Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 13:02 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ, endurvakti goðsögnina um indverska rottuhlaupið. Vísir/sigurjón & getty Indverskt rottuhlaup hefur átt endurkomu í íslenska fjölmiðla þökk sé nýkjörnum formanni KKÍ, Kristni Albertssyni. Eftir að hafa fengið glæsilega kosningu í formannskjöri KKÍ eyddi hann drjúgum tíma í sigurræðu sinni í að ræða hluti sem voru ræddir í matsal ÍSÍ fyrir 30 árum síðan. Þar sagðist Kristinn reglulega hafa hent því framan í handknattleiksforystuna að indverskt rottuhlaup væri vinsælla en handbolti. Það gerði hann til þess að lækka rostann í starfsmönnum HSÍ. „Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú. Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér. Þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup,“ sagði Kristinn í furðulegri ræðu sinni. Ofanritaður er kominn vel á miðjan aldur og man ágætlega eftir þessum skotum á sínum tíma. Þetta var saga sem svo sannarlega festi rætur hér á landi. Saga sem náði líka til þeirra sem fylgjast lítið með íþróttum. Henni var svo hent reglulega framan í handboltaunnendur er þurfti að gera lítið úr íþróttinni. Það má finna þrjár greinar á timarit.is þar sem greinarhöfundar tala um þetta fræga indverska rottuhlaup og gera lítið úr handboltanum í leiðinni. Kristján Hjálmarsson, fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins, reið á vaðið í pistli um barnaefni árið 2001. Þar vitnar hann í þessa frægu vinsældakosningu. Eða eigum við að segja meintu vinsældakosningu. Bókmenntaunnandinn Egill Helgason fór mikinn í pistli á DV árið 2004 þar sem hann vitnar einnig í rottuhlaupið. Egill hneykslast í leiðinni á þjóðinni fyrir áhugann á handboltalandsliðinu. Sá síðasti til að halda goðsögninni gangandi í fjölmiðlum var rokkarinn Biggi í Maus. Það gerði hann í Fréttablaðinu er þjóðin var að missa sig yfir silfri strákanna okkar á ÓL árið 2008. Eftir nokkra yfirlegu á alnetinu er ekki hægt að sjá að það sé til nein íþrótt sem heitir indverskt rottuhlaup. Það má vel vera að einhverjir Indverjar leiki sér að því í frístundum að láta rottur hlaupa en þessi „íþrótt“ er ekki til. Hvað þá síður eru nokkur sönnunargögn um að þessi frægi vinsældalisti íþrótta hafi nokkurn tímann verið til. Þessi listi er goðsögn! Einhver bjó til þessa sögu og fór að dreifa henni. Slúðurþjóðin Ísland virðist hafa gripið hana á lofti með slíkum tilþrifum að enn er talað um þennan meinta lista árið 2025. Í sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ. KKÍ HSÍ Handbolti Körfubolti Utan vallar Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Eftir að hafa fengið glæsilega kosningu í formannskjöri KKÍ eyddi hann drjúgum tíma í sigurræðu sinni í að ræða hluti sem voru ræddir í matsal ÍSÍ fyrir 30 árum síðan. Þar sagðist Kristinn reglulega hafa hent því framan í handknattleiksforystuna að indverskt rottuhlaup væri vinsælla en handbolti. Það gerði hann til þess að lækka rostann í starfsmönnum HSÍ. „Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú. Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér. Þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup,“ sagði Kristinn í furðulegri ræðu sinni. Ofanritaður er kominn vel á miðjan aldur og man ágætlega eftir þessum skotum á sínum tíma. Þetta var saga sem svo sannarlega festi rætur hér á landi. Saga sem náði líka til þeirra sem fylgjast lítið með íþróttum. Henni var svo hent reglulega framan í handboltaunnendur er þurfti að gera lítið úr íþróttinni. Það má finna þrjár greinar á timarit.is þar sem greinarhöfundar tala um þetta fræga indverska rottuhlaup og gera lítið úr handboltanum í leiðinni. Kristján Hjálmarsson, fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins, reið á vaðið í pistli um barnaefni árið 2001. Þar vitnar hann í þessa frægu vinsældakosningu. Eða eigum við að segja meintu vinsældakosningu. Bókmenntaunnandinn Egill Helgason fór mikinn í pistli á DV árið 2004 þar sem hann vitnar einnig í rottuhlaupið. Egill hneykslast í leiðinni á þjóðinni fyrir áhugann á handboltalandsliðinu. Sá síðasti til að halda goðsögninni gangandi í fjölmiðlum var rokkarinn Biggi í Maus. Það gerði hann í Fréttablaðinu er þjóðin var að missa sig yfir silfri strákanna okkar á ÓL árið 2008. Eftir nokkra yfirlegu á alnetinu er ekki hægt að sjá að það sé til nein íþrótt sem heitir indverskt rottuhlaup. Það má vel vera að einhverjir Indverjar leiki sér að því í frístundum að láta rottur hlaupa en þessi „íþrótt“ er ekki til. Hvað þá síður eru nokkur sönnunargögn um að þessi frægi vinsældalisti íþrótta hafi nokkurn tímann verið til. Þessi listi er goðsögn! Einhver bjó til þessa sögu og fór að dreifa henni. Slúðurþjóðin Ísland virðist hafa gripið hana á lofti með slíkum tilþrifum að enn er talað um þennan meinta lista árið 2025. Í sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ.
KKÍ HSÍ Handbolti Körfubolti Utan vallar Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira