Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 21:12 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir ekki standa til að skerða fjárveitingar til KR-inga. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri segir ekki standa til að taka hagsmuni sela í Húsdýragarðinum framyfir hagsmuni íþróttafélaga. Einungis sé um að ræða tilfærslur í fjárfestingaáætlun borgarinnar. Staðið hefur til um árabil að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verja átti til þess tuttugu milljónum króna þetta árið, en samkvæmt breytingartillögum borgarstjóra stendur til að leggja til sextíu milljónir króna til viðbótar, samtals áttatíu milljónir króna. Á sama tíma í tillögunum er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölíþróttahúss KR verði minnkuð um hundrað milljónir úr fimm hundruð milljónum í fjögurhundruð milljónum. Margir KR-ingar supu því hveljur en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir þá ekki þurfa að örvænta. „Nei alls ekki, það hefur engin ákvörðun verið tekin um neitt varðandi íþróttahreyfinguna annað en að standa við þau áform sem hefur verið farið í, það er tilfærsla þarna, við erum að fjárfesta gríðarlega, við erum að fjárfesta fyrir yfir tuttugu milljarða á þessu ári, samstæðan ef þú tekur sama reikninginn A og B-hluta er yfir sjötíu milljarða þannig ég skil vel að fólk vilji fylgjast með,“ segir Heiða Björg. Ekki bara selalaug heldur áfangastaður fyrir fjölskyldur Minnihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna gagnrýndi breytingartillögurnar á borgarráðsfundi og sökuðu meirihlutann um að velja hagsmuni sela framyfir hagsmuni KR-inga. Borgarstjóri segir um alls ótengd mál að ræða og að breytingarnar séu tilfærslur á fjármunum en ekki skerðing. „Það er ekki búið að hætta við neinar framkvæmdir, þær hafa frestast vegna þess að það hafa komið upp þannig atriði, KR-ingar meðal annars verið sjálfir í fjölmiðlum að segja frá því sem hefur komið upp,“ segir Heiða. „Varðandi húsdýragarðinn þá er þetta meira en selalaug, þetta er áfangastaður fyrir fjölskyldur, þetta er eitt af því sem fjölskyldur gera saman að fara í Húsdýragarðinn og Fjölskyldugarðinn og þetta er ekki bara selalaugin þetta er líka húsið sem er við veitingastaðinn og líka áfangastaðinn þegar þú ert að koma inn, það þarf bara að halda svona hlutum við og þeir þurfa að vera í toppformi, við höfum ekki verið með selalaugina þar, hún hefur verið óásættanleg varðandi dýravelferð.“ Reykjavík Dýraheilbrigði Dýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn KR Borgarstjórn Tengdar fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Staðið hefur til um árabil að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verja átti til þess tuttugu milljónum króna þetta árið, en samkvæmt breytingartillögum borgarstjóra stendur til að leggja til sextíu milljónir króna til viðbótar, samtals áttatíu milljónir króna. Á sama tíma í tillögunum er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölíþróttahúss KR verði minnkuð um hundrað milljónir úr fimm hundruð milljónum í fjögurhundruð milljónum. Margir KR-ingar supu því hveljur en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir þá ekki þurfa að örvænta. „Nei alls ekki, það hefur engin ákvörðun verið tekin um neitt varðandi íþróttahreyfinguna annað en að standa við þau áform sem hefur verið farið í, það er tilfærsla þarna, við erum að fjárfesta gríðarlega, við erum að fjárfesta fyrir yfir tuttugu milljarða á þessu ári, samstæðan ef þú tekur sama reikninginn A og B-hluta er yfir sjötíu milljarða þannig ég skil vel að fólk vilji fylgjast með,“ segir Heiða Björg. Ekki bara selalaug heldur áfangastaður fyrir fjölskyldur Minnihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna gagnrýndi breytingartillögurnar á borgarráðsfundi og sökuðu meirihlutann um að velja hagsmuni sela framyfir hagsmuni KR-inga. Borgarstjóri segir um alls ótengd mál að ræða og að breytingarnar séu tilfærslur á fjármunum en ekki skerðing. „Það er ekki búið að hætta við neinar framkvæmdir, þær hafa frestast vegna þess að það hafa komið upp þannig atriði, KR-ingar meðal annars verið sjálfir í fjölmiðlum að segja frá því sem hefur komið upp,“ segir Heiða. „Varðandi húsdýragarðinn þá er þetta meira en selalaug, þetta er áfangastaður fyrir fjölskyldur, þetta er eitt af því sem fjölskyldur gera saman að fara í Húsdýragarðinn og Fjölskyldugarðinn og þetta er ekki bara selalaugin þetta er líka húsið sem er við veitingastaðinn og líka áfangastaðinn þegar þú ert að koma inn, það þarf bara að halda svona hlutum við og þeir þurfa að vera í toppformi, við höfum ekki verið með selalaugina þar, hún hefur verið óásættanleg varðandi dýravelferð.“
Reykjavík Dýraheilbrigði Dýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn KR Borgarstjórn Tengdar fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46