Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2025 23:01 Sigrún segir ekki það sama að foreldrar horfi á þættina með börnum sínum og að heilum bekk séu sýndir þættirnir í skólanum. Samsett Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu. Fjallað var um það fyrr í dag að landlæknisembættið hefði sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst var gegn því að nemendum verði sérstaklega sýndir þættirnir Adolescence. „Þarna er ekki um ræða gagnreynda nálgun að ræða. Þetta er ekki efni sem er framleitt sem forvarnarefni. Þetta er sjónvarpsefni og fyrst og fremst listrænt verk, eins og önnur kvikmyndaverk og sjónvarpsefni. Forvarnir lúta öðrum lögmálum en slíkt efni,“ segir Sigrún sem ræddi bréfið og innihald þess í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir efni sem ekki sé hannað í þeim tilgangi að vera forvörn geti skaðað. Efni sem sé hannað til að vera listrænt efni eins og þetta sé hannað til að skapa viðbrögð, ótta eða skömm, og hafa sjokkerandi efni. „Það eru einmitt dæmi um forvarnir sem almennt eru ekki taldar vera gagnlegar,“ segir Sigrún og að slíkt efni vinni ekki í áttina að því að breyta hegðun fólks. Forvörnum sé ætla að reyna að breyta hegðun fólks eða viðhorfum og fyrirbyggja eitthvað. „Þá þarf aðra nálgun.“ Sigrún segir bréfið hafa verið sent á skólastjórnendur og þá sem vinna með börnum til að koma í veg fyrir að það kæmi til umræðu að sýna þættina. „Þetta eru þættir sem hafa vakið sterk viðbrögð í samfélaginu og eru sem sjónvarpsefni gott og gilt sem slíkt. Þau hafa vakið sterka samfélagsumræðu þannig við gátum alveg ímyndað okkur að einhverjum finndist þetta vera tilvalið að nýta í forvarnartilgangi, og erum þarna að benda á að það sé ekki heppileg nálgun og kannski ekki síst að nota tækifærið til að benda á hvað er þá heppileg nálgun. Hvaða nálgun viljum við mæla með að skólarnir séu að fara og þeir sem eru að vinna með börnum.“ Sigrún segir það ekki endilega eins að foreldrar ákveði að horfa með barninu sínu og að skólar sýni þættina í forvarnarskyni. Foreldrar þekki börnin sín og viti hvað er gott fyrir þau. „Börn eru með allskonar bakgrunn og allskonar lífsreynslu að baki. Sem foreldri, ef þetta er eitthvað sem þú telur að þetta sé eitthvað gagnlegt sem þið getið horft á saman þá er mikilvætt að taka bara almennilega umræðu í kringum þetta.“ Kennarar ekki allir með réttu bjargráðin Í bréfi landlæknis til kennara er varað við því að sumir kennarar séu mögulega ekki með bjargráð til að bregðast við þeim viðbrögðum sem börnin gætu sýnt eftir ð hafa horft á þættina. Um þetta segir Sigrún að kennara séu auðvitað fagfólk og færa að takast á við flest sem kemur upp í skólastofunni en svona efni geti verið triggerandi fyrir börn sem hafi til dæmis upplifað ofbeldi eða eitthvað líkt því. Börn séu ólík og viðbrögð þeirra geti verið ólík eftir þeirra bakgrunni og upplifunum. Hvort þetta sé forræðishyggja segir Sigrún starfsmenn embættisins vinna við það að efla lýðheilsu og þau vilji vera í góðu samtali við skóla landsins og almenning. „Okkar hlutverk er að koma því á framfæri sem við teljum vera heppilegt og síður heppilegt. Það er okkar hlutverk að benda á það,“ segir Sigrún og að yfirleitt séu viðbrögðin frá skólunum góð þegar þau bendi á eitthvað svona. Skólarnir vilji gera vel og ekki gera eitthvað sem sé ekki mælt með eða árangursríkt í forvörnum. Þau vilji fara vel með tímann sinn og hafa áherslur sem séu líklegar til að bera árangur. Sigrún segir mikilvægt að muna að börn og ungmenni, séu ekki fullþroska einstaklingar og þau meðtaki efni, áreiti og reynslu á annan hátt en fullorðnir. „Þau eru ekki litlir fullorðnir og þegar það er aldurstakmark á efni er það gert á þeim forsendum að þau hafi ekki forsendur til að meðtaka það sem er verið að bera á borð þannig að þau geti unnið úr þeim upplýsingum og lífsreynslu á sem heppilegasta máta.“ Fórnarlambið ósýnilegt Í bréfi embættisins var einnig talað um að í stað þess að koma í veg fyrir gæti svona efni stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum. Sigrún segir þannig efnið kannski sýnt til að vekja ótta eða sjokkera en það geti haft öfug áhrif. Sjónarhornið í þáttunum sé til dæmis alfarið frá gerandanum séð. Fórnarlambið sé þögult og nánast ósýnilegt og þannig geti efnið vakið samúð með gerandanum. „Það eitt og sér getur verið triggerandi fyrir þolendur en getur líka, fyrir þeim sem eru viðkvæmir fyrir þannig skilaboðum, skilið ákveðna einstaklinga með þá hugsun að það sé lógísk skýring á því af hverju gerandinn gerir það sem hann gerir. Það sé skiljanlegt og getur þannig styrkt enn frekar skoðanir um að undir einhverjum kringumstæðum sé svona hegðun jafnvel réttlætanleg.“ Sigrún segist sjálf hafa séð þættina og henni hafi, eins og mörgum öðrum, þótt þeir gott innlegg í samfélagsumræðuna og samtímann. „En það er það sem skilur, þó að eitthvað sé gott sjónvarpsefni, gott innlegg í samfélagsumræðu þýðir það ekki sjálfkrafa að þetta sé heppilegt forvarnarefni inn í skóla.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Bretland Grunnskólar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Tengdar fréttir Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Sérsveitin brýtur niður dyrnar á heimili venjulegrar fjölskyldu í breskum bæ og handtekur þrettán ára dreng. Hann er grunaður um að hafa myrt bekkjarsystur sína en neitar staðfastlega sök. 21. mars 2025 07:00 Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar sem benda til þess að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili þar lykilhlutverk en mikilvægt sé að sporna gegn hatursorðræðu. 5. apríl 2025 12:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í dag að landlæknisembættið hefði sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst var gegn því að nemendum verði sérstaklega sýndir þættirnir Adolescence. „Þarna er ekki um ræða gagnreynda nálgun að ræða. Þetta er ekki efni sem er framleitt sem forvarnarefni. Þetta er sjónvarpsefni og fyrst og fremst listrænt verk, eins og önnur kvikmyndaverk og sjónvarpsefni. Forvarnir lúta öðrum lögmálum en slíkt efni,“ segir Sigrún sem ræddi bréfið og innihald þess í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir efni sem ekki sé hannað í þeim tilgangi að vera forvörn geti skaðað. Efni sem sé hannað til að vera listrænt efni eins og þetta sé hannað til að skapa viðbrögð, ótta eða skömm, og hafa sjokkerandi efni. „Það eru einmitt dæmi um forvarnir sem almennt eru ekki taldar vera gagnlegar,“ segir Sigrún og að slíkt efni vinni ekki í áttina að því að breyta hegðun fólks. Forvörnum sé ætla að reyna að breyta hegðun fólks eða viðhorfum og fyrirbyggja eitthvað. „Þá þarf aðra nálgun.“ Sigrún segir bréfið hafa verið sent á skólastjórnendur og þá sem vinna með börnum til að koma í veg fyrir að það kæmi til umræðu að sýna þættina. „Þetta eru þættir sem hafa vakið sterk viðbrögð í samfélaginu og eru sem sjónvarpsefni gott og gilt sem slíkt. Þau hafa vakið sterka samfélagsumræðu þannig við gátum alveg ímyndað okkur að einhverjum finndist þetta vera tilvalið að nýta í forvarnartilgangi, og erum þarna að benda á að það sé ekki heppileg nálgun og kannski ekki síst að nota tækifærið til að benda á hvað er þá heppileg nálgun. Hvaða nálgun viljum við mæla með að skólarnir séu að fara og þeir sem eru að vinna með börnum.“ Sigrún segir það ekki endilega eins að foreldrar ákveði að horfa með barninu sínu og að skólar sýni þættina í forvarnarskyni. Foreldrar þekki börnin sín og viti hvað er gott fyrir þau. „Börn eru með allskonar bakgrunn og allskonar lífsreynslu að baki. Sem foreldri, ef þetta er eitthvað sem þú telur að þetta sé eitthvað gagnlegt sem þið getið horft á saman þá er mikilvætt að taka bara almennilega umræðu í kringum þetta.“ Kennarar ekki allir með réttu bjargráðin Í bréfi landlæknis til kennara er varað við því að sumir kennarar séu mögulega ekki með bjargráð til að bregðast við þeim viðbrögðum sem börnin gætu sýnt eftir ð hafa horft á þættina. Um þetta segir Sigrún að kennara séu auðvitað fagfólk og færa að takast á við flest sem kemur upp í skólastofunni en svona efni geti verið triggerandi fyrir börn sem hafi til dæmis upplifað ofbeldi eða eitthvað líkt því. Börn séu ólík og viðbrögð þeirra geti verið ólík eftir þeirra bakgrunni og upplifunum. Hvort þetta sé forræðishyggja segir Sigrún starfsmenn embættisins vinna við það að efla lýðheilsu og þau vilji vera í góðu samtali við skóla landsins og almenning. „Okkar hlutverk er að koma því á framfæri sem við teljum vera heppilegt og síður heppilegt. Það er okkar hlutverk að benda á það,“ segir Sigrún og að yfirleitt séu viðbrögðin frá skólunum góð þegar þau bendi á eitthvað svona. Skólarnir vilji gera vel og ekki gera eitthvað sem sé ekki mælt með eða árangursríkt í forvörnum. Þau vilji fara vel með tímann sinn og hafa áherslur sem séu líklegar til að bera árangur. Sigrún segir mikilvægt að muna að börn og ungmenni, séu ekki fullþroska einstaklingar og þau meðtaki efni, áreiti og reynslu á annan hátt en fullorðnir. „Þau eru ekki litlir fullorðnir og þegar það er aldurstakmark á efni er það gert á þeim forsendum að þau hafi ekki forsendur til að meðtaka það sem er verið að bera á borð þannig að þau geti unnið úr þeim upplýsingum og lífsreynslu á sem heppilegasta máta.“ Fórnarlambið ósýnilegt Í bréfi embættisins var einnig talað um að í stað þess að koma í veg fyrir gæti svona efni stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum. Sigrún segir þannig efnið kannski sýnt til að vekja ótta eða sjokkera en það geti haft öfug áhrif. Sjónarhornið í þáttunum sé til dæmis alfarið frá gerandanum séð. Fórnarlambið sé þögult og nánast ósýnilegt og þannig geti efnið vakið samúð með gerandanum. „Það eitt og sér getur verið triggerandi fyrir þolendur en getur líka, fyrir þeim sem eru viðkvæmir fyrir þannig skilaboðum, skilið ákveðna einstaklinga með þá hugsun að það sé lógísk skýring á því af hverju gerandinn gerir það sem hann gerir. Það sé skiljanlegt og getur þannig styrkt enn frekar skoðanir um að undir einhverjum kringumstæðum sé svona hegðun jafnvel réttlætanleg.“ Sigrún segist sjálf hafa séð þættina og henni hafi, eins og mörgum öðrum, þótt þeir gott innlegg í samfélagsumræðuna og samtímann. „En það er það sem skilur, þó að eitthvað sé gott sjónvarpsefni, gott innlegg í samfélagsumræðu þýðir það ekki sjálfkrafa að þetta sé heppilegt forvarnarefni inn í skóla.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Bretland Grunnskólar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Tengdar fréttir Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Sérsveitin brýtur niður dyrnar á heimili venjulegrar fjölskyldu í breskum bæ og handtekur þrettán ára dreng. Hann er grunaður um að hafa myrt bekkjarsystur sína en neitar staðfastlega sök. 21. mars 2025 07:00 Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar sem benda til þess að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili þar lykilhlutverk en mikilvægt sé að sporna gegn hatursorðræðu. 5. apríl 2025 12:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Sérsveitin brýtur niður dyrnar á heimili venjulegrar fjölskyldu í breskum bæ og handtekur þrettán ára dreng. Hann er grunaður um að hafa myrt bekkjarsystur sína en neitar staðfastlega sök. 21. mars 2025 07:00
Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar sem benda til þess að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili þar lykilhlutverk en mikilvægt sé að sporna gegn hatursorðræðu. 5. apríl 2025 12:01