Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar 18. maí 2025 07:03 Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum þróast úr jaðarstarfsemi yfir í að vera ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Með mikilli gjaldeyrissköpun, fjölbreyttri atvinnu og víðtækri verðmætasköpun hefur hún skipað sér sess sem einn mikilvægasti vaxtarbroddur þjóðarbúsins. Á sama tíma standa stjórnendur greinarinnar, stjórnvöld og samfélagið allt frammi fyrir áskorunum sem krefjast skýrari stefnu og samstilltra aðgerða til að tryggja áframhaldandi vöxt – á sjálfbærum og sanngjörnum grunni. Sterk efnahagsleg áhrif og víðtæk verðmætasköpun Áætlað er að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum á 12 mánaða tímabili frá apríl 2023 til mars 2024 hafi numið rúmlega 600 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 497 milljarða árið áður. Heildar verg landsframleiðsla (VLF) Íslands er áætluð 4.616 milljarðar króna fyrir árið 2024. Þó að nákvæm hlutfallstala fyrir ferðaþjónustuna í VLF 2024 liggi ekki enn fyrir, var hlutur hennar 8,8% árið 2023 og má álita að hann sé áþekkur áfram – eða yfir 400 milljarðar króna í virðisaukasköpun, sem er beint framlag greinarinnar til efnahagslífsins. En það er einmitt í gegnum virðisaukaskatt sem raunveruleg áhrif ferðaþjónustunnar sjást skýrt í ríkisfjármálum. Erlendir ferðamenn greiða líklega á bilinu 100–150 milljarða króna árlega í virðisaukaskatt á Íslandi. Þetta eru fjármunir sem skila sér beint í ríkiskassann. Tökum aðeins varfærna nálgun: ef tvær milljónir ferðamanna skila 100 milljörðum í virðisaukaskatt, jafngildir þetta 50.000 krónum á hvern ferðamann. Meðaltalsdvalarlengd ferðamanna á Íslandi er um 7,5 dagar, sem þýðir að hver ferðamaður greiðir um 6.700 krónur á dag í virðisaukaskatt – eða sem auðlindagjald, ef svo má segja. Þetta eru gríðarlega mikilvægar tekjur fyrir ríkissjóð. Það vekur hins vegar furðu að í stað þess að viðurkenna og nýta þessa skattheimtu með ábyrgum hætti, virðist sem stjórnvöld keppist nú við að leita annarra leiða til að hámarka tekjur af ferðamönnum með nýjum og sífellt fleiri sértækum gjöldum. Hugmyndir um komugjöld, landamæragjöld og greiðslur fyrir aðgang að vinsælum náttúruperlum í eigu ríkisins eru réttlættar undir formerkjum auðlindanýtingar – en virðast byggðar á takmarkaðri heildarsýn á raunverulegt framlag greinarinnar. Það kostar peninga að skapa verðmæti. Með því að leggja sífellt fleiri byrðar á greininna með nýjum gjöldum og flókinni gjaldtöku er hætta á að draga úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Þessi nálgun – þar sem ferðamaðurinn þarf sífellt að taka upp veskið til að njóta þess sem laðaði hann hingað – minnir helst á upplifun í afþreyingarparadísum þar sem allt kostar aukalega, þrátt fyrir aðgangsgjald. Slík "smágreiðsluvæðing" ferðaþjónustunnar skaðar ímynd landsins, skapar gremju meðal gesta og dregur úr löngun þeirra til að dvelja lengur eða snúa aftur. Ekki aðeins það, heldur láta þeir alla aðra heyra það í gegnum samfélagsmiðla. Veltan í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar nam 930 milljörðum króna árið 2023, sem er 11% aukning frá árinu áður. Þessi verðmætasköpun skilar sér vítt og breitt – í störfum, sköttum, útflutningstekjum og þjónustuiðnaði víða um land. Stöðug uppbygging byggð á samvinnu og framtíðarsýn Uppgangur ferðaþjónustunnar er ekki sjálfgefinn. Hann hefur byggst á kröftugu markaðsstarfi, víðtækum fjárfestingum einkaaðila og að hluta til í samvinnu við ríki og sveitarfélög. Með framtíðarsýn og skipulagi hefur tekist að móta öfluga og sveigjanlega grein sem hefur stuðlað að aukinni velsæld, fjölbreytni í atvinnulífi og svæðisbundinni þróun. Framtíðarsýn stjórnavalda og greinarinnar er að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri ferðaþjónustu – með áherslu á náttúruvernd, gæði og nýsköpun. Lykilatriði er að hvetja til lengri dvalar og jafnvægi dreifingar ferðamanna um allt landið, til að dreifa álagi, auka virði og viðhalda samfélagslegum sáttum. Áskoranir sem kalla á skýra stefnu Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir áskorunum sem ekki má vanmeta. Ísland er dýr áfangastaður og hár rekstrarkostnaður – vegna launa, stuttra vinnutíma og hárra vaktaálagsgreiðslna – takmarkar samkeppnishæfni. Fjárfestingar eru hægari en áður og framleiðni vex ekki í takt við vöxt eftirspurnar. Þá eru margir lykilinnviðir vanfjármagnaðir, sérstaklega á landsbyggðinni. Slæmar samgöngur, lítil vetrarþjónusta og of mikil áhersla á Keflavíkurflugvöll sem eina aðkomuleið ferðamanna takmarka tækifæri til dreifingar og álagsjöfnunar. Þróa og styðja þarf við fleiri leiðir inn í landið, m.a. með beinu millilandaflugi til fleiri áfangastaða en Keflavíkurflugvallar. Tækifæri til frekari sóknar – með sjálfbærni að leiðarljósi Ferðaþjónustan á þó tækifæri til frekari verðmætasköpunar með því að þróast í átt að meiri gæðum fremur en magni. Með því að styðja við nýsköpun, stafvæðingu, umhverfisvænar lausnir og styrkja menntun og húsnæðismál starfsfólks, má bæta bæði rekstrarumhverfi og þjónustustig. Markviss markaðssetning sem byggir á sjálfbærni, sérstöðu Íslands og gæðaímynd getur hvatt til lengri dvalar og dýpri upplifunar ferðamanna – sem skilar sér í hærri gjaldeyristekjum án þess að auka álag á náttúru og samfélög. Niðurstaða: Áfangastaður framtíðarinnar þarf skýrleika, ábyrgð og trausta samvinnu Ferðaþjónustan er ekki aðeins fjárhagsleg burðarsúla heldur einnig lykilhluti af ímynd Íslands út á við. Hún tengir landið við umheiminn, styður við landsbyggðina og stuðlar að atvinnusköpun og vexti. Til að tryggja sjálfbæran árangur þarf samræmda sýn, ábyrgð í gjaldtöku, eflingu innviða og virkt samstarf allra sem að henni koma. Framtíðin liggur í því að viðhalda traustum grunni – með raunhæfu mati á framlagi ferðaþjónustunnar og réttlátri meðferð hennar í skattalegu og pólitísku samhengi. Því aðeins verður hún áfram sá burðarás sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum þróast úr jaðarstarfsemi yfir í að vera ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Með mikilli gjaldeyrissköpun, fjölbreyttri atvinnu og víðtækri verðmætasköpun hefur hún skipað sér sess sem einn mikilvægasti vaxtarbroddur þjóðarbúsins. Á sama tíma standa stjórnendur greinarinnar, stjórnvöld og samfélagið allt frammi fyrir áskorunum sem krefjast skýrari stefnu og samstilltra aðgerða til að tryggja áframhaldandi vöxt – á sjálfbærum og sanngjörnum grunni. Sterk efnahagsleg áhrif og víðtæk verðmætasköpun Áætlað er að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum á 12 mánaða tímabili frá apríl 2023 til mars 2024 hafi numið rúmlega 600 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 497 milljarða árið áður. Heildar verg landsframleiðsla (VLF) Íslands er áætluð 4.616 milljarðar króna fyrir árið 2024. Þó að nákvæm hlutfallstala fyrir ferðaþjónustuna í VLF 2024 liggi ekki enn fyrir, var hlutur hennar 8,8% árið 2023 og má álita að hann sé áþekkur áfram – eða yfir 400 milljarðar króna í virðisaukasköpun, sem er beint framlag greinarinnar til efnahagslífsins. En það er einmitt í gegnum virðisaukaskatt sem raunveruleg áhrif ferðaþjónustunnar sjást skýrt í ríkisfjármálum. Erlendir ferðamenn greiða líklega á bilinu 100–150 milljarða króna árlega í virðisaukaskatt á Íslandi. Þetta eru fjármunir sem skila sér beint í ríkiskassann. Tökum aðeins varfærna nálgun: ef tvær milljónir ferðamanna skila 100 milljörðum í virðisaukaskatt, jafngildir þetta 50.000 krónum á hvern ferðamann. Meðaltalsdvalarlengd ferðamanna á Íslandi er um 7,5 dagar, sem þýðir að hver ferðamaður greiðir um 6.700 krónur á dag í virðisaukaskatt – eða sem auðlindagjald, ef svo má segja. Þetta eru gríðarlega mikilvægar tekjur fyrir ríkissjóð. Það vekur hins vegar furðu að í stað þess að viðurkenna og nýta þessa skattheimtu með ábyrgum hætti, virðist sem stjórnvöld keppist nú við að leita annarra leiða til að hámarka tekjur af ferðamönnum með nýjum og sífellt fleiri sértækum gjöldum. Hugmyndir um komugjöld, landamæragjöld og greiðslur fyrir aðgang að vinsælum náttúruperlum í eigu ríkisins eru réttlættar undir formerkjum auðlindanýtingar – en virðast byggðar á takmarkaðri heildarsýn á raunverulegt framlag greinarinnar. Það kostar peninga að skapa verðmæti. Með því að leggja sífellt fleiri byrðar á greininna með nýjum gjöldum og flókinni gjaldtöku er hætta á að draga úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Þessi nálgun – þar sem ferðamaðurinn þarf sífellt að taka upp veskið til að njóta þess sem laðaði hann hingað – minnir helst á upplifun í afþreyingarparadísum þar sem allt kostar aukalega, þrátt fyrir aðgangsgjald. Slík "smágreiðsluvæðing" ferðaþjónustunnar skaðar ímynd landsins, skapar gremju meðal gesta og dregur úr löngun þeirra til að dvelja lengur eða snúa aftur. Ekki aðeins það, heldur láta þeir alla aðra heyra það í gegnum samfélagsmiðla. Veltan í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar nam 930 milljörðum króna árið 2023, sem er 11% aukning frá árinu áður. Þessi verðmætasköpun skilar sér vítt og breitt – í störfum, sköttum, útflutningstekjum og þjónustuiðnaði víða um land. Stöðug uppbygging byggð á samvinnu og framtíðarsýn Uppgangur ferðaþjónustunnar er ekki sjálfgefinn. Hann hefur byggst á kröftugu markaðsstarfi, víðtækum fjárfestingum einkaaðila og að hluta til í samvinnu við ríki og sveitarfélög. Með framtíðarsýn og skipulagi hefur tekist að móta öfluga og sveigjanlega grein sem hefur stuðlað að aukinni velsæld, fjölbreytni í atvinnulífi og svæðisbundinni þróun. Framtíðarsýn stjórnavalda og greinarinnar er að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri ferðaþjónustu – með áherslu á náttúruvernd, gæði og nýsköpun. Lykilatriði er að hvetja til lengri dvalar og jafnvægi dreifingar ferðamanna um allt landið, til að dreifa álagi, auka virði og viðhalda samfélagslegum sáttum. Áskoranir sem kalla á skýra stefnu Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir áskorunum sem ekki má vanmeta. Ísland er dýr áfangastaður og hár rekstrarkostnaður – vegna launa, stuttra vinnutíma og hárra vaktaálagsgreiðslna – takmarkar samkeppnishæfni. Fjárfestingar eru hægari en áður og framleiðni vex ekki í takt við vöxt eftirspurnar. Þá eru margir lykilinnviðir vanfjármagnaðir, sérstaklega á landsbyggðinni. Slæmar samgöngur, lítil vetrarþjónusta og of mikil áhersla á Keflavíkurflugvöll sem eina aðkomuleið ferðamanna takmarka tækifæri til dreifingar og álagsjöfnunar. Þróa og styðja þarf við fleiri leiðir inn í landið, m.a. með beinu millilandaflugi til fleiri áfangastaða en Keflavíkurflugvallar. Tækifæri til frekari sóknar – með sjálfbærni að leiðarljósi Ferðaþjónustan á þó tækifæri til frekari verðmætasköpunar með því að þróast í átt að meiri gæðum fremur en magni. Með því að styðja við nýsköpun, stafvæðingu, umhverfisvænar lausnir og styrkja menntun og húsnæðismál starfsfólks, má bæta bæði rekstrarumhverfi og þjónustustig. Markviss markaðssetning sem byggir á sjálfbærni, sérstöðu Íslands og gæðaímynd getur hvatt til lengri dvalar og dýpri upplifunar ferðamanna – sem skilar sér í hærri gjaldeyristekjum án þess að auka álag á náttúru og samfélög. Niðurstaða: Áfangastaður framtíðarinnar þarf skýrleika, ábyrgð og trausta samvinnu Ferðaþjónustan er ekki aðeins fjárhagsleg burðarsúla heldur einnig lykilhluti af ímynd Íslands út á við. Hún tengir landið við umheiminn, styður við landsbyggðina og stuðlar að atvinnusköpun og vexti. Til að tryggja sjálfbæran árangur þarf samræmda sýn, ábyrgð í gjaldtöku, eflingu innviða og virkt samstarf allra sem að henni koma. Framtíðin liggur í því að viðhalda traustum grunni – með raunhæfu mati á framlagi ferðaþjónustunnar og réttlátri meðferð hennar í skattalegu og pólitísku samhengi. Því aðeins verður hún áfram sá burðarás sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun