MAST kærir Kaldvík til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2025 14:46 Laxar með vetrarsár svamla í sjókvíum Kaldvíkur í Berufirði. Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækisins Kaldvík á Austfjörðum á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á vefsíðu MAST. Þar segir að meint brot varði útsetningu seiða í of kaldan sjó með þeim afleiðingum að þau drápust í stórum stíl. Matvælastofnun telur meint brot varða við ákveðin ákvæði dýravelferðarlaga. Stofnunin metur brotin alvarleg og segist þar af leiðandi hafa óskað eftir lögreglurannsókn. Ekki kemur fram í tilkynningu MAST hvaða fyrirtæki um ræði en samkvæmt heimildum fréttastofu er um Kaldvík að ræða. Lögreglan á Austurlandi hefur málið til meðferðar og veitir Matvælastofnun ekki frekari upplýsingar um málið að sinni. Hátt í 100 prósent afföll Eftirlitsmenn MAST hófu þann 9. desember síðastliðinn rannsókn á aðdraganda affalla sem áttu sér stað eftir útsetningu seiða á eldissvæðum Kaldvíkur á Einstigi og Fögrueyri í Fáskrúðsfirði í nóvember og desember í fyrra. Seiðin höfðu verði flutt úr seiðastöð Kaldvíkur í Þorlákshöfn austur á firði. Hátt í hundrað prósent afföll urðu á seiðunum eftir flutningana sem voru talin mega rekja til margra þátta; lágs sjávarhita við útsetningu, vonds veðurs, langrar og krefjandi flutningaleiðar auk ástands seiða við komu í sjókvíar. Fram kemur í skýrslu MAST sem skilað var í lok febrúar (og sjá má neðst í fréttinni) að ekki sé æskilegt að setja seiði út í sjó sem er undir 4°C og lækkandi. Hitastig á Einstigi og Fögrueyri var 3,7°C annars vegar og 2,8°C hins vegar umrædda daga í nóvember og desember. Streituvaldandi 70 klukkustunda flutningur Flutningur á seiðum er sagður streituvaldandi og þá myndast oft hreisurslos. Venjulega tekur flutningur frá Þorlákshöfn austur á firði 40 til 50 klukkustundir en vegna vonds veðurs tók flutningurinn 42 klukkustundir annars vegar og um 70 klukkustundir hins vegar. Í niðurstöðum úr gæðamati seiða sem framkvæmt var af starfsfólki Kaldvíkur fyrir flutning þann 21. nóvember kom fram að stór hluti þeirra seiða var með misalvarlegar uggaskemmdir. Við skoðun dýralæknis í brunnbát eftir sama flutning var 82 seiða úrtak skoðað og voru öll seiðin með hreisturslos. „Sár og áverkar gróa hægt í lágu hitastigi eins og var í sjó við útsetningu og opnar hreisturslos leið fyrir sáramyndandi tækifærisbakteríur. Slæmt veður var á eldissvæðunum sem ollu fiskunum enn meira álagi og áverkum, þar sem veiklaður fiskur getur slegist utan í nótina og hlotið áverka,“ sagði í skýrslu MAST. Mátti vera ljóst að seiðin ættu varla séns Eftir rannsókn málsins og skoðun gagna frá Kaldvík telur Matvælastofnun að forsvarsmönnum Kaldvíkur hefði átt að vera ljóst að líkurnar á að seiðin gætu aðlagast og lifað af í þeim aðstæðum sem ríktu í sjó á þeim tíma sem flutningarnir áttu sér stað væru litlar sem engar, sérstaklega í ljósi reynslunnar af fyrri flutningi seiða 31. október þar sem mikil afföll urðu þótt aðstæður meðal annars með tilliti til hitastigs hefðu verið mun ákjósanlegri. „Það er mat Matvælastofnunar að rekstraraðili hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum laga um velferð dýra nr. 55/2013 við flutning seiðanna frá Þorlákshöfn á eldissvæðin Einstigi og Fögrueyri í Fáskrúðsfirði þann 21. nóvember og 1. desember 2024,“ segir í skýrslunni. Fréttin er í vinnslu. Í fyrstu útgáfu var fullyrt að um laxadauða í Berufirði væri að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er um laxadauða í Fáskrúðsfirði að ræða. Fiskeldi Lögreglumál Fjarðabyggð Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Lax slapp úr sjókví fyrir austan Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. 14. mars 2025 14:34 Stórfelldur laxadauði í Berufirði Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. 12. mars 2025 08:01 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Þar segir að meint brot varði útsetningu seiða í of kaldan sjó með þeim afleiðingum að þau drápust í stórum stíl. Matvælastofnun telur meint brot varða við ákveðin ákvæði dýravelferðarlaga. Stofnunin metur brotin alvarleg og segist þar af leiðandi hafa óskað eftir lögreglurannsókn. Ekki kemur fram í tilkynningu MAST hvaða fyrirtæki um ræði en samkvæmt heimildum fréttastofu er um Kaldvík að ræða. Lögreglan á Austurlandi hefur málið til meðferðar og veitir Matvælastofnun ekki frekari upplýsingar um málið að sinni. Hátt í 100 prósent afföll Eftirlitsmenn MAST hófu þann 9. desember síðastliðinn rannsókn á aðdraganda affalla sem áttu sér stað eftir útsetningu seiða á eldissvæðum Kaldvíkur á Einstigi og Fögrueyri í Fáskrúðsfirði í nóvember og desember í fyrra. Seiðin höfðu verði flutt úr seiðastöð Kaldvíkur í Þorlákshöfn austur á firði. Hátt í hundrað prósent afföll urðu á seiðunum eftir flutningana sem voru talin mega rekja til margra þátta; lágs sjávarhita við útsetningu, vonds veðurs, langrar og krefjandi flutningaleiðar auk ástands seiða við komu í sjókvíar. Fram kemur í skýrslu MAST sem skilað var í lok febrúar (og sjá má neðst í fréttinni) að ekki sé æskilegt að setja seiði út í sjó sem er undir 4°C og lækkandi. Hitastig á Einstigi og Fögrueyri var 3,7°C annars vegar og 2,8°C hins vegar umrædda daga í nóvember og desember. Streituvaldandi 70 klukkustunda flutningur Flutningur á seiðum er sagður streituvaldandi og þá myndast oft hreisurslos. Venjulega tekur flutningur frá Þorlákshöfn austur á firði 40 til 50 klukkustundir en vegna vonds veðurs tók flutningurinn 42 klukkustundir annars vegar og um 70 klukkustundir hins vegar. Í niðurstöðum úr gæðamati seiða sem framkvæmt var af starfsfólki Kaldvíkur fyrir flutning þann 21. nóvember kom fram að stór hluti þeirra seiða var með misalvarlegar uggaskemmdir. Við skoðun dýralæknis í brunnbát eftir sama flutning var 82 seiða úrtak skoðað og voru öll seiðin með hreisturslos. „Sár og áverkar gróa hægt í lágu hitastigi eins og var í sjó við útsetningu og opnar hreisturslos leið fyrir sáramyndandi tækifærisbakteríur. Slæmt veður var á eldissvæðunum sem ollu fiskunum enn meira álagi og áverkum, þar sem veiklaður fiskur getur slegist utan í nótina og hlotið áverka,“ sagði í skýrslu MAST. Mátti vera ljóst að seiðin ættu varla séns Eftir rannsókn málsins og skoðun gagna frá Kaldvík telur Matvælastofnun að forsvarsmönnum Kaldvíkur hefði átt að vera ljóst að líkurnar á að seiðin gætu aðlagast og lifað af í þeim aðstæðum sem ríktu í sjó á þeim tíma sem flutningarnir áttu sér stað væru litlar sem engar, sérstaklega í ljósi reynslunnar af fyrri flutningi seiða 31. október þar sem mikil afföll urðu þótt aðstæður meðal annars með tilliti til hitastigs hefðu verið mun ákjósanlegri. „Það er mat Matvælastofnunar að rekstraraðili hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum laga um velferð dýra nr. 55/2013 við flutning seiðanna frá Þorlákshöfn á eldissvæðin Einstigi og Fögrueyri í Fáskrúðsfirði þann 21. nóvember og 1. desember 2024,“ segir í skýrslunni. Fréttin er í vinnslu. Í fyrstu útgáfu var fullyrt að um laxadauða í Berufirði væri að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er um laxadauða í Fáskrúðsfirði að ræða.
Fiskeldi Lögreglumál Fjarðabyggð Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Lax slapp úr sjókví fyrir austan Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. 14. mars 2025 14:34 Stórfelldur laxadauði í Berufirði Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. 12. mars 2025 08:01 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Lax slapp úr sjókví fyrir austan Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. 14. mars 2025 14:34
Stórfelldur laxadauði í Berufirði Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. 12. mars 2025 08:01