Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 12:02 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubílstjóra. Vísir/Friðrik Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar City Taxi sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær óttast að leigubílastöðvar hefðu ekki nægar upplýsingar um leigubílastjóra á sínum snærum. Þá hafa fréttir borist af því að konur óski í auknum mæli eftir leigubílum með kvenkyns leigubílstjórum. Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir það áhyggjuefni að almenningur treysti ekki leigubílstjórum. Reynslulausir ökumenn á götunum „Það á náttúrulega ekki að mismuna bílstjórum eftir kyni frekar en þjóðerni. Það eiga bara allir að uppfylla jafnt skilyrði þess að vera treystandi fyrir leiguakstri og það kemur náttúrulega í ljós með því að bílstjórar eru látnir stunda leiguakstur í starfsnámi áður en þeir fara að reka eigin leigubíl og á þeim tíma sem þeir eru að keyra í afleysingum hjá öðrum og eru undir tilsjón annarra er hægt að sjá hvernig þeim gengur og hvort það heyrist eitthvað misjafnt af þeim, hvort þeir misbjóði farþegum eða sinni vinnunni ekki vel og þá bara halda þeir ekkert áfram.“ Ekki sé lengur skylda að taka starfsnámið og því keyri reynslulausir ökumenn leigubílum. Daníel segir umtalaðar breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn enn draga dilk á eftir sér. Hann segir að verið sé að bæta eftirlit á Norðurlöndum með leigubílaakstri, til dæmis standi til að taka í notkun litaðar númeraplötur í Finnlandi sem muni auðvelda eftirlit í framkvæmd. Daníel segir ýmislegt til ráða til að sporna gegn þessari þróun hér á landi. „Það er til ráða að hafa eftirlit með úthlutun, hún getur ekki gengið upp endalaust, að dæla út leyfum og enginn getur lifað á því. Þetta er eins og gullæðið forðum. Það lifir enginn á þessu, og þá verða fyrir rest mjög léleg þjónusta og stöðvarnar gefast líka upp því þær halda ekki rekstri.“ Mikil fækkun kvenkyns leigubílstjóra Hann segir að eftir breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn hafi orðið mikil fækkun á kvenkyns leigubílstjórum, þær séu nú einungis átta prósent félagsmanna. „Helmingur farþeganna eru konur og ef það eiga bara konur að keyra þær þá þarf að fjölga kvenkyns bílstjórum en það gengur ekki upp, það eiga allir að uppfylla skilyrðin til þess að þjóna öllum.“ Leigubílar Samgöngur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar City Taxi sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær óttast að leigubílastöðvar hefðu ekki nægar upplýsingar um leigubílastjóra á sínum snærum. Þá hafa fréttir borist af því að konur óski í auknum mæli eftir leigubílum með kvenkyns leigubílstjórum. Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir það áhyggjuefni að almenningur treysti ekki leigubílstjórum. Reynslulausir ökumenn á götunum „Það á náttúrulega ekki að mismuna bílstjórum eftir kyni frekar en þjóðerni. Það eiga bara allir að uppfylla jafnt skilyrði þess að vera treystandi fyrir leiguakstri og það kemur náttúrulega í ljós með því að bílstjórar eru látnir stunda leiguakstur í starfsnámi áður en þeir fara að reka eigin leigubíl og á þeim tíma sem þeir eru að keyra í afleysingum hjá öðrum og eru undir tilsjón annarra er hægt að sjá hvernig þeim gengur og hvort það heyrist eitthvað misjafnt af þeim, hvort þeir misbjóði farþegum eða sinni vinnunni ekki vel og þá bara halda þeir ekkert áfram.“ Ekki sé lengur skylda að taka starfsnámið og því keyri reynslulausir ökumenn leigubílum. Daníel segir umtalaðar breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn enn draga dilk á eftir sér. Hann segir að verið sé að bæta eftirlit á Norðurlöndum með leigubílaakstri, til dæmis standi til að taka í notkun litaðar númeraplötur í Finnlandi sem muni auðvelda eftirlit í framkvæmd. Daníel segir ýmislegt til ráða til að sporna gegn þessari þróun hér á landi. „Það er til ráða að hafa eftirlit með úthlutun, hún getur ekki gengið upp endalaust, að dæla út leyfum og enginn getur lifað á því. Þetta er eins og gullæðið forðum. Það lifir enginn á þessu, og þá verða fyrir rest mjög léleg þjónusta og stöðvarnar gefast líka upp því þær halda ekki rekstri.“ Mikil fækkun kvenkyns leigubílstjóra Hann segir að eftir breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn hafi orðið mikil fækkun á kvenkyns leigubílstjórum, þær séu nú einungis átta prósent félagsmanna. „Helmingur farþeganna eru konur og ef það eiga bara konur að keyra þær þá þarf að fjölga kvenkyns bílstjórum en það gengur ekki upp, það eiga allir að uppfylla skilyrðin til þess að þjóna öllum.“
Leigubílar Samgöngur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira