„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2025 22:47 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi. Biðin eftir næsta eldgosi á Reykjanesskaganum – sem verður það áttunda í yfirstandandi goshrinu ef af verður – lengist og lengist. Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan síðast gaus á svæðinu og segja náttúruvársérfræðingar að fljótlega fari að draga til tíðinda. Verulega hefur hægst á kvikusöfnun undir Svartsengi og er áætlað að hraðinn sé um það bil fjórðungur af því sem hann var við upphaf goshrinunnar. Aukin skjálftavirkni mælist nú við Sundhnúksgíga og Svartsengi. „En einnig virðist vera aðeins meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu öllu sem gæti þá tengst því að aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk. Ég held að við verðum gera ráð fyrir að það geti gosið hvenær sem er.“ Benedikt segir líkur á að virknin muni færast yfir í nærliggjandi goskerfi þegar virknin klárast í Svartsengiskerfinu – sem hann raunar telur að styttist í – og þá þurfi Almannavarnir að vera við öllu búnar. „Mögulega getum við fengið að sjá, eftir einhver misseri, mánuði, ár eða jafnvel áratugi að einhver önnur eldstöð verði virk. Við getum verið að tala um Reykjanes, það er að segja Reykjanestá, gæti verið Eldvörp, Krýsuvík eða einhver önnur jafnvel austar. Við vitum það ekki og við höfum enga leið til að spá fyrir um hvað sé næst eða hvenær.“ Versta sviðsmyndin – þó ólíkleg sé – væri virkni í Krýsuvík því hún er næst höfuðborgarsvæðinu. „Við erum ekki að tala um gos innan höfuðborgarsvæðisins en það geta verið sprunguhreyfingar það eru þekktar spurngur sem liggja í gegnum hluta af því svæði og það eru hraun inni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki líklegt en þetta er samt möguleiki.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Biðin eftir næsta eldgosi á Reykjanesskaganum – sem verður það áttunda í yfirstandandi goshrinu ef af verður – lengist og lengist. Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan síðast gaus á svæðinu og segja náttúruvársérfræðingar að fljótlega fari að draga til tíðinda. Verulega hefur hægst á kvikusöfnun undir Svartsengi og er áætlað að hraðinn sé um það bil fjórðungur af því sem hann var við upphaf goshrinunnar. Aukin skjálftavirkni mælist nú við Sundhnúksgíga og Svartsengi. „En einnig virðist vera aðeins meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu öllu sem gæti þá tengst því að aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk. Ég held að við verðum gera ráð fyrir að það geti gosið hvenær sem er.“ Benedikt segir líkur á að virknin muni færast yfir í nærliggjandi goskerfi þegar virknin klárast í Svartsengiskerfinu – sem hann raunar telur að styttist í – og þá þurfi Almannavarnir að vera við öllu búnar. „Mögulega getum við fengið að sjá, eftir einhver misseri, mánuði, ár eða jafnvel áratugi að einhver önnur eldstöð verði virk. Við getum verið að tala um Reykjanes, það er að segja Reykjanestá, gæti verið Eldvörp, Krýsuvík eða einhver önnur jafnvel austar. Við vitum það ekki og við höfum enga leið til að spá fyrir um hvað sé næst eða hvenær.“ Versta sviðsmyndin – þó ólíkleg sé – væri virkni í Krýsuvík því hún er næst höfuðborgarsvæðinu. „Við erum ekki að tala um gos innan höfuðborgarsvæðisins en það geta verið sprunguhreyfingar það eru þekktar spurngur sem liggja í gegnum hluta af því svæði og það eru hraun inni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki líklegt en þetta er samt möguleiki.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira