Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Haraldur Örn Haraldsson skrifar 27. mars 2025 21:00 ÍR KR. Bónus deild karla sumar, körfubolti KKÍ 2025. vísir/Hulda Margrét ÍR tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bónus deildar karla með 80-91 sigri gegn Haukum í lokaumferðinni. ÍR-ingar enda í sjöunda sæti deildarinnar og mæta Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukar enda neðstir og falla niður í fyrstu deild. Þetta fór frekar jafnt af stað í fyrsta leikhlutanum þar sem liðin voru aðeins að finna gírinn. Það voru svo gestirnir sem fundu annan gír fyrst en sóknarleikur þeirra var mjög skemmtilegur. Þeir færðu boltan hratt á milli sín og voru að finna góð, opin færi. Haukar héldu sér samt vel inn í leiknum og leikhlutinn endaði í stöðunni 17-21. Annar leikhlutinn hófst svo á nokkurskonar þriggja stiga keppni þar sem liðin skiptust á að setja hvern þristin á eftir öðrum. Um miðbik leikhlutans virtist hinsvegar slokkna aðeins á heima mönnum og ÍR-ingar keyrðu upp hraðann. Þeir náðu þá mest að koma forskotinu upp í 14 stig. Haukar náðu aðeins að laga stöðuna áður en flautað var til hálfleiks og staðan þá 40-49. Það var mikill hraði í leiknum þegar seinni hálfleikur hófst. Bæði lið að spila stuttar sóknir og skotin voru að detta hjá báðum liðum. Það var svo aftur um miðbik leikhlutans sem hraðinn minnkaði töluvert en vörn ÍR náði þá að loka vel á Hauka. Þá gátu Breiðhyltingar hægt og rólega aukið forskotið og leikhlutinn endaði í stöðunni 58-72. ÍR-ingar voru fljótir í loka leikhlutanum að keyra upp forskotið í 20 stig, þannig að úrslit leiksins skyldu ekki vera í neinni hættu. Þá róaðist leikurinn töluvert eftir það og Haukar náður fínu áhlaupi til að minnka muninn. Lokatölur 80-91 og ÍR fer áfram í úrslitakeppnina. Atvik leiksins Hugi Hallgrímsson henti í mjög skemmtilegt alley-oop í þriðja leikhlutanum. Hann gaf það svekktum Hauka stuðningsmönnum eitthvað til að taka með sér á koddann. Stjörnur og skúrkar Jacob Falko var eins og svo oft áður mjög beittur fyrir ÍR sóknarlega, með 18 stig, fimm fráköst og 10 stoðsendingar. Hugi Halldórs átti svo virkilega góðan leik fyrir Hauka með 17 stig, þrjú fráköst og fjögur blokk Enginn skúrkur í þessum leik. ÍR liðið spilaði allt vel og Hauka liðið var ekki að spila fyrir neitt þannig þeir gerðu bara það besta úr þessum leik sem þeir gátu. Dómararnir Teymið átti fínan leik, þrátt fyrir eina og eina ákvörðun sem var vafasöm, þá skipti það engu máli varðandi úrslitin. Stemning og umgjörð Heimamenn voru fámennari í stúkunni í kvöld enda ekkert fyrir Hauka að spila fyrir. Breiðhyltingar fjölmenntu hinsvegar og sáu um það að halda uppi stuðinu. Þeir sungu og trölluðu allan leikinn, menn leiksins að mínu mati. Bónus-deild karla Haukar ÍR
ÍR tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bónus deildar karla með 80-91 sigri gegn Haukum í lokaumferðinni. ÍR-ingar enda í sjöunda sæti deildarinnar og mæta Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukar enda neðstir og falla niður í fyrstu deild. Þetta fór frekar jafnt af stað í fyrsta leikhlutanum þar sem liðin voru aðeins að finna gírinn. Það voru svo gestirnir sem fundu annan gír fyrst en sóknarleikur þeirra var mjög skemmtilegur. Þeir færðu boltan hratt á milli sín og voru að finna góð, opin færi. Haukar héldu sér samt vel inn í leiknum og leikhlutinn endaði í stöðunni 17-21. Annar leikhlutinn hófst svo á nokkurskonar þriggja stiga keppni þar sem liðin skiptust á að setja hvern þristin á eftir öðrum. Um miðbik leikhlutans virtist hinsvegar slokkna aðeins á heima mönnum og ÍR-ingar keyrðu upp hraðann. Þeir náðu þá mest að koma forskotinu upp í 14 stig. Haukar náðu aðeins að laga stöðuna áður en flautað var til hálfleiks og staðan þá 40-49. Það var mikill hraði í leiknum þegar seinni hálfleikur hófst. Bæði lið að spila stuttar sóknir og skotin voru að detta hjá báðum liðum. Það var svo aftur um miðbik leikhlutans sem hraðinn minnkaði töluvert en vörn ÍR náði þá að loka vel á Hauka. Þá gátu Breiðhyltingar hægt og rólega aukið forskotið og leikhlutinn endaði í stöðunni 58-72. ÍR-ingar voru fljótir í loka leikhlutanum að keyra upp forskotið í 20 stig, þannig að úrslit leiksins skyldu ekki vera í neinni hættu. Þá róaðist leikurinn töluvert eftir það og Haukar náður fínu áhlaupi til að minnka muninn. Lokatölur 80-91 og ÍR fer áfram í úrslitakeppnina. Atvik leiksins Hugi Hallgrímsson henti í mjög skemmtilegt alley-oop í þriðja leikhlutanum. Hann gaf það svekktum Hauka stuðningsmönnum eitthvað til að taka með sér á koddann. Stjörnur og skúrkar Jacob Falko var eins og svo oft áður mjög beittur fyrir ÍR sóknarlega, með 18 stig, fimm fráköst og 10 stoðsendingar. Hugi Halldórs átti svo virkilega góðan leik fyrir Hauka með 17 stig, þrjú fráköst og fjögur blokk Enginn skúrkur í þessum leik. ÍR liðið spilaði allt vel og Hauka liðið var ekki að spila fyrir neitt þannig þeir gerðu bara það besta úr þessum leik sem þeir gátu. Dómararnir Teymið átti fínan leik, þrátt fyrir eina og eina ákvörðun sem var vafasöm, þá skipti það engu máli varðandi úrslitin. Stemning og umgjörð Heimamenn voru fámennari í stúkunni í kvöld enda ekkert fyrir Hauka að spila fyrir. Breiðhyltingar fjölmenntu hinsvegar og sáu um það að halda uppi stuðinu. Þeir sungu og trölluðu allan leikinn, menn leiksins að mínu mati.
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti