Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir og Mathias Bragi Ölvisson skrifa 1. apríl 2025 23:47 Á meðan Vaka, félag lýðræðissinaðra stúdenta, hefur setið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa slæm vinnubrögð viðgengist. „Með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða.“ Þessi orð eru jafn sönn í dag og þau voru á 13. öld. Því miður hefur núverandi skrifstofa Stúdentaráðs virt lög og reglur SHÍ að vettugi og það í krafti meirihluta Vöku. Hlutverk Stúdentaráðs er að gæta hagsmuna stúdenta af festu og ábyrgð, en það sem hefur sést á þessu starfsári er öfugt við það – skipulagsleysi, ógagnsæi og endurtekin brot á lögum ráðsins. Skrifstofa Stúdentaráðs hefur t.a.m. ekki tekið saman hagsmunaskrár kjörinna fulltrúa, ógilti fyrri verklagsreglur og hefur ekki sett sér nýjar, auk þess sem upplýsingaskylda gagnvart stjórn ráðsins hefur ítrekað verið vanvirt. Síðastliðin ár hefur verið skipað lýðræðislega í nefndir Stúdentaráðs og fulltrúum skipt eftir niðurstöðum kosninga samkvæmt verklagsreglum ráðsins. Eftir að hafa ógilt verklagsreglurnar tók Vaka öll forsæti í nefndum Stúdentaráðs. Það vekur einnig miklar áhyggjur að engin fjárhagsáætlun hefur verið lögð fram á starfsárinu og það virðist sem skrifstofan ætli ekki að gefa slíka áætlun frá sér. Þetta er annað skýrt dæmi um lagabrot núverandi skrifstofu. Afleiðingarnar eru augljósar: SHÍ hefur veikst sem hagsmunasamtök, traust stúdenta til ráðsins hefur beðið hnekki og slagkraftur þess gagnvart stjórnvöldum hefur verið skertur til muna. Fyrsta starfsár Vöku í meirihluta í langan tíma verður minnst af okkur sem ár lögleysunnar, ógagnsæis og athafnaleysis. Stúdentar eiga betra skilið, og þeir munu hafa tækifæri til að krefjast breytinga sem Röskva boðar. Við viljum tryggja aftur lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð og standa vörð um hagsmunabaráttu stúdenta. Röskva vill endurbyggja bæði slagkraft SHÍ og fagmennsku, og þar með trúverðugleika ráðsins. Röskvu er treystandi til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta með heiðarleika, gagnsæi og lýðræði að leiðarljósi. Stúdentar hafa tækifæri til að krefjast breytinga á morgun og fimmtudag, 2 og 3. apríl. Kjósum Röskvu! Mathias Bragi Ölvisson er forseti Röskvu og Katla Ólafsdóttir er oddviti Röskvu í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan Vaka, félag lýðræðissinaðra stúdenta, hefur setið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa slæm vinnubrögð viðgengist. „Með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða.“ Þessi orð eru jafn sönn í dag og þau voru á 13. öld. Því miður hefur núverandi skrifstofa Stúdentaráðs virt lög og reglur SHÍ að vettugi og það í krafti meirihluta Vöku. Hlutverk Stúdentaráðs er að gæta hagsmuna stúdenta af festu og ábyrgð, en það sem hefur sést á þessu starfsári er öfugt við það – skipulagsleysi, ógagnsæi og endurtekin brot á lögum ráðsins. Skrifstofa Stúdentaráðs hefur t.a.m. ekki tekið saman hagsmunaskrár kjörinna fulltrúa, ógilti fyrri verklagsreglur og hefur ekki sett sér nýjar, auk þess sem upplýsingaskylda gagnvart stjórn ráðsins hefur ítrekað verið vanvirt. Síðastliðin ár hefur verið skipað lýðræðislega í nefndir Stúdentaráðs og fulltrúum skipt eftir niðurstöðum kosninga samkvæmt verklagsreglum ráðsins. Eftir að hafa ógilt verklagsreglurnar tók Vaka öll forsæti í nefndum Stúdentaráðs. Það vekur einnig miklar áhyggjur að engin fjárhagsáætlun hefur verið lögð fram á starfsárinu og það virðist sem skrifstofan ætli ekki að gefa slíka áætlun frá sér. Þetta er annað skýrt dæmi um lagabrot núverandi skrifstofu. Afleiðingarnar eru augljósar: SHÍ hefur veikst sem hagsmunasamtök, traust stúdenta til ráðsins hefur beðið hnekki og slagkraftur þess gagnvart stjórnvöldum hefur verið skertur til muna. Fyrsta starfsár Vöku í meirihluta í langan tíma verður minnst af okkur sem ár lögleysunnar, ógagnsæis og athafnaleysis. Stúdentar eiga betra skilið, og þeir munu hafa tækifæri til að krefjast breytinga sem Röskva boðar. Við viljum tryggja aftur lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð og standa vörð um hagsmunabaráttu stúdenta. Röskva vill endurbyggja bæði slagkraft SHÍ og fagmennsku, og þar með trúverðugleika ráðsins. Röskvu er treystandi til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta með heiðarleika, gagnsæi og lýðræði að leiðarljósi. Stúdentar hafa tækifæri til að krefjast breytinga á morgun og fimmtudag, 2 og 3. apríl. Kjósum Röskvu! Mathias Bragi Ölvisson er forseti Röskvu og Katla Ólafsdóttir er oddviti Röskvu í Stúdentaráði
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar