Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 12:03 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Vinnumálastofnun hefur sagt upp samningi við þrjú stór sveitarfélög um þjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Forstjóri segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. Starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir óvissu fylgja ákvörðuninni. Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa undanfarin ár þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd að hluta á móti Vinnumálastofnun. Um er að ræða fólk sem kemur hingað til lands og óskar eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk. Í vikunni tilkynnti stofnunin sveitarfélögunum þremur formlega um uppsögn samningsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. „Það er bara verið að breyta þjónustunni. Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi. Þannig við erum að hagræða og búa til frekar minni stöðvar sem við rekum sjálf með okkar fólki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau hafa staðið sig afburðavel en við erum sjálf núna komin með mikla reynslu af því að þjónusta þetta fólk og teljum bara að þetta sé hagstæðast fyrir alla, sérstaklega fjárhagslega.“ Unnur segir að fækkun umsækjenda sé gríðarleg. Margir hafi fengið synjun og séu því farnir af landi. „Og svo eru miklu miklu færri sem sækja um, þannig fækkunin er gríðarleg og þá er eðlilegt að staldra við og finna út hvernig er best að haga málum og hugsa málin upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til fjárútláta og þjónustu, við getum veitt miklu betri þjónustu með því að vera með aðeins fleiri og stærri á einum stað.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Breytingunum fylgi óvissa Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra Reykjanesbæjar segir að ákvörðuninni fylgi breytingar og ákveðin óvissa. Skoða þurfi áhrifin til hlýtar. „Við erum búin að vera með til fjölda ára samning upp á þjónustu við um sjötíu manns og það hefur bara gengið vonum framar og við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja það að fólk hér komist inn í samfélagið, komum börnum í leik- og grunnskólann og þjónustan gengið afskaplega vel þennan tíma sem við höfum verið með þennan samning í gildi. Þannig við vonum auðvitað bara að það muni ekki hafa áhrif á fjölskyldurnar sem í okkar sveitarfélagi delja.“ Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa undanfarin ár þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd að hluta á móti Vinnumálastofnun. Um er að ræða fólk sem kemur hingað til lands og óskar eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk. Í vikunni tilkynnti stofnunin sveitarfélögunum þremur formlega um uppsögn samningsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. „Það er bara verið að breyta þjónustunni. Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi. Þannig við erum að hagræða og búa til frekar minni stöðvar sem við rekum sjálf með okkar fólki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau hafa staðið sig afburðavel en við erum sjálf núna komin með mikla reynslu af því að þjónusta þetta fólk og teljum bara að þetta sé hagstæðast fyrir alla, sérstaklega fjárhagslega.“ Unnur segir að fækkun umsækjenda sé gríðarleg. Margir hafi fengið synjun og séu því farnir af landi. „Og svo eru miklu miklu færri sem sækja um, þannig fækkunin er gríðarleg og þá er eðlilegt að staldra við og finna út hvernig er best að haga málum og hugsa málin upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til fjárútláta og þjónustu, við getum veitt miklu betri þjónustu með því að vera með aðeins fleiri og stærri á einum stað.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Breytingunum fylgi óvissa Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra Reykjanesbæjar segir að ákvörðuninni fylgi breytingar og ákveðin óvissa. Skoða þurfi áhrifin til hlýtar. „Við erum búin að vera með til fjölda ára samning upp á þjónustu við um sjötíu manns og það hefur bara gengið vonum framar og við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja það að fólk hér komist inn í samfélagið, komum börnum í leik- og grunnskólann og þjónustan gengið afskaplega vel þennan tíma sem við höfum verið með þennan samning í gildi. Þannig við vonum auðvitað bara að það muni ekki hafa áhrif á fjölskyldurnar sem í okkar sveitarfélagi delja.“
Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira