sem hún er tilbúin að ráðast í fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þetta voru helstu ástæður þess að við munum gefa Ingibjörgu atkvæði okkar. Við hvetjum þig, lesandi góður, að kynna þér störf Ingibjargar og athuga hvort þú verðir ekki sammála okkur Höfundar eru: Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og Næringarfræðideild HÍ Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskóla Íslands býðst nú til þess að verða rektor. Við viljum skýra hvers vegna við teljum atkvæðum til stuðnings Ingibjörgu best varið. Ingibjörg Gunnarsdóttir tók þátt í uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands bæði sem nemandi og síðar einnig sem kennari og vísindamaður. Ingibjörg tilheyrir hópi þeirra fyrstu sem vörðu doktorsritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands en hún stundaði nám bæði hér heima og erlendis. Tengsl snemma á ferlinum og hæfni til teymisvinnu hafa komið henni að miklu gagni við alþjóðlegt samstarf síðar. Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda styrkja til mikilvægra rannsókna þar á meðal styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Ingibjörg hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014 og var valinn heiðursvísindamaður Landspítala 2023 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Ingibjörg Gunnarsdóttirhefur einnig mikinn metnað þegar kemur að störfum og skyldum Háskóla Íslands fyrir samfélagið. Hún hefur í samstarfi við fjölda fólks unnið að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á heilsueflingu, forvörnum og meðferð við sjúkdómum með áherslu á næringu og heilsu þungaðra kvenna, barna, næringarástand fólks, og tengsl við sjúkdóma. Ingibjörg hefur öðlast mikla stjórnendareynslu í gegnum störf sín sem forstöðumaður næringarstofu Landspítala háskólasjúkrahúss, með setu sinni í Háskólaráði og sem aðstoðarrektor. Í því starfi hefur hún tekist á við fjölda krefjandi verkefna sem hafa verið skólanum erfið og leyst farsællega í samstarfi við samstarfsfólk þvert á deildir. Í stuttu máli þá er Ingibjörg einn öflugasti frambjóðandinn þegar kemur að bæði rannsóknavirkni (þ.e. birtingar alþjóðlegra vísindagreina í ritrýndum tímaritum) og hvað varðar stjórnendareynslu. Til að Háskóli þrífist og dafni þarf einnig einstakling sem hefur skilning á starfsemi mismunandi fræðasviða sem getur stuðlað að því að stærri og minni deildir og námslínur geti þróast og tekið breytingum til að geta þjónað þörfum samfélagsins. Þetta hefur Ingibjörg sýnt í verki bæði í rannsóknum og innan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þannig mun hún styðja nám og kennslu, rannsóknir, og þá ekki bara rannsóknastofuvinnu heldur einnig rannsóknir innan hug-, mennta- og félagsvísinda, auk samvinnu og þeirra nýjunga sem hún er tilbúin að ráðast í fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þetta voru helstu ástæður þess að við munum gefa Ingibjörgu atkvæði okkar. Við hvetjum þig, lesandi góður, að kynna þér störf Ingibjargar og athuga hvort þú verðir ekki sammála okkur Höfundar eru: Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og Næringarfræðideild HÍ Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar