Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2025 12:43 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Hann segir slíkar aðgerðir skila hallalausum ríkissjóði fyrr en áður hafði verið áætlað. Þá á að sækja auknar tekjur í veiðigjald, aðgangstýringargjald og bifreiðagjald. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrstu fjármálaætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir árin 2026 til 2030 í ráðuneyti sínu í morgun. Fram kemur að efnahagslegur stöðuleiki, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta séu leiðarljós áætlunarinnar. Þá er stefnt á að ríkissjóður verði hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera árið 2028. Það sé ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Daði segir fleira ólíkt með fjármálaáætlunum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna. „Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Þetta er langt og flókið heiti og þýðir að mínu mati í raun og veru, ég ætla að gera eitthvað til að laga stöðuna. Ég hneykslaðist svolítið á þessu í áætlun fyrrverandi ríkisstjórnar enda eru engar slíkar aðgerðir í þessari áætlun. Það liggur alveg fyrir að til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að markmiðum verði náð með því að hagræða um hundrað og sjö milljarða króna í opinberum rekstri á tímabilinu. Daði segir ríkisstjórnina þegar byrjaða að spara í takt við hagræðingartillögur almennings. „Til dæmis voru margar tillögur um hagræðingu í innkaupum hins opinbera, þær eru þegar komnar til framkvæmda og farnar að skila árangri. Við höfum verið að skoða lausafjárstýringu og sameiningar stofnanna. Það liggja fyrir þinginu nokkrar hugmyndir um sameiningar. Við erum að leggja niður stjórnir og sameina sýslumannsembættin. Það er ýmislegt slíkt sem er þegar komið í farveg,“ segir Daði. Þá séu ýmsar nýjar leiðir til tekjuaöflunar sem muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Veiðigjöldin hafa auðvitað verið kynnt. Síðan eru ýmsar hugmyndir um aðgangsstýringargjald í ferðaþjónustu. Þá eru breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem munu taka gildi 1. júní. Við erum sem sagt að fara úr olíugjaldi, þar sem greitt er við dæluna yfir í gjald þar sem greitt er á hvern ekinn kílómetra,“ segir Daði. Hann segir þó nokkra óvissu í áætluninni vegna stöðunnar í alþjóðlegum stjórnmálum. „Ísland er lítið opið hagkerfi. Það væri slæmt fyrir okkur ef tollastríð fer í gang,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrstu fjármálaætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir árin 2026 til 2030 í ráðuneyti sínu í morgun. Fram kemur að efnahagslegur stöðuleiki, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta séu leiðarljós áætlunarinnar. Þá er stefnt á að ríkissjóður verði hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera árið 2028. Það sé ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Daði segir fleira ólíkt með fjármálaáætlunum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna. „Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Þetta er langt og flókið heiti og þýðir að mínu mati í raun og veru, ég ætla að gera eitthvað til að laga stöðuna. Ég hneykslaðist svolítið á þessu í áætlun fyrrverandi ríkisstjórnar enda eru engar slíkar aðgerðir í þessari áætlun. Það liggur alveg fyrir að til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að markmiðum verði náð með því að hagræða um hundrað og sjö milljarða króna í opinberum rekstri á tímabilinu. Daði segir ríkisstjórnina þegar byrjaða að spara í takt við hagræðingartillögur almennings. „Til dæmis voru margar tillögur um hagræðingu í innkaupum hins opinbera, þær eru þegar komnar til framkvæmda og farnar að skila árangri. Við höfum verið að skoða lausafjárstýringu og sameiningar stofnanna. Það liggja fyrir þinginu nokkrar hugmyndir um sameiningar. Við erum að leggja niður stjórnir og sameina sýslumannsembættin. Það er ýmislegt slíkt sem er þegar komið í farveg,“ segir Daði. Þá séu ýmsar nýjar leiðir til tekjuaöflunar sem muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Veiðigjöldin hafa auðvitað verið kynnt. Síðan eru ýmsar hugmyndir um aðgangsstýringargjald í ferðaþjónustu. Þá eru breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem munu taka gildi 1. júní. Við erum sem sagt að fara úr olíugjaldi, þar sem greitt er við dæluna yfir í gjald þar sem greitt er á hvern ekinn kílómetra,“ segir Daði. Hann segir þó nokkra óvissu í áætluninni vegna stöðunnar í alþjóðlegum stjórnmálum. „Ísland er lítið opið hagkerfi. Það væri slæmt fyrir okkur ef tollastríð fer í gang,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent