Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2025 11:48 Ásthildur Lóa Þórsdóttir mætir á ríkisráðsfund á Bessastöðum þegar hún baðst lausnar hjá forseta Íslands. Vísir/Anton Brink Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Allt fór á annan endann fyrir tæpum tveimur vikum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því Ásthildur Lóa hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Ásthildur Lóa ákvað að loknum fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér sem ráðherra. Hún tilkynnti afsögn sína í viðtali við RÚV sem var tekið á sama tíma og fyrsta frétt af málinu var sögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan það kom upp. RÚV hefur staðið við fréttaflutning sinn að öðru leyti en því sem fram kom í inngangi Spegilsins þar sem hún var sögð hafa eignast barn með fimmtán ára pilti. Í könnun Maskínu var fólk spurt hvort því fyndist það hafa verið rétt eða röng ákvörðun hjá Ásthildi Lóu að segja af sér ráðherradómi. Alls sögðu 74 prósent að það hefði verið rétt ákvörðun en 26 prósent telja það hafa verið ranga ákvörðun. Þá var fólk spurt hvort því hefði fundist fréttaflutningur um þau mál sem leiddu til afsagnar hennar hafa verið sanngjarn eða ósanngjarn. Alls sögðu 55 prósent að fréttaflutningir hefði verið ósanngjarn, 30 prósent sanngjarn og 15 prósent í meðallagi. Fólk var einnig spurt hvort það væri sammála eða ósammála því að Ásthildur Lóa ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Alls voru 48 prósent ósammála, 37 prósent sammála og 15 prósent í meðallagi sammála eða ósammála. Ásthildur Lóa er í leyfi frá störfum á Alþingi sem þingmaður Flokks fólksins. Hún hefur sagst reikna með að sitja áfram á þingi. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist að Ásthildur Lóa ætti einnig að segja af sér þingmennsku. 70 prósent telja hana ekki eiga að segja af sér en 30 prósent telja að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl og voru svarendur 981 talsins úr Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópurfólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svöru voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega. Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Allt fór á annan endann fyrir tæpum tveimur vikum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því Ásthildur Lóa hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Ásthildur Lóa ákvað að loknum fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér sem ráðherra. Hún tilkynnti afsögn sína í viðtali við RÚV sem var tekið á sama tíma og fyrsta frétt af málinu var sögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan það kom upp. RÚV hefur staðið við fréttaflutning sinn að öðru leyti en því sem fram kom í inngangi Spegilsins þar sem hún var sögð hafa eignast barn með fimmtán ára pilti. Í könnun Maskínu var fólk spurt hvort því fyndist það hafa verið rétt eða röng ákvörðun hjá Ásthildi Lóu að segja af sér ráðherradómi. Alls sögðu 74 prósent að það hefði verið rétt ákvörðun en 26 prósent telja það hafa verið ranga ákvörðun. Þá var fólk spurt hvort því hefði fundist fréttaflutningur um þau mál sem leiddu til afsagnar hennar hafa verið sanngjarn eða ósanngjarn. Alls sögðu 55 prósent að fréttaflutningir hefði verið ósanngjarn, 30 prósent sanngjarn og 15 prósent í meðallagi. Fólk var einnig spurt hvort það væri sammála eða ósammála því að Ásthildur Lóa ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Alls voru 48 prósent ósammála, 37 prósent sammála og 15 prósent í meðallagi sammála eða ósammála. Ásthildur Lóa er í leyfi frá störfum á Alþingi sem þingmaður Flokks fólksins. Hún hefur sagst reikna með að sitja áfram á þingi. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist að Ásthildur Lóa ætti einnig að segja af sér þingmennsku. 70 prósent telja hana ekki eiga að segja af sér en 30 prósent telja að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl og voru svarendur 981 talsins úr Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópurfólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svöru voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega.
Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira