Innlent

Segir undar­legt að grunaðir nauðgarar gangi lausir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við talskonu Stígamóta sem segir undarlegt að þrír karlmenn sem eru sakaðir um tvær hópnauðganir í Reykjavík gangi lausir.

Hún segir að umræða um þjóðerni mannanna sé afvegaleiðing, það sem mestu máli skipti sé að tryggja öryggi kvenna gegn slíkum brotum.

Þá fjöllum við um þá ákvörðun Vinnumálastofnunar að segja upp samningi við þrjú sveitarfélög um þjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Ástæðan er mikil fækkun umsækjenda.

Einnig fjöllum við áfram um öryggisvistunarúrræði hér á landi en nú er gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt meiri á árinu en áður hafði verið talið.

Og í íþróttapakka dagsins verður fjallað um fyrsta sigur Aftureldingar í efstu deild karla í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×