Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar 16. maí 2025 12:32 Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar. Fyrir það fyrsta er ekki verið að skerða nein fjárframlög til íþróttafélaga eða Þjóðarhallarinnar. Fyrir liggur, vegna margvíslegra ólíkra ástæðna, að tafir hafa orðið á verkefnum sem við höfum skuldbundið okkur að fara í með þeim og að þeir fjármunir, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs, verða ekki að öllu nýttir núna. Þess vegna var farið í tilfærslur á milli liða og breytingar gerðar á fjárfestingaráætlun. Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki. Fyrir það annað þá var myndað nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í vetur. Í því samstarfi eru fimm ólíkir flokkar sem þó hafa sameiginlega sýn um mörg stór og mikilvæg verkefni. Það var því eðlilegt að taka upp fjárfestingaráætlunina á miðju ári og endurmeta fjármögnuð verkefni borgarinnar. Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem hefur lengi beðið eftir úrbótum í garðinum, nýju þjónustuhúsi fyrir gestina og betri umgjörð utan um selina sem veita börnum og fylgdarfólki þeirra gleði. Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur. Fleiru var breytt í fjárfestingaráætluninni. Samstarfsflokkarnir eru mjög áfram um að bæta starfs- og námsaðstæður barna og fullorðinna í leik- og grunnskólum. Verjum við því fjármagni í að bæta hljóðvist í allnokkrum skólum. Er það í fyrsta sinn sem það er gert með jafn markvissum hætti. Margt annað er í undirbúningi í þeim efnum. Eins erum við fimm flokkar sammála um að matur sem framreiddur er í húsum á forræði borgarinnar eigi að vera eldaður á staðnum og honum ekki útvistað. Þess vegna setjum við aukið fjármagn í að bæta eldhúsið í samfélagshúsinu á Vitatorgi svo hægt sé að elda góðan og hollan mat fyrir Reykvíkinga á öllum aldri. Fleira er hægt að tína til í þessari upptalningu en eftir stendur að öll þau verkefni sem hefur verið ákveðið að ráðast í er með hagsmuni og þarfir allra borgarbúa í fyrirrúmi, menn, dýr og gróður. Mér finnst gott að finna að borgarbúar hafa skoðanir á Reykjavík og hvernig henni er stjórnað. Það er hins vegar dapurlegt að misvísandi og óvandaður fréttaflutningur af borgarmálum, þar sem ekki er leitað álits eða skýringa; eins og til dæmis breytingum sem gerðar eru á fjárfestingaáætlun, stjórni umræðunni um þau. Eitt er hvernig stjórnmálamenn hagræða málflutningi sínum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna hverju sinni, annað eru fjölmiðlar sem eiga að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum hverju sinni og leita álits ólíkra skoðanamanna. Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna. Höfundur er oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Ríkisútvarpið Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar. Fyrir það fyrsta er ekki verið að skerða nein fjárframlög til íþróttafélaga eða Þjóðarhallarinnar. Fyrir liggur, vegna margvíslegra ólíkra ástæðna, að tafir hafa orðið á verkefnum sem við höfum skuldbundið okkur að fara í með þeim og að þeir fjármunir, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs, verða ekki að öllu nýttir núna. Þess vegna var farið í tilfærslur á milli liða og breytingar gerðar á fjárfestingaráætlun. Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki. Fyrir það annað þá var myndað nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í vetur. Í því samstarfi eru fimm ólíkir flokkar sem þó hafa sameiginlega sýn um mörg stór og mikilvæg verkefni. Það var því eðlilegt að taka upp fjárfestingaráætlunina á miðju ári og endurmeta fjármögnuð verkefni borgarinnar. Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem hefur lengi beðið eftir úrbótum í garðinum, nýju þjónustuhúsi fyrir gestina og betri umgjörð utan um selina sem veita börnum og fylgdarfólki þeirra gleði. Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur. Fleiru var breytt í fjárfestingaráætluninni. Samstarfsflokkarnir eru mjög áfram um að bæta starfs- og námsaðstæður barna og fullorðinna í leik- og grunnskólum. Verjum við því fjármagni í að bæta hljóðvist í allnokkrum skólum. Er það í fyrsta sinn sem það er gert með jafn markvissum hætti. Margt annað er í undirbúningi í þeim efnum. Eins erum við fimm flokkar sammála um að matur sem framreiddur er í húsum á forræði borgarinnar eigi að vera eldaður á staðnum og honum ekki útvistað. Þess vegna setjum við aukið fjármagn í að bæta eldhúsið í samfélagshúsinu á Vitatorgi svo hægt sé að elda góðan og hollan mat fyrir Reykvíkinga á öllum aldri. Fleira er hægt að tína til í þessari upptalningu en eftir stendur að öll þau verkefni sem hefur verið ákveðið að ráðast í er með hagsmuni og þarfir allra borgarbúa í fyrirrúmi, menn, dýr og gróður. Mér finnst gott að finna að borgarbúar hafa skoðanir á Reykjavík og hvernig henni er stjórnað. Það er hins vegar dapurlegt að misvísandi og óvandaður fréttaflutningur af borgarmálum, þar sem ekki er leitað álits eða skýringa; eins og til dæmis breytingum sem gerðar eru á fjárfestingaáætlun, stjórni umræðunni um þau. Eitt er hvernig stjórnmálamenn hagræða málflutningi sínum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna hverju sinni, annað eru fjölmiðlar sem eiga að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum hverju sinni og leita álits ólíkra skoðanamanna. Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna. Höfundur er oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar