Viðskipti innlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið

Árni Sæberg skrifar
Farþegar sem sitja í þessum sætum um borð í vélum Icelandair munu héðan í frá þurfa að greiða fyrir gosið, að því gefnu að þeir séu á leið til Evrópu.
Farþegar sem sitja í þessum sætum um borð í vélum Icelandair munu héðan í frá þurfa að greiða fyrir gosið, að því gefnu að þeir séu á leið til Evrópu. Vísir/Vilhelm

Icelandair hóf í dag að rukka fyrir aðra óáfenga drykki en vatn, kaffi og te á almennu farrými á Evrópuleiðum. Það er sagt liður í auka skilvirkni í rekstri félagsins.

Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, í svari við fyrirspurn Vísis.

Hún segir að við sama tækifæri hafi félagið aukið úrval drykkja á matseðlinum og meðal annars bætt við orkudrykkjum og smoothie, sem mikil eftirspurn hafi verið eftir. Breytingin sé í takt við það sem almennt tíðkast í flugi innan Evrópu en flest flugfélög sem Icelandair beri sig saman við selji óáfenga drykki um borð. 

Áfram verði þó boðið upp á óáfenga drykki endurgjaldslaust til og frá Norður Ameríku. „Þetta er ein fjölmargra breytinga sem Icelandair vinnur nú að til þess að auka skilvirkni í rekstri félagsins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×