Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 6. maí 2025 08:01 Þegar við hugsum um það sem mestu máli skiptir í lífinu, hvað kemur fyrst upp í hugann? Hvers óskum við þeim sem okkur þykir vænst um? Viljum við að þau verði rík og fræg eða heilbrigð og hamingjusöm? Flest okkar þekkja svarið. En samt virðist áhersla á efnahagsleg gæði vera ríkjandi. Af hverju er fólk tilbúið að fórna heilsu sinni og dýrmætum samverustundum með sínum nánustu fyrir veraldlega velgengni. Ef til vill má finna skýringar á þessum áherslum í því hvernig við skilgreinum velgengni og árangur. Samfélagið gefur stöðug merki um hvað sé eftirsóknarvert. Ef ríkidæmi, útlit eða frægð eru ávallt í forgrunni, til að mynda á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, þá óhjákvæmilega beinist metnaður fólks að því. En samkvæmt rannsóknum þá eru tengslin við annað fólk sá þáttur sem stuðlar mest að raunverulegri hamingju og alvöru lífsgæðum. Af hverju borgum við fólki hærri laun fyrir að vinna með peninga en fólk? Það er umhugsunarvert að okkur finnist eðlilegt að borga fólki hærri laun fyrir að vinna með peninga en fólk. Með þessu sendum við þau skilaboð til unga fólksins að það sé meira virði að vinna með peninga en fólk. Dalai Lama á að hafa sagt að það sem komi honum mest á óvart við mannlega tilveru er að maðurinn fórni heilsu sinni til að eignast peninga. Síðan fórnar hann peningunum til að ná aftur heilsu sinni. Á sama tíma er hann svo spenntur fyrir framtíð sinni að hann nýtur ekki augnabliksins. Afleiðingin sé sú að hann lifir hvorki í nútíð né framtíð. Og hann lifi eins og hann muni aldrei deyja – og svo deyr hann án þess að hafa lifað í raun. Hvernig gerðist þetta og þarf þetta að vera svona? Það hefur ekki alltaf verið þannig að efnahagslegir þættir hafi verið taldir loka takmarkið í lífi fólks og í samfélaginu. Jafnvel Adam Smith, faðir nútíma hagfræði, sagði árið 1790 að hinn raunverulegi árangur stjórnvalda væri hversu hamingjusamir þegnarnir væru. Hagsvöxtur er mikilvæguren aukinn hagsvöxtur leiðir ekki alltaf til betri heilsu og hamingju. Það er því ekki nóg að vinna einungis að hagvexti og halda að því fylgi sjálfkrafa aukin lífsgæði, það þarf einnig að setja markmið um aukna velsæld og vinna markvisst að henni. Hagvöxtur sem leið að lokamarkmiðinu - velsæld Fjárhagslegu markmiðin, sem áttu að vera leið að lífsgæðum hafa allt í einu orðið að lokamarkmiði bæði stjórnvalda og einstaklinga. Ein ástæða þess er að það er auðveldara að mæla efnahagslegan vöxt en hamingju og lífsgæði. Þó það hafi ekki verið ætlunin þá tóku efnahagslegir mælikvarðar yfir. Mælikvarðarnir sem við notum hafa svo bein áhrif á val á aðgerðum eða eins og Joseph Stieglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði benti á „if you don´t measure the right thing, you don´t do the right thing“. Þessi þróun í samfélaginu hefur orðið til þess að metnaður margra beinist að efnahagslegum gróða – oft án þess að tekið sé tillit til þess hvaða áhrif það hefur á fólkið og jörðina. Krafa fárra um óendanlegan fjárhagslegan gróða án tillits til afleiðinganna hefur skapað gríðarlegan ójöfnuð, þar sem 8 ríkustu menn heims eiga jafn mikið og 3.6 milljarðar af fátækustu íbúum jarðar. Það er ljóst að við getum ekki haldið svona áfram þar sem við erum að ganga á auðlindir á ósjálfbæran hátt með þessari miklu efnishyggju. Það er ljóst að jörðin mun lifa af án okkar en við getum ekki lifað áfram á jörðinni nema við breytum einhverju. Hlýnun jarðar og kulnun fólks Hlýnun jarðar og kulnun fólks eru meðal alvarlegustu afleiðinga efnishyggjunnar og þær áskoranir verðum við að horfast í augu við. Við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við gefum gildum eins og tengslum, samkennd og kærleika meira vægi. Hjá frumbyggjum Ástrala er velgengni skilgreind sem tengsl, þau sem ná mestum árangri í lífinu eru þau sem hafa sterkustu tengslin, við sig sjálf, jörðina og annað fólk. Hvernig myndi heimurinn líta út ef velgengni og árangur væru metin eftir styrk tengsla? Velsældarþing – í hvernig samfélagi viljum við búa í? Velsældarhagkerfi, eða wellbeing economy, er nálgun eða hugmyndafræði þar sem velferð, sjálfbærni og samfélagslegs gæði fá vægi og þar sem efnahagslegur árangur er leið, en ekki markmið í sjálfu sér. Á Velsældarþinginu í Hörpu, 8.-9. maí næstkomandi koma saman fulltrúar úr háskólasamfélaginu, stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningur til að ræða þessar áskoranir og hvernig við gefum þeim gildum meira vægi í samfélaginu sem leiða til aukinna lífsgæða fyrir fólk og jörðina svo við getum tryggt sjálfbærni fólks og jarðarinnar á sama tíma. Verndari Velsældarþingsins er forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, sem hefur talað skýrt fyrir því að við þurfum að byggja hagkerfi og stefnu á grundvelli lífsgæða, tengsla og sjálfbærni. Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.wellbeingeconomyforum.com/ Höfundur er forseti Velsældarþingsins og sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um það sem mestu máli skiptir í lífinu, hvað kemur fyrst upp í hugann? Hvers óskum við þeim sem okkur þykir vænst um? Viljum við að þau verði rík og fræg eða heilbrigð og hamingjusöm? Flest okkar þekkja svarið. En samt virðist áhersla á efnahagsleg gæði vera ríkjandi. Af hverju er fólk tilbúið að fórna heilsu sinni og dýrmætum samverustundum með sínum nánustu fyrir veraldlega velgengni. Ef til vill má finna skýringar á þessum áherslum í því hvernig við skilgreinum velgengni og árangur. Samfélagið gefur stöðug merki um hvað sé eftirsóknarvert. Ef ríkidæmi, útlit eða frægð eru ávallt í forgrunni, til að mynda á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, þá óhjákvæmilega beinist metnaður fólks að því. En samkvæmt rannsóknum þá eru tengslin við annað fólk sá þáttur sem stuðlar mest að raunverulegri hamingju og alvöru lífsgæðum. Af hverju borgum við fólki hærri laun fyrir að vinna með peninga en fólk? Það er umhugsunarvert að okkur finnist eðlilegt að borga fólki hærri laun fyrir að vinna með peninga en fólk. Með þessu sendum við þau skilaboð til unga fólksins að það sé meira virði að vinna með peninga en fólk. Dalai Lama á að hafa sagt að það sem komi honum mest á óvart við mannlega tilveru er að maðurinn fórni heilsu sinni til að eignast peninga. Síðan fórnar hann peningunum til að ná aftur heilsu sinni. Á sama tíma er hann svo spenntur fyrir framtíð sinni að hann nýtur ekki augnabliksins. Afleiðingin sé sú að hann lifir hvorki í nútíð né framtíð. Og hann lifi eins og hann muni aldrei deyja – og svo deyr hann án þess að hafa lifað í raun. Hvernig gerðist þetta og þarf þetta að vera svona? Það hefur ekki alltaf verið þannig að efnahagslegir þættir hafi verið taldir loka takmarkið í lífi fólks og í samfélaginu. Jafnvel Adam Smith, faðir nútíma hagfræði, sagði árið 1790 að hinn raunverulegi árangur stjórnvalda væri hversu hamingjusamir þegnarnir væru. Hagsvöxtur er mikilvæguren aukinn hagsvöxtur leiðir ekki alltaf til betri heilsu og hamingju. Það er því ekki nóg að vinna einungis að hagvexti og halda að því fylgi sjálfkrafa aukin lífsgæði, það þarf einnig að setja markmið um aukna velsæld og vinna markvisst að henni. Hagvöxtur sem leið að lokamarkmiðinu - velsæld Fjárhagslegu markmiðin, sem áttu að vera leið að lífsgæðum hafa allt í einu orðið að lokamarkmiði bæði stjórnvalda og einstaklinga. Ein ástæða þess er að það er auðveldara að mæla efnahagslegan vöxt en hamingju og lífsgæði. Þó það hafi ekki verið ætlunin þá tóku efnahagslegir mælikvarðar yfir. Mælikvarðarnir sem við notum hafa svo bein áhrif á val á aðgerðum eða eins og Joseph Stieglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði benti á „if you don´t measure the right thing, you don´t do the right thing“. Þessi þróun í samfélaginu hefur orðið til þess að metnaður margra beinist að efnahagslegum gróða – oft án þess að tekið sé tillit til þess hvaða áhrif það hefur á fólkið og jörðina. Krafa fárra um óendanlegan fjárhagslegan gróða án tillits til afleiðinganna hefur skapað gríðarlegan ójöfnuð, þar sem 8 ríkustu menn heims eiga jafn mikið og 3.6 milljarðar af fátækustu íbúum jarðar. Það er ljóst að við getum ekki haldið svona áfram þar sem við erum að ganga á auðlindir á ósjálfbæran hátt með þessari miklu efnishyggju. Það er ljóst að jörðin mun lifa af án okkar en við getum ekki lifað áfram á jörðinni nema við breytum einhverju. Hlýnun jarðar og kulnun fólks Hlýnun jarðar og kulnun fólks eru meðal alvarlegustu afleiðinga efnishyggjunnar og þær áskoranir verðum við að horfast í augu við. Við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við gefum gildum eins og tengslum, samkennd og kærleika meira vægi. Hjá frumbyggjum Ástrala er velgengni skilgreind sem tengsl, þau sem ná mestum árangri í lífinu eru þau sem hafa sterkustu tengslin, við sig sjálf, jörðina og annað fólk. Hvernig myndi heimurinn líta út ef velgengni og árangur væru metin eftir styrk tengsla? Velsældarþing – í hvernig samfélagi viljum við búa í? Velsældarhagkerfi, eða wellbeing economy, er nálgun eða hugmyndafræði þar sem velferð, sjálfbærni og samfélagslegs gæði fá vægi og þar sem efnahagslegur árangur er leið, en ekki markmið í sjálfu sér. Á Velsældarþinginu í Hörpu, 8.-9. maí næstkomandi koma saman fulltrúar úr háskólasamfélaginu, stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningur til að ræða þessar áskoranir og hvernig við gefum þeim gildum meira vægi í samfélaginu sem leiða til aukinna lífsgæða fyrir fólk og jörðina svo við getum tryggt sjálfbærni fólks og jarðarinnar á sama tíma. Verndari Velsældarþingsins er forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, sem hefur talað skýrt fyrir því að við þurfum að byggja hagkerfi og stefnu á grundvelli lífsgæða, tengsla og sjálfbærni. Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.wellbeingeconomyforum.com/ Höfundur er forseti Velsældarþingsins og sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar