Sjónarvottar tóku þessa mynd. Bústaðurinn brann hratt að sögn slökkviliðs. Aðsend
Gamall bústaður brann til ösku við Rauðavatn í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll þakið á bústaðnum. Ekki er vitað um orsök eldsins en enginn var í bústaðnum þegar slökkvilið bar að vettvangi og því engan sem sakaði.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til um klukkan 5:45 og sendi í kjölfarið tvo dælubíla og einn tankbíl á vettvang. Störfum þeirra var svo lokið um klukkan sex.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur í kjölfarið við vettvangi til að rannsaka upptök eldsins og hafa samband við eigendur.
Blá ljós viðbragðsaðila og eldurinn sjást vel á þessari mynd þó lítið annað sjáist. Aðsend