Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 07:31 Ingrid Ingebrigtsen er næstyngsta barn Gjerts Ingebrigtsen. Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi. Réttarhöldin yfir Gjert hófust í Sandnes í Noregi á mánudaginn. Í fyrradag lýsti Jakob ofbeldinu sem faðir hans beitti hann og í gær var komið að Ingrid. Hún rifjaði meðal annars upp atvik fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar réðist á hana eftir að hún gleymdi púlsmæli sínum. „Ég sagði skýrt: Þegiðu, því þetta hætti ekki. Þegar ég sagði þetta fékk ég hönd í andlitið. Hann sló mig í andlitið. Það var hratt og fast. Ég meiddi mig,“ sagði Ingrid sem er átján ára í dag. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2018 eða 2019. Þetta var eitt af sjö atvikum þar sem Gjert átti að hafa beitt Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ingrid rifjaði líka upp atvik þegar faðir hennar öskraði svo kröftuglega á hana í bíl að hún brotnaði niður. Hana minnir að ástæðan hafi verið að hún gat ekki skipt um útvarpsstöð í bílnum. „Hann spurði mig hvort ég væri hrædd við hann. Ég held að það sé mjög erfitt að svara því. Ég man eftir því að hafa hugsað: Hvað gerist ef ég svara játandi? Hvað gerist ef ég svara neitandi? Svo ég svaraði ekki strax. Ég man svo eftir því að hann spurði og spurði þar til ég svaraði. Ég endaði á því að segja já,“ sagði Ingrid en þau feðgin fóru ekki heim fyrr en hún hafði lofað að segja ekki neinum frá því sem hafði gerst, allra síst móður sinni. Gjert er jafnframt sakaður um að hafa kallað dóttur sína hálfvita þegar hún var veik og hrint henni með báðum höndum eftir þau rifust. Synir Gjerts ráku hann sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann fyrir þremur árum eftir að þeir komust að því að hann hefði slegið Ingrid með blautu handklæði. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Ef Gjert verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi. Réttarhöldin yfir Gjert hófust í Sandnes í Noregi á mánudaginn. Í fyrradag lýsti Jakob ofbeldinu sem faðir hans beitti hann og í gær var komið að Ingrid. Hún rifjaði meðal annars upp atvik fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar réðist á hana eftir að hún gleymdi púlsmæli sínum. „Ég sagði skýrt: Þegiðu, því þetta hætti ekki. Þegar ég sagði þetta fékk ég hönd í andlitið. Hann sló mig í andlitið. Það var hratt og fast. Ég meiddi mig,“ sagði Ingrid sem er átján ára í dag. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2018 eða 2019. Þetta var eitt af sjö atvikum þar sem Gjert átti að hafa beitt Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ingrid rifjaði líka upp atvik þegar faðir hennar öskraði svo kröftuglega á hana í bíl að hún brotnaði niður. Hana minnir að ástæðan hafi verið að hún gat ekki skipt um útvarpsstöð í bílnum. „Hann spurði mig hvort ég væri hrædd við hann. Ég held að það sé mjög erfitt að svara því. Ég man eftir því að hafa hugsað: Hvað gerist ef ég svara játandi? Hvað gerist ef ég svara neitandi? Svo ég svaraði ekki strax. Ég man svo eftir því að hann spurði og spurði þar til ég svaraði. Ég endaði á því að segja já,“ sagði Ingrid en þau feðgin fóru ekki heim fyrr en hún hafði lofað að segja ekki neinum frá því sem hafði gerst, allra síst móður sinni. Gjert er jafnframt sakaður um að hafa kallað dóttur sína hálfvita þegar hún var veik og hrint henni með báðum höndum eftir þau rifust. Synir Gjerts ráku hann sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann fyrir þremur árum eftir að þeir komust að því að hann hefði slegið Ingrid með blautu handklæði. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Ef Gjert verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.
Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira