Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 15:09 Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík síðasta sumar. Herfingin hjálpar trjáplöntum að vaxa og dafna. Áskell Jónsson Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu. Þrætt var um ágæti skógræktarverkefnis í landi Saltvíkur utan við Húsavík síðsumars í fyrra. Fyrirtækið Yggdrasill Carbon herfði þar rásir í mólendi til þess að undirbúa kolefnisbindingarverkefni fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Ýmsir íbúar gagnrýndu að grónu mólendi hefði verið spillt fyrir skógræktina. Nú hafa samtökin Fuglavernd kært framkvæmdirnar í fyrra til lögreglustjóran á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá samtökunum segja þau að framkvæmdirnar hafi falið í sér umtalsvert rask á náttúrulegu mólendi og varplendum fugla við Húsavík. Þær hafi átt sér stað á varptíma fugla. Segja samtökin að náttúruverndarlög, lög um villidýr og velferð dýra kunni að hafa verið brotin. Þannig séu varpsvæði heiðlóu og spóa vernduð samkvæmt lögum. Þau byggja einnig á að mögulega hafi framkvæmdirnar farið fram án nauðsynlegs mats eða leyfis. Skipulagsstofnun hafi framkvæmdir á tveimur jörðum í Norðurþingi nú til skoðunar, þar á meðal verkefni á vegum Yggdrasils. Yggdrasill Carbon vinnur að loftslagsverkefnum í íslenskri náttúru sem gefa vottaðar kolefniseiningar og hefur lagt aðaláherslu á kolefnisbindingu í skógi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Hilmar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði ekki heyrt af kærunni þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann segir að jarðvinnsla af þessu tagi fari helst ekki fram á viðkvæmum tíma fyrir fugla. Þegar það sé gert sé gengið úr skugga um að engin hreiður séu til staðar. Það hafi verið gert við skógræktina í Saltvík í fyrra. Fá hreiður hafi hins vegar verið á svæðinu. Hilmar telur skýringuna á því líklega mikinn fugladauða sem átti sér stað í snemmsumarhreti sem gekk yfir Norðurland í byrjun júní. Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda YGG Carbon.Aðsend Óreiðukennd umræða um kolefnisbindingu skóga Deilurnar um skógræktina fyrir norðan urðu kveikja að óreiðukenndri umræðu um kolefnisbindingu skóga þar sem sérfræðingum frá ólíkum stofnunum greindi á um hvort að lággróður eða skógur væri betur til þess fallinn að binda kolefni. Land og skógur, opinber stofnun sem fer með skógræktar- og landgræðslumál, gerði athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins um kolefnisbindingu skóga í febrúar. Frétt RÚV byggði á fullyrðingum Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi. Stofnunin benti á að móti að fullyrðingar hennar byggðust aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs en ekki vistkerfisins í heild. Heildarbinding í skógum væri þannig alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hefðu verið gerðar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum framkvæmdastjóra Yggdrasils Carbon. Norðurþing Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Þrætt var um ágæti skógræktarverkefnis í landi Saltvíkur utan við Húsavík síðsumars í fyrra. Fyrirtækið Yggdrasill Carbon herfði þar rásir í mólendi til þess að undirbúa kolefnisbindingarverkefni fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Ýmsir íbúar gagnrýndu að grónu mólendi hefði verið spillt fyrir skógræktina. Nú hafa samtökin Fuglavernd kært framkvæmdirnar í fyrra til lögreglustjóran á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá samtökunum segja þau að framkvæmdirnar hafi falið í sér umtalsvert rask á náttúrulegu mólendi og varplendum fugla við Húsavík. Þær hafi átt sér stað á varptíma fugla. Segja samtökin að náttúruverndarlög, lög um villidýr og velferð dýra kunni að hafa verið brotin. Þannig séu varpsvæði heiðlóu og spóa vernduð samkvæmt lögum. Þau byggja einnig á að mögulega hafi framkvæmdirnar farið fram án nauðsynlegs mats eða leyfis. Skipulagsstofnun hafi framkvæmdir á tveimur jörðum í Norðurþingi nú til skoðunar, þar á meðal verkefni á vegum Yggdrasils. Yggdrasill Carbon vinnur að loftslagsverkefnum í íslenskri náttúru sem gefa vottaðar kolefniseiningar og hefur lagt aðaláherslu á kolefnisbindingu í skógi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Hilmar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði ekki heyrt af kærunni þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann segir að jarðvinnsla af þessu tagi fari helst ekki fram á viðkvæmum tíma fyrir fugla. Þegar það sé gert sé gengið úr skugga um að engin hreiður séu til staðar. Það hafi verið gert við skógræktina í Saltvík í fyrra. Fá hreiður hafi hins vegar verið á svæðinu. Hilmar telur skýringuna á því líklega mikinn fugladauða sem átti sér stað í snemmsumarhreti sem gekk yfir Norðurland í byrjun júní. Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda YGG Carbon.Aðsend Óreiðukennd umræða um kolefnisbindingu skóga Deilurnar um skógræktina fyrir norðan urðu kveikja að óreiðukenndri umræðu um kolefnisbindingu skóga þar sem sérfræðingum frá ólíkum stofnunum greindi á um hvort að lággróður eða skógur væri betur til þess fallinn að binda kolefni. Land og skógur, opinber stofnun sem fer með skógræktar- og landgræðslumál, gerði athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins um kolefnisbindingu skóga í febrúar. Frétt RÚV byggði á fullyrðingum Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi. Stofnunin benti á að móti að fullyrðingar hennar byggðust aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs en ekki vistkerfisins í heild. Heildarbinding í skógum væri þannig alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hefðu verið gerðar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum framkvæmdastjóra Yggdrasils Carbon.
Norðurþing Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira