Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2025 07:30 Gjert Ingebrigtsen er sakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi. epa/VIDAR RUUD Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjórða degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt Ingrid og bróður hennar, Ólympíumeistarann Jakob, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í gær rifjaði Ingrid upp þegar faðir hennar neyddi hana til að halda áfram að hlaupa á hlaupabretti á heimili fjölskyldunnar, þrátt fyrir að hún ætti erfitt með andardrátt eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín. „Ég endaði á því að stökkva af hlaupabrettinu, hljóp upp í herbergið mitt og andaði. Ég reyndi að róa mig. Ég sagðist vilja hætta í íþróttum,“ sagði Ingrid. Sá enga framtíð Ingebrigtsen-fjölskyldan var til umfjöllunar í afar vinsælum raunveruleikaþáttum í Noregi, Team Ingebrigtsen. Eftir atvikið á hlaupabrettinu segist Ingrid hafa brotnað saman fyrir framan sjónvarpsfólkið. „Þeir spurðu mig venjulegrar spurningar, um framtíðina á ferlinum. Þá sá ég enga framtíð og brotnaði saman. Ég gat ekki stjórnað neinu. Þeir horfðu á mig skelfingu lostnir og viðtalinu lauk,“ sagði Ingrid sem var fimm ára þegar tökur á þáttunum hófust. Hún er átján ára í dag. Í réttarhöldunum rifjaði Ingrid einnig upp þegar faðir hennar sló hana með blautu handklæði í andlitið þegar hún vildi fara út með vinum sínum. Að hennar sögn var Gjert afar ósáttur með að hún hafi viljað hætta að hlaupa. „Hann gat hunsað mig algjörlega. Mér leið eins og hann væri reiður út í mig. Einn daginn sagðist ekki sjá mig lengur sem dóttur sína,“ sagði Ingrid. Atvikið þegar Gjert sló Ingrid í andlitið með handklæðinu varð til þess að bræður hennar slitu á öll samskipti við hann og ráku hann sem þjálfara þeirra. Réttarhöldin í málinu munu standa til 16. maí. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á fjórða degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt Ingrid og bróður hennar, Ólympíumeistarann Jakob, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í gær rifjaði Ingrid upp þegar faðir hennar neyddi hana til að halda áfram að hlaupa á hlaupabretti á heimili fjölskyldunnar, þrátt fyrir að hún ætti erfitt með andardrátt eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín. „Ég endaði á því að stökkva af hlaupabrettinu, hljóp upp í herbergið mitt og andaði. Ég reyndi að róa mig. Ég sagðist vilja hætta í íþróttum,“ sagði Ingrid. Sá enga framtíð Ingebrigtsen-fjölskyldan var til umfjöllunar í afar vinsælum raunveruleikaþáttum í Noregi, Team Ingebrigtsen. Eftir atvikið á hlaupabrettinu segist Ingrid hafa brotnað saman fyrir framan sjónvarpsfólkið. „Þeir spurðu mig venjulegrar spurningar, um framtíðina á ferlinum. Þá sá ég enga framtíð og brotnaði saman. Ég gat ekki stjórnað neinu. Þeir horfðu á mig skelfingu lostnir og viðtalinu lauk,“ sagði Ingrid sem var fimm ára þegar tökur á þáttunum hófust. Hún er átján ára í dag. Í réttarhöldunum rifjaði Ingrid einnig upp þegar faðir hennar sló hana með blautu handklæði í andlitið þegar hún vildi fara út með vinum sínum. Að hennar sögn var Gjert afar ósáttur með að hún hafi viljað hætta að hlaupa. „Hann gat hunsað mig algjörlega. Mér leið eins og hann væri reiður út í mig. Einn daginn sagðist ekki sjá mig lengur sem dóttur sína,“ sagði Ingrid. Atvikið þegar Gjert sló Ingrid í andlitið með handklæðinu varð til þess að bræður hennar slitu á öll samskipti við hann og ráku hann sem þjálfara þeirra. Réttarhöldin í málinu munu standa til 16. maí. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Sjá meira
Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29