Rúv greinir frá þessu.
Þegar fréttastofa náði tali af Guðmundi vildi hann ekki tjá sig um málið. Hann sagðist vera á leiðinni á fund.
Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag. Sá fyrri verður klukkan 15:00 en sá síðari klukkan 15:15.
Gera má ráð fyrir að á fyrri fundinum muni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veita Ásthildi Lóu lausn úr embætti. Hún tilkynnti um afsögn sína á fimmtudagskvöld. Jafnframt má gera ráð fyrir að á seinni fundinum verði nýr ráðherra skipaður.
Guðmundur hefur verið þingmaður frá árinu 2017 fyrir Flokk fólksins. Hann er varaformaður flokksins og hefur verið þingflokksformaður síðan 2018. Samkvæmt Rúv mun Ragnar Þór Ingólfsson taka við þingflokksformennskunni af Guðmundi.