Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 29. mars 2025 07:03 Nú hefur meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði fundið sig knúinn til að þrengja að réttindum fatlaðs fólk. Það gerðist þegar settar voru nýjar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði í bænum. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn nú í vikunni, þrátt fyrir mótmæli okkar jafnaðarmanna. Endurskoðun reglnanna hefur verið í undirbúningi síðan í febrúar 2024. Þegar málið hafði verið í vinnslu í tæpt á þá var skyndilega skotið inn nýju ákvæði um að einstaklingur með miklar fatlanir, sem óskar eftir víðtækri þjónustu bæjarins, þurfi að hafa samráð við sveitarfélagið um búsetuform þannig að hægt sé að samræma þjónustuþætti á vegum sveitarfélagsins. Ekki tekið tillit til umsagnar samráðshóps Samráðshópur um málefni fatlaðs fólk fékk reglurnar til umsagnar og telur að þetta ákvæði stangist á við 9. gr. laga um málefni fatlaðra. Sú grein fjallar um að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og á rétt á að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Sérhafnfirskt afbrigði Við í Samfylkingunni tókum undir þessa umsögn og bentum á að þarna sé verið að búa til flækjustig og þrengja að réttindum fatlaðra með því að þvinga fólkið til samráðs við sveitarfélagið og leggja meiri skyldur á fatlaða umfram aðra íbúa sem þurfa þjónustu frá sveitarfélaginu. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í regluverki annarra sveitarfélaga, heldur er þetta sérhafnfirskt afbrigði. Forræðishyggja meirihlutans Í þessu sérstaka ákvæði birtist gamaldags og úreltur hugsunarháttur sem vitnar ekki um virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og aðlögun fólks með fatlanir að samfélaginu. En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að hin opinberu kerfi hafi vit fyrir fólki, sérstaklega fólki með fötlun. Það heitir forræðishyggja. Breytingartillaga felld Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingartillögu um að fella burt og taka út þetta umdeilda ákvæði, en það var fellt, og reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar. Það segir ýmislegt um viðhorfið til réttinda og stöðu fatlaðs fólks. Á sama tíma og ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna undirbýr staðfestingu og innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá fara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði í allt aðra átt. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði fundið sig knúinn til að þrengja að réttindum fatlaðs fólk. Það gerðist þegar settar voru nýjar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði í bænum. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn nú í vikunni, þrátt fyrir mótmæli okkar jafnaðarmanna. Endurskoðun reglnanna hefur verið í undirbúningi síðan í febrúar 2024. Þegar málið hafði verið í vinnslu í tæpt á þá var skyndilega skotið inn nýju ákvæði um að einstaklingur með miklar fatlanir, sem óskar eftir víðtækri þjónustu bæjarins, þurfi að hafa samráð við sveitarfélagið um búsetuform þannig að hægt sé að samræma þjónustuþætti á vegum sveitarfélagsins. Ekki tekið tillit til umsagnar samráðshóps Samráðshópur um málefni fatlaðs fólk fékk reglurnar til umsagnar og telur að þetta ákvæði stangist á við 9. gr. laga um málefni fatlaðra. Sú grein fjallar um að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og á rétt á að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Sérhafnfirskt afbrigði Við í Samfylkingunni tókum undir þessa umsögn og bentum á að þarna sé verið að búa til flækjustig og þrengja að réttindum fatlaðra með því að þvinga fólkið til samráðs við sveitarfélagið og leggja meiri skyldur á fatlaða umfram aðra íbúa sem þurfa þjónustu frá sveitarfélaginu. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í regluverki annarra sveitarfélaga, heldur er þetta sérhafnfirskt afbrigði. Forræðishyggja meirihlutans Í þessu sérstaka ákvæði birtist gamaldags og úreltur hugsunarháttur sem vitnar ekki um virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og aðlögun fólks með fatlanir að samfélaginu. En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að hin opinberu kerfi hafi vit fyrir fólki, sérstaklega fólki með fötlun. Það heitir forræðishyggja. Breytingartillaga felld Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingartillögu um að fella burt og taka út þetta umdeilda ákvæði, en það var fellt, og reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar. Það segir ýmislegt um viðhorfið til réttinda og stöðu fatlaðs fólks. Á sama tíma og ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna undirbýr staðfestingu og innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá fara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði í allt aðra átt. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun