„Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Hinrik Wöhler skrifar 15. mars 2025 18:26 Snorri Steinn Guðjónsson getur leyft sér að fagna sæti á lokamóti EM eftir stórsigur á Grikkjum í dag. Vísir/Anton Brink Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, var léttur í lund eftir sigur á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag. Ísland vann gríska liðið í annað sinn á fjórum dögum, að þessu sinni með tólf marka mun, 33-21. Snorri Steinn var ánægður með einbeitinguna í liðinu en sér þó ávallt tækifæri til bætingar. „Ég er mjög sáttur og ánægður með strákana. Það var mikil einbeiting og kraftur í þeim, sérstaklega í byrjun og fyrri hálfleikur var góður. Ef ég ætla að vera aðeins frekur þá hefðum við getað verið meira yfir í hálfleik og nýtt færin aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn skömmu eftir leik. „Við gáfum þeim nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik en heilt yfir góð frammistaða og fagmannlega gert hjá mínu liði,“ bætti þjálfarinn við. Ísland lék á móti gríska liðinu úti í Grikklandi á miðvikudaginn síðasta og það var fátt sem kom óvart í leik þeirra í dag. Eins og Snorri kemur inn á þá var gangurinn í leikjunum svipaður og enduðu þeir báðir með stórsigri Íslands. „Einhverjar mannabreytingar hjá þeim og eitthvað sem við vissum alveg fyrir leikinn. Mér fannst við gera hlutina betur heldur en í fyrri leiknum þannig leikirnir voru kannski keimlíkir og báðir þessir leikir, þannig lagað, búnir í hálfleik,“ sagði Snorri þegar hann spurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í leik gríska liðsins. Næsti landsliðshópur gæti orðið hausverkur fyrir Snorra Íslenska liðið lék án margra leikmanna í þessu landsliðsverkefni og nýttu margir leikmenn þennan glugga til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum. Snorri segir að valið verði flókið þegar leikmenn koma af meiðslalistanum. Margir leikmenn gripu tækifærið í fjarveru lykilleikmanna og sýndu hvað í þeim býr.Vísir/Anton Brink „Engin spurning, þetta var góður gluggi fyrir marga. Til þess er þetta nú, að fá tækifæri og þú þarft að nýta það. Það voru margir sem stimpluðu sig inn og það er mjög ánægjulegt. Ef við verðum alla okkar handboltamenn heila þegar að því kemur að velja næsta hóp eða lokamót þá er það bara hausverkur sem ég þarf að glíma við,“ sagði Snorri að lokum. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á lokamóti EM sem fer fram í janúar á næsta ári en næstu leikir landsliðsins eru á móti Georgíu og Bosníu í byrjun maí. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Snorri Steinn var ánægður með einbeitinguna í liðinu en sér þó ávallt tækifæri til bætingar. „Ég er mjög sáttur og ánægður með strákana. Það var mikil einbeiting og kraftur í þeim, sérstaklega í byrjun og fyrri hálfleikur var góður. Ef ég ætla að vera aðeins frekur þá hefðum við getað verið meira yfir í hálfleik og nýtt færin aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn skömmu eftir leik. „Við gáfum þeim nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik en heilt yfir góð frammistaða og fagmannlega gert hjá mínu liði,“ bætti þjálfarinn við. Ísland lék á móti gríska liðinu úti í Grikklandi á miðvikudaginn síðasta og það var fátt sem kom óvart í leik þeirra í dag. Eins og Snorri kemur inn á þá var gangurinn í leikjunum svipaður og enduðu þeir báðir með stórsigri Íslands. „Einhverjar mannabreytingar hjá þeim og eitthvað sem við vissum alveg fyrir leikinn. Mér fannst við gera hlutina betur heldur en í fyrri leiknum þannig leikirnir voru kannski keimlíkir og báðir þessir leikir, þannig lagað, búnir í hálfleik,“ sagði Snorri þegar hann spurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í leik gríska liðsins. Næsti landsliðshópur gæti orðið hausverkur fyrir Snorra Íslenska liðið lék án margra leikmanna í þessu landsliðsverkefni og nýttu margir leikmenn þennan glugga til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum. Snorri segir að valið verði flókið þegar leikmenn koma af meiðslalistanum. Margir leikmenn gripu tækifærið í fjarveru lykilleikmanna og sýndu hvað í þeim býr.Vísir/Anton Brink „Engin spurning, þetta var góður gluggi fyrir marga. Til þess er þetta nú, að fá tækifæri og þú þarft að nýta það. Það voru margir sem stimpluðu sig inn og það er mjög ánægjulegt. Ef við verðum alla okkar handboltamenn heila þegar að því kemur að velja næsta hóp eða lokamót þá er það bara hausverkur sem ég þarf að glíma við,“ sagði Snorri að lokum. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á lokamóti EM sem fer fram í janúar á næsta ári en næstu leikir landsliðsins eru á móti Georgíu og Bosníu í byrjun maí.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira