Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 22:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu. Varðandi umræðuna um traust gagnvart stjórnsýslunni, varðandi trúnaðargögn, það var einn flötur á þessu máli, hvað finnst þér um það? „Það er kannski einn áhugaverðasti flöturinn á málinu. Það sem kom mér á óvart var hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara. Nú höfðu þeir tíma til að undirbúa sig, og annar hver maður þarna í þingflokki eða starfsliði Samfylkingarinnar er fyrrverandi blaðamaður, þannig að menn hefðu átt að vita hvers var að vænta,“ segir Sigmundur, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mörgum málum ósvarað varðandi atburðarásina Sigmundur segir að það séu mjög mörg ósvöruð mál varðandi atburðarásina og tímaröðina. „Ýmis svör forsætisráðherrans, sem sagði annars vegar ítrekað að málið væri enn opið í málaskrá ráðuneytisins, en gat svo ekki svarað því hvað það þýðir eða hvort það væri þá gert eitthvað meira með málið,“ segir hann. „Eins með sannleiksgildið, það var talað um að sannleiksgildi málsins hefði komið í ljós allt í einu, en það voru engin svör við því hvernig það hefði gerst.“ „Til að nefna eitt dæmi í viðbót, forsætisráðherra lenti í smá vandræðum með það að vera leiðréttur með það hvernig upplýsingunum hefði verið komið til menntamálaráðherrans fráfarandi. Og þá var svarið bara: „Já, hún hefði hvort sem er komist að þessu með öðrum leiðum.““ Sigmundur segir að málið verði eflaust rætt í þinginu eftir helgi. „Þetta gerðist mjög hratt, og það er eitt af því sem að vekur spurningar, hvað var búið að ganga á þessa viku á undan.“ Leggur ekki mat á mál Ásthildar Lóu Sigmundur segir það Ásthildar Lóu sjálfrar og Flokks fólksins að meta það hvort hún eigi að sitja áfram sem þingmaður. „Ég ætla ekki að fara leggja mat á þetta mál hennar. Maður hefur heyrt misvísandi sögur af því, þannig ég bara treysti mér ekki til þess.“ „Þannig að það er hennar að meta og flokksins hennar, hvort að hún sitji áfram sem þingmaður. En það var greinilega niðurstaða hennar eða ríkisstjórnarinnar, eða forsætisráðherra eftir atvikum, að hún gæti ekki verið ráðherra.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan, en málefni Breiðholtsskóla og hælisleitendamál báru einnig á góma í síðari hluta viðtalsins. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Varðandi umræðuna um traust gagnvart stjórnsýslunni, varðandi trúnaðargögn, það var einn flötur á þessu máli, hvað finnst þér um það? „Það er kannski einn áhugaverðasti flöturinn á málinu. Það sem kom mér á óvart var hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara. Nú höfðu þeir tíma til að undirbúa sig, og annar hver maður þarna í þingflokki eða starfsliði Samfylkingarinnar er fyrrverandi blaðamaður, þannig að menn hefðu átt að vita hvers var að vænta,“ segir Sigmundur, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mörgum málum ósvarað varðandi atburðarásina Sigmundur segir að það séu mjög mörg ósvöruð mál varðandi atburðarásina og tímaröðina. „Ýmis svör forsætisráðherrans, sem sagði annars vegar ítrekað að málið væri enn opið í málaskrá ráðuneytisins, en gat svo ekki svarað því hvað það þýðir eða hvort það væri þá gert eitthvað meira með málið,“ segir hann. „Eins með sannleiksgildið, það var talað um að sannleiksgildi málsins hefði komið í ljós allt í einu, en það voru engin svör við því hvernig það hefði gerst.“ „Til að nefna eitt dæmi í viðbót, forsætisráðherra lenti í smá vandræðum með það að vera leiðréttur með það hvernig upplýsingunum hefði verið komið til menntamálaráðherrans fráfarandi. Og þá var svarið bara: „Já, hún hefði hvort sem er komist að þessu með öðrum leiðum.““ Sigmundur segir að málið verði eflaust rætt í þinginu eftir helgi. „Þetta gerðist mjög hratt, og það er eitt af því sem að vekur spurningar, hvað var búið að ganga á þessa viku á undan.“ Leggur ekki mat á mál Ásthildar Lóu Sigmundur segir það Ásthildar Lóu sjálfrar og Flokks fólksins að meta það hvort hún eigi að sitja áfram sem þingmaður. „Ég ætla ekki að fara leggja mat á þetta mál hennar. Maður hefur heyrt misvísandi sögur af því, þannig ég bara treysti mér ekki til þess.“ „Þannig að það er hennar að meta og flokksins hennar, hvort að hún sitji áfram sem þingmaður. En það var greinilega niðurstaða hennar eða ríkisstjórnarinnar, eða forsætisráðherra eftir atvikum, að hún gæti ekki verið ráðherra.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan, en málefni Breiðholtsskóla og hælisleitendamál báru einnig á góma í síðari hluta viðtalsins.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira