Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 10:56 Fundir dagsins eru þeir fyrstu sem forsetarnir eiga í eigin persónu eftir fundinn umtalaða í febrúar. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu var fundurinn „mjög árangursríkur“. BBC hefur eftir talsmanni Úkraínustjórnar að forsetarnir muni hittast aftur síðdegis. Trump og Selenskí voru báðir viðstaddir útför Frans Páfa ásamt eiginkonum sínum og fleiri þjóðarleiðtogum. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi verið viðstaddir. Trump greindi frá því í gær að Rússar og Úkraínumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, væru að nálgast samkomulag í yfirstandandi friðarviðræðum. Tilkynningin kom í kjölfar fundar Steve Witkoff sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Mosku í gær. Þar báru þeir saman tillögur Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi. Sjá einnig: Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Tillögurnar tvær voru talsvert frábrugðnar hvorri annarri. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er til að mynda gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir aftur á móti ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Fundur Trump og Selenskí er sá fyrsti sem þeir eiga í eigin persónu eftir fundinn sem þeir áttu ásamt J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna í lok febrúar. Á þeim fundi sökuðu Trump og Vance Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Fundurinn í febrúar vakti mikla umræðu og flestir leiðtogar Evrópuríkjanna fordæmdu hegðun Bandaríkjamannanna á honum. Donald Trump Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Andlát Frans páfa Páfagarður Tengdar fréttir Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45 Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00 „Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu var fundurinn „mjög árangursríkur“. BBC hefur eftir talsmanni Úkraínustjórnar að forsetarnir muni hittast aftur síðdegis. Trump og Selenskí voru báðir viðstaddir útför Frans Páfa ásamt eiginkonum sínum og fleiri þjóðarleiðtogum. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi verið viðstaddir. Trump greindi frá því í gær að Rússar og Úkraínumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, væru að nálgast samkomulag í yfirstandandi friðarviðræðum. Tilkynningin kom í kjölfar fundar Steve Witkoff sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Mosku í gær. Þar báru þeir saman tillögur Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi. Sjá einnig: Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Tillögurnar tvær voru talsvert frábrugðnar hvorri annarri. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er til að mynda gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir aftur á móti ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Fundur Trump og Selenskí er sá fyrsti sem þeir eiga í eigin persónu eftir fundinn sem þeir áttu ásamt J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna í lok febrúar. Á þeim fundi sökuðu Trump og Vance Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Fundurinn í febrúar vakti mikla umræðu og flestir leiðtogar Evrópuríkjanna fordæmdu hegðun Bandaríkjamannanna á honum.
Donald Trump Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Andlát Frans páfa Páfagarður Tengdar fréttir Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45 Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00 „Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45
Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00
„Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56