„Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar 11. apríl 2025 11:31 Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Reyndin varð önnur – en það kom ekki til af góðu. Maður er ýmsu vanur úr herbúðum þessa meirihluta – og kannski fyrst og fremst frá bæjarstjóranum sem greinilega lítur á sína tilveru þannig að það eiga ekki að gilda sömu reglur um hana og aðra. Dagskrárefnið var meðal annars svokallaðar „hagræðingartillögur meirihlutans vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara í skólum og leikskólum bæjarins“. Lágkúran var með ólíkindum. Þegar ég heyrði bæjarstjóra Kópavogs byrja að tala – þá rifjaðist upp texti úr lagi Stuðmanna af plötunni „Listin að lifa“ frá 1989 sem ber heitið „Bara ef það hentar mér“. Þar segir m.a: Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber, ég sé það sem að hentar mér, svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er og heyri það sem hentar mér. Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér, ég skil það sem hentar mér. „Hagræðingartillögur“ meirihluta bæjarstjórnar voru fyrst og fremst á þá leið að „lækka laun kjörinna fulltrúa“ um 10%. Svo komu alls konar tillögur sem höfðu ekkert með „hagræðingu“ að gera. Auknar tekjur og lægri kostnaður vegna styttri viðveru nemenda í leikskólum bæjarins, sala eigna og svo aukning á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að Kópavogsbær fái meiri tekjur frá ríkinu er gott mál – en hvað hefur það með „ráðdeild og sparsemi“ að gera? Breyttar forsendur fyrir fjárhagsáætlun (t.d. færri börn sem dvelja á leikskólum) hefur ekkert „hagræðingu“ að gera. Reyndar voru þarna tillögur eins og að hækka gjöld á smíðavöllum bæjarins og að stytta opnunartíma sundlauga í Kópavogi. Nokkuð sem skiptir engu máli í heildarsamhenginu en segir margt um hugarfar meirihlutans. Þessi meirihluti hefur dásamað „Kópavogsmódelið“ í rekstri 22 leikskóla bæjarins. Með þeirri ráðstöfun er verið er að flytja umönnun og kennslu á fyrsta skólastiginu inn á heimilin aftur – og lækkun kostnaðar er auðvitað afleiðingin. Engar rannsóknir hafa kannað hvað áhrif minnkandi meðaldvalartími barna á leikskólum bæjarins (úr 8,05 klst í 7,2klst) hefur haft á foreldra leikskólabarna í bænum og börnin sjálf – sem auðvitað skiptir höfuðmáli. Hins vegar vantar ekki sjálfumgleði meirihlutans vegna þessara breytinga, þó engin gögn styðji ágæti þessar breytingar. Mest sláandi var að bæjarstjórinn sjálfur mun ekki taka á sig þessar launalækkanir eins og aðrir kjörnir fulltrúar. Heildarlaun bæjarstjórans eiga einungis að lækka um 1,8%! Tillögur minnihlutans um að hún myndi lækka í launum eins og aðrir kjörnir fulltrúar voru snarlega felldar af meirihlutanum. Sem er óskiljanleg meðvirkni og ekkert annað en forréttindablinda. Hendum kennurum fyrir vagninn Ég hitti góðan og gegnan Framsóknarmann úr Kópavogi í vikunni. Hann hefur kennarabakgrunn og miklar efasemdir um þessa ráðstöfun. „Hvaða skilaboð er verið að senda til kennarastéttarinnar?“ spurði hann. „Það er verið að skapa hugrenningatengsl um að versnandi afkoma bæjarsjóðs sé þeim að kenna, jafnvel þó bæjarstjórn hafi átt aðild að þessum samningum með galopin augun. Hvað gerist næst? Það er mjög dapurt að henda kennarastéttinni með þessum hætti fyrir vagninn og gera þá ábyrga fyrir að hafa samið um kaup og kjör eins og aðrir í samfélaginu“ sagði þessi ágæti maður. Þeir sem í raun lenda í niðurskurði og beinlínis lækkun í launum eru kjörnir fulltrúar. Ótalin er sú fækkun funda sem þegar hefur tekið gildi en fundum nefnda hefur fækkað um allt að 50%. Er það hvetjandi fyrir fólk að taka þátt í grasrótarstarfi og hlúa þannig að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu? En menn vita að þetta er pópúlismi og gengur vel í marga. Menn geta haft skoðun á því hvort kjörnir fulltrúar séu með góð laun. Ég á t.d. sæti í skipulagsráði og reyni að sinna því í hvívetna með vönduðum undirbúningi fyrir fundi. Ég hef aldrei haft lélegra tímakaup um ævina – en það er gott og blessað, maður lítur á þátttöku sína sem framlag fyrir betra samfélagi. Það sem skiptir máli þar er hvort kjörnir fulltrúar sinni hlutverki sínu vel með því að undirbúa sig fyrir fundi og sinni sínu starfi af kostgæfni. Eitt má þó fullyrða: Það er enginn kjörinn fulltrúi á einhverjum „ofurlaunum“ – nema einn – það er bæjarstjórinn í Kópavogi sem telur að ekki eigi sömu reglur að gilda um hana og aðra. Það væri ekki hægt að skálda þetta. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í umhverfis- og skipulagsráði Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 12.04.2025 Halldór „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Reyndin varð önnur – en það kom ekki til af góðu. Maður er ýmsu vanur úr herbúðum þessa meirihluta – og kannski fyrst og fremst frá bæjarstjóranum sem greinilega lítur á sína tilveru þannig að það eiga ekki að gilda sömu reglur um hana og aðra. Dagskrárefnið var meðal annars svokallaðar „hagræðingartillögur meirihlutans vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara í skólum og leikskólum bæjarins“. Lágkúran var með ólíkindum. Þegar ég heyrði bæjarstjóra Kópavogs byrja að tala – þá rifjaðist upp texti úr lagi Stuðmanna af plötunni „Listin að lifa“ frá 1989 sem ber heitið „Bara ef það hentar mér“. Þar segir m.a: Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber, ég sé það sem að hentar mér, svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er og heyri það sem hentar mér. Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér, ég skil það sem hentar mér. „Hagræðingartillögur“ meirihluta bæjarstjórnar voru fyrst og fremst á þá leið að „lækka laun kjörinna fulltrúa“ um 10%. Svo komu alls konar tillögur sem höfðu ekkert með „hagræðingu“ að gera. Auknar tekjur og lægri kostnaður vegna styttri viðveru nemenda í leikskólum bæjarins, sala eigna og svo aukning á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að Kópavogsbær fái meiri tekjur frá ríkinu er gott mál – en hvað hefur það með „ráðdeild og sparsemi“ að gera? Breyttar forsendur fyrir fjárhagsáætlun (t.d. færri börn sem dvelja á leikskólum) hefur ekkert „hagræðingu“ að gera. Reyndar voru þarna tillögur eins og að hækka gjöld á smíðavöllum bæjarins og að stytta opnunartíma sundlauga í Kópavogi. Nokkuð sem skiptir engu máli í heildarsamhenginu en segir margt um hugarfar meirihlutans. Þessi meirihluti hefur dásamað „Kópavogsmódelið“ í rekstri 22 leikskóla bæjarins. Með þeirri ráðstöfun er verið er að flytja umönnun og kennslu á fyrsta skólastiginu inn á heimilin aftur – og lækkun kostnaðar er auðvitað afleiðingin. Engar rannsóknir hafa kannað hvað áhrif minnkandi meðaldvalartími barna á leikskólum bæjarins (úr 8,05 klst í 7,2klst) hefur haft á foreldra leikskólabarna í bænum og börnin sjálf – sem auðvitað skiptir höfuðmáli. Hins vegar vantar ekki sjálfumgleði meirihlutans vegna þessara breytinga, þó engin gögn styðji ágæti þessar breytingar. Mest sláandi var að bæjarstjórinn sjálfur mun ekki taka á sig þessar launalækkanir eins og aðrir kjörnir fulltrúar. Heildarlaun bæjarstjórans eiga einungis að lækka um 1,8%! Tillögur minnihlutans um að hún myndi lækka í launum eins og aðrir kjörnir fulltrúar voru snarlega felldar af meirihlutanum. Sem er óskiljanleg meðvirkni og ekkert annað en forréttindablinda. Hendum kennurum fyrir vagninn Ég hitti góðan og gegnan Framsóknarmann úr Kópavogi í vikunni. Hann hefur kennarabakgrunn og miklar efasemdir um þessa ráðstöfun. „Hvaða skilaboð er verið að senda til kennarastéttarinnar?“ spurði hann. „Það er verið að skapa hugrenningatengsl um að versnandi afkoma bæjarsjóðs sé þeim að kenna, jafnvel þó bæjarstjórn hafi átt aðild að þessum samningum með galopin augun. Hvað gerist næst? Það er mjög dapurt að henda kennarastéttinni með þessum hætti fyrir vagninn og gera þá ábyrga fyrir að hafa samið um kaup og kjör eins og aðrir í samfélaginu“ sagði þessi ágæti maður. Þeir sem í raun lenda í niðurskurði og beinlínis lækkun í launum eru kjörnir fulltrúar. Ótalin er sú fækkun funda sem þegar hefur tekið gildi en fundum nefnda hefur fækkað um allt að 50%. Er það hvetjandi fyrir fólk að taka þátt í grasrótarstarfi og hlúa þannig að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu? En menn vita að þetta er pópúlismi og gengur vel í marga. Menn geta haft skoðun á því hvort kjörnir fulltrúar séu með góð laun. Ég á t.d. sæti í skipulagsráði og reyni að sinna því í hvívetna með vönduðum undirbúningi fyrir fundi. Ég hef aldrei haft lélegra tímakaup um ævina – en það er gott og blessað, maður lítur á þátttöku sína sem framlag fyrir betra samfélagi. Það sem skiptir máli þar er hvort kjörnir fulltrúar sinni hlutverki sínu vel með því að undirbúa sig fyrir fundi og sinni sínu starfi af kostgæfni. Eitt má þó fullyrða: Það er enginn kjörinn fulltrúi á einhverjum „ofurlaunum“ – nema einn – það er bæjarstjórinn í Kópavogi sem telur að ekki eigi sömu reglur að gilda um hana og aðra. Það væri ekki hægt að skálda þetta. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í umhverfis- og skipulagsráði Kópavogsbæjar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun