Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. maí 2025 18:44 Þyrla af gerðinni Robinson R44 Raven II eins og þær tvær sem hröpuðu til jarðar í Finnlandi í dag. GEtty Fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur rákust saman og brotlentu skammt frá Eura í suðvesturhluta Finnlands. Þyrlurnar voru báðar á leið til finnska bæjarins Kokemäki til að taka þátt í viðburði flugklúbbs. Finnski miðillinn Helsinki Times greinir frá því að þyrlurnar, sem eru af tegundinni Robinson R44, höfðu báðar lagt af stað frá Tallinn um morguninn. Samkvæmt finnsku lögreglunni og utanríkisráðuneyti Eistlands rákust þyrlurnar saman skömmu eftir hádegi og brotlentu í skóglendi. Samkvæmt rakningargögnum flugu þyrlurnar samhliða stærstan hluta ferðarinnar en hurfu af ratsjám um hálf eitt við Eura-flugvöll. Vitni lýsa því hvernig þyrlurnar flugu nærri hvor annarri áður en önnur breytti snögglega um stefnu og flaug utan í hina. „Önnur þeirra féll eins og steinn,“ sagði Antti Marjanen sem er íbúi á svæðinu og hafði samband við neyðarlínuna. Eistneskur athafnamaður meðal látinna Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og fundu þyrlurnar í um hundrað metra fjarlægð frá hvor annarri. Kviknað hafði í annarri þeirra og fundu viðbragðsaðilar þyrlubrakið út frá reyknum sem steig upp af því. Lögreglan hefur staðfest að fimm voru um borð í þyrlunum tveimur og hafa borið kennsl á báða flugmennina. Annar þeirra er Oleg Sõnajalg, þekktur eistneskur athafnamaður, sem var þekktur fyrir að fljúga gjarnan eigin þyrlum. Enn á eftir að bera kennsl á farþegana þrjá. Þyrlurnar tvær áttu að taka þátt í viðburði við Piikajärvi-flugvöll á vegum flugklúbbs. Þar var von á um tuttugu flugvélum og um 50 þátttakendum. Flugmálayfirvöld í Finnlandi og Eistlandi vinna nú saman að rannsókn á slysinu. Tildrög þess eru enn óþekkt en talið er að mannleg mistök, veðurfar eða samskiptaleysi hafi valdið slysinu. Samgönguslys Finnland Eistland Fréttir af flugi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Finnski miðillinn Helsinki Times greinir frá því að þyrlurnar, sem eru af tegundinni Robinson R44, höfðu báðar lagt af stað frá Tallinn um morguninn. Samkvæmt finnsku lögreglunni og utanríkisráðuneyti Eistlands rákust þyrlurnar saman skömmu eftir hádegi og brotlentu í skóglendi. Samkvæmt rakningargögnum flugu þyrlurnar samhliða stærstan hluta ferðarinnar en hurfu af ratsjám um hálf eitt við Eura-flugvöll. Vitni lýsa því hvernig þyrlurnar flugu nærri hvor annarri áður en önnur breytti snögglega um stefnu og flaug utan í hina. „Önnur þeirra féll eins og steinn,“ sagði Antti Marjanen sem er íbúi á svæðinu og hafði samband við neyðarlínuna. Eistneskur athafnamaður meðal látinna Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og fundu þyrlurnar í um hundrað metra fjarlægð frá hvor annarri. Kviknað hafði í annarri þeirra og fundu viðbragðsaðilar þyrlubrakið út frá reyknum sem steig upp af því. Lögreglan hefur staðfest að fimm voru um borð í þyrlunum tveimur og hafa borið kennsl á báða flugmennina. Annar þeirra er Oleg Sõnajalg, þekktur eistneskur athafnamaður, sem var þekktur fyrir að fljúga gjarnan eigin þyrlum. Enn á eftir að bera kennsl á farþegana þrjá. Þyrlurnar tvær áttu að taka þátt í viðburði við Piikajärvi-flugvöll á vegum flugklúbbs. Þar var von á um tuttugu flugvélum og um 50 þátttakendum. Flugmálayfirvöld í Finnlandi og Eistlandi vinna nú saman að rannsókn á slysinu. Tildrög þess eru enn óþekkt en talið er að mannleg mistök, veðurfar eða samskiptaleysi hafi valdið slysinu.
Samgönguslys Finnland Eistland Fréttir af flugi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira