Veður

Von á all­hvössum vindi og rigningu

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig í dag og hlýjast fyrir norðan.
Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig í dag og hlýjast fyrir norðan. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir skýjuðu veðri í dag en að verði úrkomulaust að kalla. Austantil má reikna með bjartviðri. Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig í dag og hlýjast fyrir norðan.

Á vef Veðurstofunnar segir að lægð nálgist nú landið úr suðvestri og að í nótt komi skilin inn yfir land og fari allhratt yfir. Gera má ráð fyrir að allhvass vindur og rigning fylgi með þessum skilum.

„Lægðin fer svo til austurs með suðurströndinni á morgun og verður vindur norðvestlægari og styttir víða upp um kvöldið og kólnar heldur. Þó gera spár ráð fyrir að einhver væta verði áfram á Norðurlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkn 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s, rigning með köflum eða skúrir og hiti 5 til 12 stig. Hægari norðvestanátt og smáskúrir um kvöldið.

Á fimmtudag: Vestan 3-10 m/s, víða smáskúrir, en þurrt og bjart suðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á föstudag: Vestan- og norðvestanátt, skýjað með köflum og fremur milt veður, en dálitlar skúrir eða jafnvel slydduél og svalt fyrir norðan.

Á laugardag: Suðlæg átt, skýjað og yfirleitt þurrt vestanlands, en bjartviðri fyrir norðan og austan. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Suðlæga átt með rigningu eða súld, en þurrt eystra. Fremur hlýtt í veðri, einkum norðaustantil.

Á mánudag: Útlit fyrir suðvestanátt með vætu en þurrt um landið austanvert. Svalara veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×