Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar 7. apríl 2025 06:31 Við sem búum hér á hjara veraldar skiljum öðrum fremur hversu dýrmætt það er að geta lyft sér upp. Veturinn er langur, vorið er blautt og sumarið… minnumst ekki á það ógrátandi. Við þráum svo heitt að gera okkur dagamun að dimmasti vetrarmánuðurinn er undirlagður af veisluhöldum, hlaðborðum og jólatónleikum. Svo mikið er um dýrðir að fólk er farið að kveinka sér undan streitunni sem fylgir því að reyna að hafa svona gaman. Frá janúar og fram á sumar er síðan hundleiðinlegt að búa á landinu, þess vegna erum við nánast öll á einhvers konar lyfjum eða flýjum til Tenerife, þau sem hafa efni á því þ.e.a.s. Það er bókstaflega ekkert skemmtilegt að gera hérna nema fylgjast með handbolta og Söngvakeppninni. Mig langar því að kvarta opinberlega yfir því hvernig HSÍ og RÚV hefur tekist að eyðileggja fyrir mér og örugglega fleirum, einu ókeypis skemmtunina sem er að hafa. (Ókeypis skemmtun segi ég, vitandi það að öll erum við látin borga nefskattinn sem gerir þetta mál enn ergilegra.) Hvers vegna stöndum við frammi fyrir þeim fáránlega veruleika að þurfa að velja á milli þess að stara á vegginn heima hjá okkur eða horfa framhjá landsliðstreyjum handboltaliðanna útbíuðum í auglýsingum frá fyrirtæki hvers eigandi styður Ísraelsher og horfa á Söngvakeppnina vitandi það að á endanum verður valinn keppandi sem fer og keppir í Eurovision með Ísrael innanborðs. Einu möguleikarnir sem mér eru gefnir eru að láta mér leiðast eða taka þátt og svíkja þar með samvisku mína og hjálpa til við heimurinn haldist eins ömurlegur og verst verður á kosið? Á meðan heyri ég nágrannann ýmist garga af gleði í hvert sinn sem Ísland skorar eða æpa af kæti yfir Söngvakeppninni, vegna þess að annað hvort; fylgist hann ekki með fréttum, er drullusama eða getur á óskiljanlegan hátt flokkað veruleikann í hólf þar sem ekkert lekur á milli, handbolti er bara handbolti, stuð er bara stuð og ekkert skyggir á gleðina. Ég skal segja þér hvað skyggir á gleðina kæri granni: stjórn HSÍ sem tekur þær fáránlegu ákvarðanir að þiggja fé frá fyrirtæki með eiganda sem hefur viðurkennt að styðja við Ísraelsher og glæpina sem hann fremur og láta íslensku liðin keppa við Ísrael á sama tíma og þjóð þeirra stundar þjóðarmorð. Að sama skapi er ég vonsvikin út í stjórnendur Ríkisútvarpsins sem hafa nú annað árið í röð ákveðið að senda íslensku keppendurna, sem sigruðu Söngvakeppnina, í Eurovision. Þar munu strákarnir í Væb keppa á sviði með fulltrúa frá ríki sem hefur margbrotið alþjóðalög, ríki með forsætisráðherra sem er með handtökutilskipanir dinglandi yfir sér í fjölmörgum löndum og hefur stundað þjóðarmorð í beinni útsendingu í meira en ár. Til að bæta gráu ofan á svart saka Ísraelar Væbbræður um lagastuld. Í vikunni munu svo handboltastelpurnar okkar keppa við lið Ísraels. Í stað þess að HSÍ sjái sóma sinn í að blása leikinn af hefur lögreglan blandað sér í málið og lagt til að stelpurnar keppi fyrir luktum dyrum, án áhorfenda og HSÍ ætlar að verða við því. Góða stemningin. Til hvers að halda handboltakeppni án áhorfenda? Mér þykir óásættanlegt að handboltafólkið okkar neyðist til að klæðast þessum auglýsingum og keppa við stríðsglæpaþjóð til að vinna vinnuna sína. Einnig sætti ég mig ekki við að ungt lista- og íþróttafólk sé sett í þá stöðu að missa af tækifærum eða taka þátt í ímyndarherferð Ísraels. Þau sem stýra batteríinu ættu auðvitað að bera ábyrgðina í stað þess að velta henni yfir á ungar herðar. Það er kominn tími til að við miðaldra liðið tökum ábyrgð á þessum heimi sem þau munu erfa. Er ég veik af útópískri sinnissýki ef mér dettur í hug að: a)við tökum ekki þátt í að fegra og hvítþvo þjóðarmorð og sleppum því að senda keppendur í Eurovision þar til Ísrael verður vísað úr keppni eins og Rússlandi, og b)handboltaliðin verði ekki neydd til að keppa við stríðsglæpamenn og væru styrkt af aðilum sem styðja ekki þjóðarmorð eða væri kannski bara styrkt þannig að búningarnir þurfi ekki auglýsingar? Ég myndi glöð borga handakrikaskatt ef ég fengi bara að skemmta mér í friði án þess að leiða hugann að þjóðarmorði í hvert sinn sem lít á skjáinn. Mig fýsir einnig að vita hvaða afleiðingar það hefði ef við gætum bara haldið Söngvakeppnina hérna heima og sleppt því að senda keppandann okkar út þar til þessu landráns þjóðarmorðingja ríki verður réttilega vísað úr Eurovision. Ég þrái handbolta, Eurovision og stuð og hvet almenning sem er sama sinnis að láta í sér heyra. Við erum fá, boðleiðir eru stuttar og við erum upp til hópa friðelskandi stemningsfólk sem þolum hvorki hræsni né kjaftæði. Fyrir áhugasöm þá er hér undirskriftalisti vegna Eurovision: https://island.is/undirskriftalistar/525768ea-1608-4805-870c-96c5b8917098 og hér er netfang hjá HSÍ fyrir þau sem vilja mótmæla: hsi@hsi.is Höfundur er teiknari og tónlistarkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Við sem búum hér á hjara veraldar skiljum öðrum fremur hversu dýrmætt það er að geta lyft sér upp. Veturinn er langur, vorið er blautt og sumarið… minnumst ekki á það ógrátandi. Við þráum svo heitt að gera okkur dagamun að dimmasti vetrarmánuðurinn er undirlagður af veisluhöldum, hlaðborðum og jólatónleikum. Svo mikið er um dýrðir að fólk er farið að kveinka sér undan streitunni sem fylgir því að reyna að hafa svona gaman. Frá janúar og fram á sumar er síðan hundleiðinlegt að búa á landinu, þess vegna erum við nánast öll á einhvers konar lyfjum eða flýjum til Tenerife, þau sem hafa efni á því þ.e.a.s. Það er bókstaflega ekkert skemmtilegt að gera hérna nema fylgjast með handbolta og Söngvakeppninni. Mig langar því að kvarta opinberlega yfir því hvernig HSÍ og RÚV hefur tekist að eyðileggja fyrir mér og örugglega fleirum, einu ókeypis skemmtunina sem er að hafa. (Ókeypis skemmtun segi ég, vitandi það að öll erum við látin borga nefskattinn sem gerir þetta mál enn ergilegra.) Hvers vegna stöndum við frammi fyrir þeim fáránlega veruleika að þurfa að velja á milli þess að stara á vegginn heima hjá okkur eða horfa framhjá landsliðstreyjum handboltaliðanna útbíuðum í auglýsingum frá fyrirtæki hvers eigandi styður Ísraelsher og horfa á Söngvakeppnina vitandi það að á endanum verður valinn keppandi sem fer og keppir í Eurovision með Ísrael innanborðs. Einu möguleikarnir sem mér eru gefnir eru að láta mér leiðast eða taka þátt og svíkja þar með samvisku mína og hjálpa til við heimurinn haldist eins ömurlegur og verst verður á kosið? Á meðan heyri ég nágrannann ýmist garga af gleði í hvert sinn sem Ísland skorar eða æpa af kæti yfir Söngvakeppninni, vegna þess að annað hvort; fylgist hann ekki með fréttum, er drullusama eða getur á óskiljanlegan hátt flokkað veruleikann í hólf þar sem ekkert lekur á milli, handbolti er bara handbolti, stuð er bara stuð og ekkert skyggir á gleðina. Ég skal segja þér hvað skyggir á gleðina kæri granni: stjórn HSÍ sem tekur þær fáránlegu ákvarðanir að þiggja fé frá fyrirtæki með eiganda sem hefur viðurkennt að styðja við Ísraelsher og glæpina sem hann fremur og láta íslensku liðin keppa við Ísrael á sama tíma og þjóð þeirra stundar þjóðarmorð. Að sama skapi er ég vonsvikin út í stjórnendur Ríkisútvarpsins sem hafa nú annað árið í röð ákveðið að senda íslensku keppendurna, sem sigruðu Söngvakeppnina, í Eurovision. Þar munu strákarnir í Væb keppa á sviði með fulltrúa frá ríki sem hefur margbrotið alþjóðalög, ríki með forsætisráðherra sem er með handtökutilskipanir dinglandi yfir sér í fjölmörgum löndum og hefur stundað þjóðarmorð í beinni útsendingu í meira en ár. Til að bæta gráu ofan á svart saka Ísraelar Væbbræður um lagastuld. Í vikunni munu svo handboltastelpurnar okkar keppa við lið Ísraels. Í stað þess að HSÍ sjái sóma sinn í að blása leikinn af hefur lögreglan blandað sér í málið og lagt til að stelpurnar keppi fyrir luktum dyrum, án áhorfenda og HSÍ ætlar að verða við því. Góða stemningin. Til hvers að halda handboltakeppni án áhorfenda? Mér þykir óásættanlegt að handboltafólkið okkar neyðist til að klæðast þessum auglýsingum og keppa við stríðsglæpaþjóð til að vinna vinnuna sína. Einnig sætti ég mig ekki við að ungt lista- og íþróttafólk sé sett í þá stöðu að missa af tækifærum eða taka þátt í ímyndarherferð Ísraels. Þau sem stýra batteríinu ættu auðvitað að bera ábyrgðina í stað þess að velta henni yfir á ungar herðar. Það er kominn tími til að við miðaldra liðið tökum ábyrgð á þessum heimi sem þau munu erfa. Er ég veik af útópískri sinnissýki ef mér dettur í hug að: a)við tökum ekki þátt í að fegra og hvítþvo þjóðarmorð og sleppum því að senda keppendur í Eurovision þar til Ísrael verður vísað úr keppni eins og Rússlandi, og b)handboltaliðin verði ekki neydd til að keppa við stríðsglæpamenn og væru styrkt af aðilum sem styðja ekki þjóðarmorð eða væri kannski bara styrkt þannig að búningarnir þurfi ekki auglýsingar? Ég myndi glöð borga handakrikaskatt ef ég fengi bara að skemmta mér í friði án þess að leiða hugann að þjóðarmorði í hvert sinn sem lít á skjáinn. Mig fýsir einnig að vita hvaða afleiðingar það hefði ef við gætum bara haldið Söngvakeppnina hérna heima og sleppt því að senda keppandann okkar út þar til þessu landráns þjóðarmorðingja ríki verður réttilega vísað úr Eurovision. Ég þrái handbolta, Eurovision og stuð og hvet almenning sem er sama sinnis að láta í sér heyra. Við erum fá, boðleiðir eru stuttar og við erum upp til hópa friðelskandi stemningsfólk sem þolum hvorki hræsni né kjaftæði. Fyrir áhugasöm þá er hér undirskriftalisti vegna Eurovision: https://island.is/undirskriftalistar/525768ea-1608-4805-870c-96c5b8917098 og hér er netfang hjá HSÍ fyrir þau sem vilja mótmæla: hsi@hsi.is Höfundur er teiknari og tónlistarkona
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun