Vilja ganga á milli bols og höfuðs á geimrannsóknum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 11:58 Mynd Juno-geimfarsins af Júpíter. Leiðangur þess er einn af þeim sem repúblikanar í Bandaríkjunum vilja stöðva. ESO/L. Calçada & NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Athuganastöðin sem greindi þyngdarbylgjur í fyrsta skipti verður lömuð og fjöldi þekktra rannsóknarleiðangra í sólkerfinu stöðvaðir ef óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög næsta árs verða að veruleika. Niðurskurðinum er líkt við útrýmingu vísinda í Bandaríkjunum. Hvíta húsið birti óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög ársins 2026 fyrir helgi. Þær fela í sér stórfelldan niðurskurð á öllum grunnvísindarannsóknum í Bandaríkjunum og umfangsmesta samdrátt í framlögum til geimrannsóknastofnunarinnar NASA frá stofnun hennar. Á meðal þess sem er á skurðborði forsetans er önnur af tveimur athuganastöðvum LIGO-verkefnisins svonefnda sem var það fyrsta sem náði að staðfesta tilvist þyngdarbylgna árið 2015. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2017 voru veitt vegna uppgötvunarinnar. Verkefnið er háð því að báðar starfsstöðvarnar í Bandaríkjunum vinni saman ásamt fleiri alþjóðlegum samstarfsaðilum. Hjá NASA vill forsetinn skera niður framlögin um nærri fjórðung. Það væri stærsti niðurskurður á fjárheimildum stofnunarinnar á milli ára frá því að henni var komið á fót árið 1961 samkvæmt útreikningum félagasamtakanna The Planetary Society. Tillögur Hvíta hússins endurspegla áherslur forsetans en það er í höndum Bandaríkjaþings að ákveða hvernig fjárlög næsta árs verða. Plútófarið lagt af og engin sýni sótt til Mars Um þriðjungi starfsfólks NASA yrði sagt upp og vísindarannsóknir hennar skornar niður um 47 prósent næðu óskir Bandaríkjaforseta fram að ganga. Þetta þýddi að þekktum leiðöngrum yrði slaufað og hætt yrði við nýja. Þannig yrði leiðangri New Horizons-geimfarsins, sem var það fyrsta til að heimsækja dvergreikistjörnuna Plútó árið 2015, hætt. Geimfarið er nú statt í ystu kimum sólkerfisins. Sömu örlög biðu Juno-geimfarsins sem hefur verið á braut um Júpíter frá 2016. New Horizons geimfarið tók þessa mynd af yfirborði Plútó árið 2015. Geimfarið er nú að rannsaka ystu kima sólkerfisins en þær rannsóknir gætu stöðvast innan skamms ef Bandaríkjaforseta verður að vilja sínum.NASA Ekkert yrði af leiðangri sem á að sækja jarðvegssýni sem Perseverance-geimjeppinn hefur safnað á Mars eða Rosland Franklin-leiðangrinum sem á að leita að merkjum um líf þar í samstarfi við evrópsku geimstofnunina. Rekstri tveggja brautarfara sem ganga um rauðu reikistjörnuna, Maven og Mars Odyssey, yrði jafnframt hætt, að því er kemur fram í frétt Space.com. The Planetary Society lýsir niðurskurðinum sem „útrýmingarviðburði“ í bandarískum vísindastarfi. Samtökin telja óhugsandi að Bandaríkjaþing eigi eftir að samþykkja svo róttækan niðurskurð. Blóðugur niðurskurður á vísindastyrkjum Niðurskurðarkrafan til Vísindasjóðs Bandaríkjanna (NSF), sem styrkir stóran hluta grunnrannsókna bandarískra háskóla, er enn meiri, 56 prósent á milli ára. Aðeins sjö prósent umsækjenda um styrki úr sjóðnum gætu átt von á að fá umsókn sína samþykkta í stað eins og af hverjum fjórum áður, að því er segir í frétt vísindaritsins Science. Taki Bandaríkjaþing upp tillögu forsetans styrkti NSF aðeins smíði annars af tveimur stórum sjónaukum sem bandarískir vísindamenn vilja. Risavaxni Magellan-sjónaukinn í Atacama-eyðimörkinni í Síle hlaut náð fyrir augum forsetans en ekki Þrjátíu metra sjónaukinni (TMT) á Havaí. Jafnvel verkefni sem núverandi Bandaríkjastjórn hefur lýst sem forgangsmálum sínum eru ekki óhullt fyrir niðurskurðarhnífnum. Þannig vill Bandaríkjaforseti skera framlög NSF til rannsókna á hátækniframleiðslu niður um 65 prósent, dvergrásatækni um 54 prósent og líftækni um þrjátíu prósent. Aðeins gervigreind og skammtaupplýsingatækni halda sínu eða fá smá innspýtingu. Geimurinn Vísindi Tækni Bandaríkin Donald Trump Mars Júpíter Plútó Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Hvíta húsið birti óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög ársins 2026 fyrir helgi. Þær fela í sér stórfelldan niðurskurð á öllum grunnvísindarannsóknum í Bandaríkjunum og umfangsmesta samdrátt í framlögum til geimrannsóknastofnunarinnar NASA frá stofnun hennar. Á meðal þess sem er á skurðborði forsetans er önnur af tveimur athuganastöðvum LIGO-verkefnisins svonefnda sem var það fyrsta sem náði að staðfesta tilvist þyngdarbylgna árið 2015. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2017 voru veitt vegna uppgötvunarinnar. Verkefnið er háð því að báðar starfsstöðvarnar í Bandaríkjunum vinni saman ásamt fleiri alþjóðlegum samstarfsaðilum. Hjá NASA vill forsetinn skera niður framlögin um nærri fjórðung. Það væri stærsti niðurskurður á fjárheimildum stofnunarinnar á milli ára frá því að henni var komið á fót árið 1961 samkvæmt útreikningum félagasamtakanna The Planetary Society. Tillögur Hvíta hússins endurspegla áherslur forsetans en það er í höndum Bandaríkjaþings að ákveða hvernig fjárlög næsta árs verða. Plútófarið lagt af og engin sýni sótt til Mars Um þriðjungi starfsfólks NASA yrði sagt upp og vísindarannsóknir hennar skornar niður um 47 prósent næðu óskir Bandaríkjaforseta fram að ganga. Þetta þýddi að þekktum leiðöngrum yrði slaufað og hætt yrði við nýja. Þannig yrði leiðangri New Horizons-geimfarsins, sem var það fyrsta til að heimsækja dvergreikistjörnuna Plútó árið 2015, hætt. Geimfarið er nú statt í ystu kimum sólkerfisins. Sömu örlög biðu Juno-geimfarsins sem hefur verið á braut um Júpíter frá 2016. New Horizons geimfarið tók þessa mynd af yfirborði Plútó árið 2015. Geimfarið er nú að rannsaka ystu kima sólkerfisins en þær rannsóknir gætu stöðvast innan skamms ef Bandaríkjaforseta verður að vilja sínum.NASA Ekkert yrði af leiðangri sem á að sækja jarðvegssýni sem Perseverance-geimjeppinn hefur safnað á Mars eða Rosland Franklin-leiðangrinum sem á að leita að merkjum um líf þar í samstarfi við evrópsku geimstofnunina. Rekstri tveggja brautarfara sem ganga um rauðu reikistjörnuna, Maven og Mars Odyssey, yrði jafnframt hætt, að því er kemur fram í frétt Space.com. The Planetary Society lýsir niðurskurðinum sem „útrýmingarviðburði“ í bandarískum vísindastarfi. Samtökin telja óhugsandi að Bandaríkjaþing eigi eftir að samþykkja svo róttækan niðurskurð. Blóðugur niðurskurður á vísindastyrkjum Niðurskurðarkrafan til Vísindasjóðs Bandaríkjanna (NSF), sem styrkir stóran hluta grunnrannsókna bandarískra háskóla, er enn meiri, 56 prósent á milli ára. Aðeins sjö prósent umsækjenda um styrki úr sjóðnum gætu átt von á að fá umsókn sína samþykkta í stað eins og af hverjum fjórum áður, að því er segir í frétt vísindaritsins Science. Taki Bandaríkjaþing upp tillögu forsetans styrkti NSF aðeins smíði annars af tveimur stórum sjónaukum sem bandarískir vísindamenn vilja. Risavaxni Magellan-sjónaukinn í Atacama-eyðimörkinni í Síle hlaut náð fyrir augum forsetans en ekki Þrjátíu metra sjónaukinni (TMT) á Havaí. Jafnvel verkefni sem núverandi Bandaríkjastjórn hefur lýst sem forgangsmálum sínum eru ekki óhullt fyrir niðurskurðarhnífnum. Þannig vill Bandaríkjaforseti skera framlög NSF til rannsókna á hátækniframleiðslu niður um 65 prósent, dvergrásatækni um 54 prósent og líftækni um þrjátíu prósent. Aðeins gervigreind og skammtaupplýsingatækni halda sínu eða fá smá innspýtingu.
Geimurinn Vísindi Tækni Bandaríkin Donald Trump Mars Júpíter Plútó Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira