Fjölmiðlar í Norður-Makedóníu hafa eftir Pance Toshkovski, innanríkisráðherra, að eldurinn hafi kviknað um klukkan 2:30 að staðartíma út frá flugeldum á skemmtistaðnum. Flestir þeir sem létu lífið voru ungt fólk en hljómsveitin DNA hélt umrædda tónleika.
Eldurinn kviknaði í lofti tónleikastaðarins sem og mun hann hafa dreifst sér mjög hratt um húsið. Íbúar í nærrliggjandi húsum eru sagðir hafa brotið niður dyr og glugga til að reyna að bjarga fólki úr eldhafinu.
Skemmtistaðurinn var í gömlu húsnæði sem var áður teppaverksmiðja. Þar hafði hann verið rekinn um nokkuð skeið. Húsið er á einni hæð og er þak hússins hrunið að hluta til.

Búið er að handtaka skipuleggjanda tónleikanna.
Þá er einnig haft eftir fjölmiðlum í Norður-Makedóníu að fimmtíu manns hafi látið lífið og að um hundrað séu slasaðir en þetta hefur ekki verið staðfest opinberlega af yfirvöldum þar í landi.
Kocani er tiltölulega lítill bær í um hundrað kílómetra fjarlægð frá Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu. Þar búa um 25 þúsund manns.
Meðfylgjandi myndbönd hafa verið birt í morgun.
North Macedonia: At least 50 people died in a fire in a disco in Kočani
— Календар News (@KalendarNews) March 16, 2025
Video: https://t.co/NfIJloWjBO pic.twitter.com/LwCR0I4w6i